Tvær konur hafa tilkynnt Sölva til lögreglu vegna meints ofbeldis Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 5. maí 2021 19:41 Sölvi Tryggvason. Tvær konur hafa stigið fram og sagt frá meintu ofbeldi sem þær hafi verið beittar af Sölva Tryggvasyni, dagskrárgerðarmanni. Þær hafa báðar leitað til lögreglu vegna meints ofbeldis. Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður kvennanna sendi Fréttablaðinu fyrir hönd þeirra. Önnur kvennanna hefur kært Sölva fyrir líkamsárás og segir hún atvikið hafa átt sér stað á heimili hennar þann 14. mars síðastliðinn. Hún segir lögreglu hafa komið á vettvang og að Sölvi hafi verið færður á lögreglustöð. Konan segist ekki vita hvernig málið hafi ratað í fjölmiðla og að það sé ekki frá henni komið. Þá bendir hún á að atvikið hafi átt sér stað í mars en ekki fyrir tveimur vikum síðan eins og slúðursögur höfðu eftir. Hún sé heldur ekki vændiskona, eins og fram hafi komið í umræðunni. Segir Sölva hafa boðist til að leika með henni í OnlyFans-myndbandi Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður kvennanna, segir hina konuna hafa leitað til sín í dag eftir að hafa fylgst með umfjöllun um málið síðustu daga. Sú kveðst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Sölva á heimili hans í júní 2020. Hún segist ekki hafa haft hugrekki til að kæra brotið til lögreglu fyrr en nú. Konan segist hafa kynnst Sölva á Tinder og síðar sagt honum að hún héldi út síðu á OnlyFans. „Hann hafði þá boðist til að vera með henni í myndbandi án þess að sæist í andlit hans en hún hafi þá sagt honum að hún ynni eingöngu með einstaklingum sem hún þekkir og treystir,“ segir í yfirlýsingunni. Í kjölfarið hafi konan hitt Sölva á heimili hans þar sem þau hafi ætlað að kynnast og spjalla. Heimsóknin hafi hins vegar endað þannig að hann braut á henni kynferðislega. Konurnar segjast ekki vilja koma fram undir nafni samkvæmt frétt Fréttablaðsins þar sem um þjóðþekktan mann sé að ræða. Neðst í fréttinni má finna yfirlýsingu annarrar konunnar í heild sinni. Undanfarna daga hafa sögur um meint ofbeldi gengið um á samfélagsmiðlum og hefur Sölvi þegar svarað fyrir sig. Sölvi ræddi ásakanirnar við Sögu Ýr Jónsdóttur, lögmann sinn, í hlaðvarpsþætti sínum í gær og má með sanni segja að hann hafi brotnað saman í þættinum. Sagði hann slúðursögur þess efnis að hann hafi beitt vændiskonu ofbeldi í aprílmánuði og í kjölfar verið handtekinn alls ekki sannar. Þá birti Sölvi málaskrá sína hjá lögreglu á mánudag, sem nær aftur til 1. apríl en annar ofbeldisverknaðurinn er sagður hafa átt sér stað þann 14. mars síðastliðinn að sögn þolanda. Hann segist sjálfur hafa leitað til lögreglu fyrir nokkrum vikum síðan af því að manneskja hafi hótað að rústa mannorði hans. Sölvi birtir þessar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni lögreglu. „Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig, að ég vil ekki einu sinni nota það til að svara fyrir mig vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan: Já, Sölvi, lögregla, hann hlýtur nú að vera sekur. Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótar að rústa mannorði mínu og nú er það búið að gerast, eða þ.e.a.s. tilraunin er búin að eiga sér stað,“ sagði Sölvi í hlaðvarpsþættinum í gær. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu annarrar konunnar: „Ég hafði ekki séð fyrir mér að tjá mig um þetta mál í fjölmiðlum. Mér finnst ég hins vegar tilneydd til þess að gera það þar sem að Sölvi kom fram í hlaðvarpsþætti sínum í gærkvöld og ræddi um okkar samband og atvik sem átti sér stað hinn 14. mars sl. Þar fór hann með rangt mál og þykir mér nauðsynlegt að leiðrétta það sem þar kom fram. Ég er ekki að stíga fram til þess að ráðast á hann. Það er hins vegar mikilvægt að sannleikurinn komi í ljós. Það er rétt að við Sölvi áttum í ástarsambandi í rúma fjóra mánuði. Sambandið var litað af andlegu ofbeldi hans í minn garð og dómerandi persónuleika hans. Hann sýndi mér sífellt meiri yfirgang eftir því sem leið á sambandið. Þá sýndi hann mér einnig yfirgang í kynlífi og spurði mig tvívegis á meðan á því stóð hvort ég vildi að hann nauðgaði mér. Það fyllti mig viðbjóði og óöryggi í samskiptum við hann. Í lok janúar 2021 fórum við saman í bústaðarferð sem endaði með því að hann tók brjálæðiskast og ég varð mjög hrædd. Eftir það töluðum við lítið sem ekkert saman í mánuð. Í byrjun mars 2021 fórum við að tala saman aftur. Hinn 14. mars sl. kom Sölvi til mín, við fórum í göngutúr og stoppuðum til að ræða málin. Hann fór þá að segja að hann vildi þetta samband ekki lengur. Ég sagði þá að hann ætti ekki að vera í sambandi sem hann vildi ekki og gekk í burtu. Hann brjálaðist þá og öskraði á mig að koma til baka. Þá var fólk á hestbaki sem fór þarna hjá og ætti að hafa heyrt hvað gekk á. Við öskrin og uppnámið varð ég hrædd og hringdi í vinkonu mína og bað hana að sækja mig. Eftir að vinkona mín kom þá fattaði ég að lyklarnir mínir voru í bílnum hans og ég þurfti að fara til baka og sækja þá. Hann náði þá að sannfæra mig um að fara með honum aftur heim til mín. Hann sótti mat og við borðuðum. Eftir það fór hann aftur að tjá mér að hann vildi þetta samband ekki lengur. Ég sagði það gott og vel. Svo virtist þá sem hann væri ósáttur með hversu lítil viðbrögð mín voru og tjáði ég honum þá að mér þætti hann ekki vera góð manneskja. Hann væri með grímu úti í samfélaginu og að fólk vissi ekki hver hann væri í raun og veru. Ég bað hann þá að fara, yfirgefa heimili mitt en hann neitaði því. Ég sagði honum þá að ég myndi segja öllum hvaða mann hann hefði að geyma. Sölvi rauk þá upp og hrinti mér í gólfið. Þegar ég stóð upp þá tók hann mig hálstaki með báðum höndum og sagði mér að taka þetta til baka en ég neitaði. Hann sleppti þá takinu og hringdi í lögreglu og tilkynnti að hér væri manneskja að hóta honum að eyðileggja mannorð hans. Þá kom lögregla á staðinn og ég greindi þeim frá ofbeldinu sem hafði átt sér stað. Farið var með Sölva á lögreglustöð í skýrslutöku og síðar um kvöldið var tekin skýrsla af mér á heimili mínu. Ég vil taka fram að ég veit ekki hvaðan sú saga sem nú er í fjölmiðlum er tilkomin en hún kemur ekki frá mér. Ég er ekki vændiskona og atvikið sem um ræðir átti sér stað 14. mars sl. en ekki fyrir tveimur vikum. Hvort fleiri atvik hafi átt sér stað með öðrum konum er eitthvað sem Sölvi þarf að svara fyrir en ekki ég. Að endingu vil ég óska eftir því að fjölmiðlar birti ekki nafn mitt af tillitssemi við fjölskyldu mína.“ Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu sem lögmaður kvennanna sendi Fréttablaðinu fyrir hönd þeirra. Önnur kvennanna hefur kært Sölva fyrir líkamsárás og segir hún atvikið hafa átt sér stað á heimili hennar þann 14. mars síðastliðinn. Hún segir lögreglu hafa komið á vettvang og að Sölvi hafi verið færður á lögreglustöð. Konan segist ekki vita hvernig málið hafi ratað í fjölmiðla og að það sé ekki frá henni komið. Þá bendir hún á að atvikið hafi átt sér stað í mars en ekki fyrir tveimur vikum síðan eins og slúðursögur höfðu eftir. Hún sé heldur ekki vændiskona, eins og fram hafi komið í umræðunni. Segir Sölva hafa boðist til að leika með henni í OnlyFans-myndbandi Kristrún Elsa Harðardóttir, lögmaður kvennanna, segir hina konuna hafa leitað til sín í dag eftir að hafa fylgst með umfjöllun um málið síðustu daga. Sú kveðst hafa orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu Sölva á heimili hans í júní 2020. Hún segist ekki hafa haft hugrekki til að kæra brotið til lögreglu fyrr en nú. Konan segist hafa kynnst Sölva á Tinder og síðar sagt honum að hún héldi út síðu á OnlyFans. „Hann hafði þá boðist til að vera með henni í myndbandi án þess að sæist í andlit hans en hún hafi þá sagt honum að hún ynni eingöngu með einstaklingum sem hún þekkir og treystir,“ segir í yfirlýsingunni. Í kjölfarið hafi konan hitt Sölva á heimili hans þar sem þau hafi ætlað að kynnast og spjalla. Heimsóknin hafi hins vegar endað þannig að hann braut á henni kynferðislega. Konurnar segjast ekki vilja koma fram undir nafni samkvæmt frétt Fréttablaðsins þar sem um þjóðþekktan mann sé að ræða. Neðst í fréttinni má finna yfirlýsingu annarrar konunnar í heild sinni. Undanfarna daga hafa sögur um meint ofbeldi gengið um á samfélagsmiðlum og hefur Sölvi þegar svarað fyrir sig. Sölvi ræddi ásakanirnar við Sögu Ýr Jónsdóttur, lögmann sinn, í hlaðvarpsþætti sínum í gær og má með sanni segja að hann hafi brotnað saman í þættinum. Sagði hann slúðursögur þess efnis að hann hafi beitt vændiskonu ofbeldi í aprílmánuði og í kjölfar verið handtekinn alls ekki sannar. Þá birti Sölvi málaskrá sína hjá lögreglu á mánudag, sem nær aftur til 1. apríl en annar ofbeldisverknaðurinn er sagður hafa átt sér stað þann 14. mars síðastliðinn að sögn þolanda. Hann segist sjálfur hafa leitað til lögreglu fyrir nokkrum vikum síðan af því að manneskja hafi hótað að rústa mannorði hans. Sölvi birtir þessar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni lögreglu. „Það er það sem er skrýtnast af öllu fyrir mig, að ég vil ekki einu sinni nota það til að svara fyrir mig vegna þess að ég er hræddur um að þá komi sagan: Já, Sölvi, lögregla, hann hlýtur nú að vera sekur. Ég leitaði til lögreglu vegna þess að það er manneskja sem hótar að rústa mannorði mínu og nú er það búið að gerast, eða þ.e.a.s. tilraunin er búin að eiga sér stað,“ sagði Sölvi í hlaðvarpsþættinum í gær. Hér að neðan má lesa yfirlýsingu annarrar konunnar: „Ég hafði ekki séð fyrir mér að tjá mig um þetta mál í fjölmiðlum. Mér finnst ég hins vegar tilneydd til þess að gera það þar sem að Sölvi kom fram í hlaðvarpsþætti sínum í gærkvöld og ræddi um okkar samband og atvik sem átti sér stað hinn 14. mars sl. Þar fór hann með rangt mál og þykir mér nauðsynlegt að leiðrétta það sem þar kom fram. Ég er ekki að stíga fram til þess að ráðast á hann. Það er hins vegar mikilvægt að sannleikurinn komi í ljós. Það er rétt að við Sölvi áttum í ástarsambandi í rúma fjóra mánuði. Sambandið var litað af andlegu ofbeldi hans í minn garð og dómerandi persónuleika hans. Hann sýndi mér sífellt meiri yfirgang eftir því sem leið á sambandið. Þá sýndi hann mér einnig yfirgang í kynlífi og spurði mig tvívegis á meðan á því stóð hvort ég vildi að hann nauðgaði mér. Það fyllti mig viðbjóði og óöryggi í samskiptum við hann. Í lok janúar 2021 fórum við saman í bústaðarferð sem endaði með því að hann tók brjálæðiskast og ég varð mjög hrædd. Eftir það töluðum við lítið sem ekkert saman í mánuð. Í byrjun mars 2021 fórum við að tala saman aftur. Hinn 14. mars sl. kom Sölvi til mín, við fórum í göngutúr og stoppuðum til að ræða málin. Hann fór þá að segja að hann vildi þetta samband ekki lengur. Ég sagði þá að hann ætti ekki að vera í sambandi sem hann vildi ekki og gekk í burtu. Hann brjálaðist þá og öskraði á mig að koma til baka. Þá var fólk á hestbaki sem fór þarna hjá og ætti að hafa heyrt hvað gekk á. Við öskrin og uppnámið varð ég hrædd og hringdi í vinkonu mína og bað hana að sækja mig. Eftir að vinkona mín kom þá fattaði ég að lyklarnir mínir voru í bílnum hans og ég þurfti að fara til baka og sækja þá. Hann náði þá að sannfæra mig um að fara með honum aftur heim til mín. Hann sótti mat og við borðuðum. Eftir það fór hann aftur að tjá mér að hann vildi þetta samband ekki lengur. Ég sagði það gott og vel. Svo virtist þá sem hann væri ósáttur með hversu lítil viðbrögð mín voru og tjáði ég honum þá að mér þætti hann ekki vera góð manneskja. Hann væri með grímu úti í samfélaginu og að fólk vissi ekki hver hann væri í raun og veru. Ég bað hann þá að fara, yfirgefa heimili mitt en hann neitaði því. Ég sagði honum þá að ég myndi segja öllum hvaða mann hann hefði að geyma. Sölvi rauk þá upp og hrinti mér í gólfið. Þegar ég stóð upp þá tók hann mig hálstaki með báðum höndum og sagði mér að taka þetta til baka en ég neitaði. Hann sleppti þá takinu og hringdi í lögreglu og tilkynnti að hér væri manneskja að hóta honum að eyðileggja mannorð hans. Þá kom lögregla á staðinn og ég greindi þeim frá ofbeldinu sem hafði átt sér stað. Farið var með Sölva á lögreglustöð í skýrslutöku og síðar um kvöldið var tekin skýrsla af mér á heimili mínu. Ég vil taka fram að ég veit ekki hvaðan sú saga sem nú er í fjölmiðlum er tilkomin en hún kemur ekki frá mér. Ég er ekki vændiskona og atvikið sem um ræðir átti sér stað 14. mars sl. en ekki fyrir tveimur vikum. Hvort fleiri atvik hafi átt sér stað með öðrum konum er eitthvað sem Sölvi þarf að svara fyrir en ekki ég. Að endingu vil ég óska eftir því að fjölmiðlar birti ekki nafn mitt af tillitssemi við fjölskyldu mína.“
„Ég hafði ekki séð fyrir mér að tjá mig um þetta mál í fjölmiðlum. Mér finnst ég hins vegar tilneydd til þess að gera það þar sem að Sölvi kom fram í hlaðvarpsþætti sínum í gærkvöld og ræddi um okkar samband og atvik sem átti sér stað hinn 14. mars sl. Þar fór hann með rangt mál og þykir mér nauðsynlegt að leiðrétta það sem þar kom fram. Ég er ekki að stíga fram til þess að ráðast á hann. Það er hins vegar mikilvægt að sannleikurinn komi í ljós. Það er rétt að við Sölvi áttum í ástarsambandi í rúma fjóra mánuði. Sambandið var litað af andlegu ofbeldi hans í minn garð og dómerandi persónuleika hans. Hann sýndi mér sífellt meiri yfirgang eftir því sem leið á sambandið. Þá sýndi hann mér einnig yfirgang í kynlífi og spurði mig tvívegis á meðan á því stóð hvort ég vildi að hann nauðgaði mér. Það fyllti mig viðbjóði og óöryggi í samskiptum við hann. Í lok janúar 2021 fórum við saman í bústaðarferð sem endaði með því að hann tók brjálæðiskast og ég varð mjög hrædd. Eftir það töluðum við lítið sem ekkert saman í mánuð. Í byrjun mars 2021 fórum við að tala saman aftur. Hinn 14. mars sl. kom Sölvi til mín, við fórum í göngutúr og stoppuðum til að ræða málin. Hann fór þá að segja að hann vildi þetta samband ekki lengur. Ég sagði þá að hann ætti ekki að vera í sambandi sem hann vildi ekki og gekk í burtu. Hann brjálaðist þá og öskraði á mig að koma til baka. Þá var fólk á hestbaki sem fór þarna hjá og ætti að hafa heyrt hvað gekk á. Við öskrin og uppnámið varð ég hrædd og hringdi í vinkonu mína og bað hana að sækja mig. Eftir að vinkona mín kom þá fattaði ég að lyklarnir mínir voru í bílnum hans og ég þurfti að fara til baka og sækja þá. Hann náði þá að sannfæra mig um að fara með honum aftur heim til mín. Hann sótti mat og við borðuðum. Eftir það fór hann aftur að tjá mér að hann vildi þetta samband ekki lengur. Ég sagði það gott og vel. Svo virtist þá sem hann væri ósáttur með hversu lítil viðbrögð mín voru og tjáði ég honum þá að mér þætti hann ekki vera góð manneskja. Hann væri með grímu úti í samfélaginu og að fólk vissi ekki hver hann væri í raun og veru. Ég bað hann þá að fara, yfirgefa heimili mitt en hann neitaði því. Ég sagði honum þá að ég myndi segja öllum hvaða mann hann hefði að geyma. Sölvi rauk þá upp og hrinti mér í gólfið. Þegar ég stóð upp þá tók hann mig hálstaki með báðum höndum og sagði mér að taka þetta til baka en ég neitaði. Hann sleppti þá takinu og hringdi í lögreglu og tilkynnti að hér væri manneskja að hóta honum að eyðileggja mannorð hans. Þá kom lögregla á staðinn og ég greindi þeim frá ofbeldinu sem hafði átt sér stað. Farið var með Sölva á lögreglustöð í skýrslutöku og síðar um kvöldið var tekin skýrsla af mér á heimili mínu. Ég vil taka fram að ég veit ekki hvaðan sú saga sem nú er í fjölmiðlum er tilkomin en hún kemur ekki frá mér. Ég er ekki vændiskona og atvikið sem um ræðir átti sér stað 14. mars sl. en ekki fyrir tveimur vikum. Hvort fleiri atvik hafi átt sér stað með öðrum konum er eitthvað sem Sölvi þarf að svara fyrir en ekki ég. Að endingu vil ég óska eftir því að fjölmiðlar birti ekki nafn mitt af tillitssemi við fjölskyldu mína.“
Lögreglumál Mál Sölva Tryggvasonar Tengdar fréttir Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45 Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12 Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Innlent Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Fleiri fréttir Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Sjá meira
Simmi Vill grét með Sölva: „Hvað er að okkur?“ Sigmar Vilhjálmsson athafnamaður segir að mál Sölva Tryggvasonar eigi að fá fólk til að hugsa og kveðst vera hrærður eftir að hafa horft á þátt Sölva frá því í gær. 5. maí 2021 10:45
Sölvi brotnar algerlega saman í eigin hlaðvarpsþætti um sögusagnirnar „Ég sendi frá mér þessa yfirlýsingu í gær, en mér fannst eins og ég yrði að tjá mig eitthvað meira, einfaldlega af því að mér líður bara enn þá ofboðslega illa.“ 4. maí 2021 20:12
Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. 3. maí 2021 14:55
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Innlent