Innlent

Safnaráð vill safnagjöf til landsmanna

Sunna Sæmundsdóttir skrifar
Í umsögninni segir að safnagjöf muni koma safnastarfi og miðlun menningararfs að gagni á komandi árum og efla safnastarf.
Í umsögninni segir að safnagjöf muni koma safnastarfi og miðlun menningararfs að gagni á komandi árum og efla safnastarf. vísir/Vilhelm

Formaður safnaráðs óskar þess að nefndir Alþingis hafi frumkvæði að svokallaðri safnagjöf sem væri sambærileg ferðagjöf stjórnvalda.

Safnaráð er stjórnsýslunefnd sem hefur eftirlit með starfsemi safna. Í umsögn Vilhjálms Bjarnasonar, formanns nefndarinnar, við frumvarp um nýja ferðagjöf er farið þess á leit við fjárlaga- og atvinnuveganefnd að þær hafi frumkvæði að safnagjöf hliðstæðri ferðagjöf. 

„Tilgangurinn með safnagjöf er að örva safnastarfsemi í landinu og að safnaheimsóknir verði sjálfsagður hlutur í ferðum Íslendinga um landið,“ segir í umsögn Vilhjálms. 

Hann segir kostnað við verkefnið óverulegan. „Þar sem móttakendur aðgangseyris eru í flestum tilfellum ríkissöfn. Aðrir móttakendur eru söfn í umsjá sveitarfélaga.“ 

„Það er óþarfi að fjalla um áhrif af safnagjöf á safnastarfsemi í landinu. Gjöfin mun koma safnastarfi og miðlun menningararfs að gagni á komandi árum og efla safnastarf,“ segir í umsögninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×