Íslenski boltinn

Andri Hjörvar: Mark Huldu lyfti liðinu

Einar Kárason skrifar
Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA
Andri Hjörvar, þjálfari Þór/KA Vísir

,,Ég er alveg fáránlega ánægður," sagði Andri Hjörvar Albertsson, þjálfari Þórs/KA eftir leik.

,,Við vorum ekki á okkar degi spillega séð. Vorum ekki að tengja sendingar og það voru misvísandi skilaboð milli leikmanna en baráttan, ánægjan, gleðin og samhugurinn skóp þennan sigur í dag. Þetta er afar erfiður útivöllur og ég er ánægður með þrjú stig."

Þurfu að hafa fyrir hlutunum eftir að hafa lent undir

,,Það er alltaf sjéns og við töluðum um það í hálfleik. 1-0 er ekki neitt í fótbolta. ÍBV komu sér í góð færi og sem betur fer var markmaðurin okkar [Harpa Jóhannsdóttir] á tánum. Þetta er hörkulið og vel spilandi með frábæra leikmenn innanborðs svo það gerir þennan sigur ennþá sætari fyrir vikið."

Einstaklingsframtak kom gestunum á bragðið

,,Mark eins og Hulda Ósk [Jónsdóttir] skorar lyftir öllu liðinu. Þær fá trúnna á verkefninu og halda áfram. Þetta gaf liðinu aukakraft og vilja. Það fannst mér skína í gegn í dag, bæði sóknarlega og varnarlega. Við vissum að við þyrftum að hlaupa, þyrftum að fórna okkur, þyrftum að berjast og þær voru klárar í það í 90 mínútur."

Hulda Ósk skoraði frábært mark í kvöld.Vísir

Pressan og vinnusemin gekk upp

,,Við fáum ekkert gefins og þurfum að hafa fyrir hlutunum. Annað markið var bara vinna, pressa og klára dæmið. Ég er ánægður með vinnuframlagið. Þetta setti punktinn yfir i'ið í hverskonar vinnu við höfum að leggja síðustu mánuði. Það er ekki bara að spila fótbolta. Það skiptir máli að vera með rétta hugarfarið og stemmninguna og vinnusemina. Það skapar oft sigra," sagði Andri Hjörvar að endingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×