Samskipti við sóknarnefnd kólnandi þar til fraus í hylnum Jakob Bjarnar skrifar 5. maí 2021 06:16 Einar Karl Haraldsson er formaður sóknarnefndar. Hann segir Hörð hafa sagt upp en tónlistarstjórinn segir það einföldun, hann hafi ekki átt annarra kosta völ Hörður segist muni eiga erfitt með að sitja undir því ef honum verður gert að bera ábyrgð á því yfirgefi fólk kirkjuna. Brotthvarf tónlistarstjóra Hallgrímskirkju, Harðar Áskelssonar, er tónelskum áfall. Vísir ræddi við Hörð og reyndi að komast að því hvað býr raunverulega að baki þessum óvæntu starfslokum en það er ekki gott að ráða í þau spil. Sjálfur er Hörður ekki viss en segir að undanfarin þrjú ár hafi samskiptin við sóknarnefndina farið kólnandi. Hvað er eiginlega að gerast í kirkjunni okkar? „Hvað er eiginlega að gerast í kirkjunni okkar þegar svona slys verða. Mótettukórinn og Schola Cantorum horfin úr Hallgrímskirkju. Það er efni í stórslysamynd,“ skrifar tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson á Facebook undir fyrirsögninni: „Something is rotten in the state of Denmark“. Fyrir liggur að fjölmörgum er verulega brugðið eftir að spurðist að hinn viðurkenndi tónlistarmaður, sem hefur staðið fyrir svo miklu tónlistarlífi í Hallgrímskirkju, er á förum frá kirkjunni. Hörður segir í samtali við Vísi að hann skilji varla hvað hefur gerst. Og hann sér ekki hvernig mögulegt sé að vinda ofan af þessari stöðu, og komast að einhvers konar samkomulagi. „Auðvitað væri það æskilegt þó ég geti ekki á þessu augnabliki séð það gerast. En ef ég reyni að horfa á þetta hlutlaust þá er þetta mikið tjón fyrir þessa kirkju. Ef mér er kennt um það er það nokkuð sem mér mun ekki líða vel með; ef ég er sakaður um að hafa átt allan þátt í að fæla fólk í burtu. En við verðum bara að sjá hvað kemur í ljós,“ segir tónlistarstjórinn sem er 68 ára gamall og var farinn að leggja drög að lokakafla síns glæsta ferils í Hallgrímskirkju. Einar Karl segir Hörð hafa hafnað heiðurssamningi Ríkisútvarpið greindi frá því um helgina, eftir að Hörður sjálfur tilkynnti um það á Facebook-síðu sinni, að hann væri á förum frá kirkjunni en þar hefur hann starfað sem kantor og organisti í hartnær fjóra áratugi. Þar segir að deilur hafi staðið milli Harðar og sóknarnefndarinnar en formaður hennar er Einar Karl Haraldsson. Einar segir að skrifað hafi verið undir starfslokasamning við Hörð. Honum hafi verið boðinn heiðurssamningur við kirkjuna eftir að hafa verið frá meðan hann var á listamannalaunum. „En Hörður hafi ekki geta fallist á þann samning og lagt fram starfslokasamning sem móttilboð. Í heiðurssamningnum hafi falist að Hörður starfaði áfram sem stjórnandi, en ekki sem organisti,“ segir í frétt Ríkisútvarpsins. Hallgrímskirkja er helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Hún var lengi umdeild en hefur í gegnum árin, kannski ekki síst vegna mikillar listastarfsemi þar, orðið borgarbúum hjartfólgin. Þar er nú allt hrímað.vísir/vilhelm Tónelskir og kirkjuræknir sætta sig margir illa við þessar skýringar en Hörður segir ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu þá að hann hafi ekki notið stuðnings yfirvalda lengur, eins og hann orðar það. „Það er einhver önnur stefna sem þau vilja taka sem ekki er það sama og ég hef verið að gera í 38 ár,“ segir Hörður. Hann segist ekki vita í hverju sú stefnubreyting felist. Kirkjutónlist á heimsmælikvarða Þorvaldur Bjarni segir Hörð hafa flutt fjöll í tónlistarlífi landsmanna. Eða eins og það er orðað: „Þegar Hörður er mættur leiks til að skapa tónlist, hvort sem það er orgelleikur fyrir messur, spuni, stjórnun hljómsveita eða kóra, eru það alltaf gæðin sem ráða. Hann gefur aldrei afslátt á gæðum þegar að tónlistarflutningi kemur. Það gerir það að verkum að almenningur hefur á Íslandi í um 30 ár getað gengið að því vísu að ef það sækir tónleika í Hallgrímskirkju, eða fer í messu um jól eða páska, jafnvel bara í einfalda sunnudagsmessu, þá ertu að heyra nið aldanna varðandi þróun og arfleifð kirkjutónlistar heimsins, ekki bara Íslands. Hörður er heimsmaður, það er aðdáunarvert.“ Þorvaldur Bjarni skilur ekki hvað gengur á og því síður Arndís Björk Ásgeirsdóttir útvarpsmaður svo annað dæmi um annan afar ósáttan tónlistarunnanda sé nefnt. Hún hefur annast útsendingar frá klassískum tónlistarviðburðum fyrir Ríkisútvarpið. Arndís Björk segir þetta hræðilegar og óskiljanlegar fréttir en hún hefur notið söngs Mótettukórsins næstum allt frá stofnun hans árið 1982 og veit hversu mikil vinna, oft óeigingjörn, hefur verið lögð í það starf. Kórinn hafi borið af. Einlægt ósk að sóknarnefnd sjái að sér „Það er þung sorg sem býr í brjósti mér eftir að hafa heyrt fréttir af því að Hörður og kórinn muni yfirgefa kirkjuna, sem hefur verið þeirra umgjörð í öll þessi ár. Guðs orð heyrist betur í söng en töluðu máli að mínu mati, og oft hef ég farið í Hallgrímskirkju til þess einmitt að færast nær almættinu í listinni og söngnum sem fært hefur mig í sönnur um að æðri máttur sé til,“ segir Arndís Björk meðal annars á Facebooksíðu Mótettukórsins. Hún segir þetta stærra mál en margur ætlar og varði landsmenn alla. „Það er mín einlæga ósk að sóknarnefnd sjái að sé í þessari gjörð og leyfi bæði Herði og kórum hans að starfa áfram í kirkjunni okkar allra!“ Þannig hvolfast yfir Hörð heitar stuðningsyfirlýsingarnar en í samtali við Vísi segir hann nú ekkert annað í spilunum en að hann sé á förum. Engin fær leið til sátta er sjáanleg. „Ég er búinn að skrifa undir starfslokasamning. Yfirvöldin vilja hártoga það, ég sé búinn að semja og ekki rétt að mér hafi verið vikið frá starfi. En það var ákveðinn endapunktur á ferli, ég sá að þetta kæmist ekki lengra.“ Hörður segir að 1. júní taki hann hatt sinn og staf en hann er með allskonar verkefni sem eru plönuð, með tveimur kórum sem verða ekki skilin eftir. Mikill fjöldi stuðningsyfirlýsinga „Við erum á leiðinni út úr þessu húsi þar sem ég hef verið tónlistarstjóri í 39 ár og notið þess, vil taka það fram strax að ég hef átt mörg góð ár og gott samstarf og stuðning yfirmanna. Það var ekki fyrr en núna á síðustu þremur árum sem tekið hefur að halla undan fæti, að ekki væri samstaða um að þetta starf væri svona umfangsmikið eða athyglisfrekt.“ Hörður segir svo frá að hann hafi ítrekað óskað eftir samtali við sóknarnefndina um hvernig það listastarf hans innan kirkjunnar gæti samræmst breytingum, því þeim væri hann alls ekki á mót en teldi hins vegar að um breytingar yrði að vera samtal. „En það hefur ekki náðst neitt samtal um það, ekki var vilji til að ég yrði með í því samtali heldur tilboð um að ég færi og það er auðvitað sorglegt, en einhvern tíma verður maður að fara,“ segir Hörður með vísan til þess að hann sé kominn í seinni hálfleik ferils síns. Hann segir að samband kórstjóra við kór sé afar sérstakt, nánast um fjölskyldutengsl að ræða. Og það sé kannski ekki síst þess vegna sem svo margir hafa tjáð sig um það að hann og kórarnir séu nú á förum úr Hallgrímskirkju. „Það er svo margt fólk búið að eiga dásamlegar stundir í söng og bera þess vegna góðan hug til kirkjunnar. Þess vegna fáum við óteljandi hvatningarbréf frá fólki, pósta, sem finnst þetta óhugsandi að við fáum ekki að klára það sem mér finnst ég ráða við.“ Búið að panta Eldborgarsal undir Jólaóratoríu Bachs Hörður hafði hugsað sér að ljúka ferli sínum hjá Hallgrímskirkjum með tónleikaröð af uppáhaldsverkum. En nú stefni í það að þeir tónleikar allir verði haldnir annars staðar en á heimavelli. Þannig hefur til að mynda Eldborgarsalur Hörpu verið tekinn frá 28. nóvember en þá stendur til að flytja Jólaóratoríu Bachs. „Við ætlum að fylla húsið. Ég fæ ekki að gera það í Hallgrímskirkju. Við ætlum að syngja Guði dýrð og lof. Erum á þeim stað.“ Hörður segir að kórarnir séu farnir að leita að athvarfi þar sem megi æfa og það horfi vel með það, ýmsir sem vilji allt fyrir kórana gera. Þeir njóta velvildar víða. Saga Harðar og Hallgrímskirkju er löng. „Já. Og mikil reynsla sem ég hef öðlast við að flytja tónlist í þessum dásamlega helgidómi sem vel að merkja þurfti framan af að berjast fyrir viðurkenningu á. Það var mikil andúð í gangi gegn Hallgrímskirkju á sínum tíma, húsið þótti monster og tímaskekkja. Enn það var enn verið að byggja kirkjuskipið þegar ég byrjaði mitt starf. Fyrstu þrjú árin, sennilega fjögur, var ég að stofna kór og undirbúa okkur undir að kirkjan stóra yrði vígð. Ég upplifði hana ófullgerða, var með þegar hún var tekin í notkun, ég tók þátt í að velja í hana orgel og spila á það.“ Slit samstarfs við listvinafélagið upphafið að endalokunum Hörður segir að þetta hafi verið býsna umfangsmikið starf í listinni sem eftir situr. Sextíu tónleika á hverju ári, orgeltónleikar, organistar íslenskir og erlendir, sem stóttust eftir því að halda tónleika í kirkjunni; kórtónleikar með hjómsveitum, þarna hafa verið teknir upp geisladiskar og smám saman hefur kirkja hlotið mikla viðurkenningu sem frábært hús. En hvernig má þá vera að þessu langa og gjöfula samstarfi hefur nú verið slitið? Hörður á erfitt með að festa hönd á ástæðunni, einhverri einni útaf fyrir sig. Hann segir þetta einhvern allsherjar misskilning. „Alltaf vont ef ekki er hægt að tala saman. Ég hef oft reynt að tala en finnst ég oft tala fyrir daufum eyrum. Það er ekki tekið mark á því sem ég hef verið að segja. Ég fann að það var einhver andstaða að myndast. Listvinafélagið sem ég stofnaði til að styðja við vöxt á list í Hallgrímskirkju, óháð sóknarmörkum, og uppbyggingu á listinni, kirkjan kaus að slíta þessu sambandi einhliða við þetta félag fyrir einu og hálfu ári. Það var mikil yfirlýsing um að við værum ekki á réttri leið. Tilraun til að fá nákvæmlega úr því skorið hvað við gerðum nákvæmlega vitlaust hefur ekki borið árangur.“ Söngur Mótettukórsins hefur verið ómissandi hluti jólahalds fjölmargra Reykvíkinga. Kórmeðlimir standa með sínum kórstjóra Tónlistarstjórinn segir þetta sannarlega ekki stöðu sem hann hafi óskað sér að lenda í. „En kórarnir eru eins og einn maður að baki mér. Það er nokkuð sem ég hefði ekkert endilega búist við,“ segir Hörður sem bendir á að meðlimir séu margir og við því að búast að menn skiptust í mörg horn. „En það virðist mjög einróma. Við sjáum öll eftir Hallgrímskirkju, að hafa hana ekki sem heimavöll lengur. En svo eru kannski ný tækifæri handan við hornið,“ segir Hörður og reynir að sjá jákvæðar hliðar á þessari nýju stöðu. „Það kemur ný reynsla sem verður bæði gefandi og skemmtileg. Það er mín afstaða til að komast í gegnum þetta, horfa til þess hvað maður hefur fyrir mikið að þakka. Að hafa fengið að standa í brjósti þessarar uppbyggingar. Upplifað margar margar margar stórar stundir með dásamlegu fólki og miklum undirtektum.“ Tónlist Þjóðkirkjan Vistaskipti Reykjavík Hallgrímskirkja Kórar Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Vísir ræddi við Hörð og reyndi að komast að því hvað býr raunverulega að baki þessum óvæntu starfslokum en það er ekki gott að ráða í þau spil. Sjálfur er Hörður ekki viss en segir að undanfarin þrjú ár hafi samskiptin við sóknarnefndina farið kólnandi. Hvað er eiginlega að gerast í kirkjunni okkar? „Hvað er eiginlega að gerast í kirkjunni okkar þegar svona slys verða. Mótettukórinn og Schola Cantorum horfin úr Hallgrímskirkju. Það er efni í stórslysamynd,“ skrifar tónlistarmaðurinn Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson á Facebook undir fyrirsögninni: „Something is rotten in the state of Denmark“. Fyrir liggur að fjölmörgum er verulega brugðið eftir að spurðist að hinn viðurkenndi tónlistarmaður, sem hefur staðið fyrir svo miklu tónlistarlífi í Hallgrímskirkju, er á förum frá kirkjunni. Hörður segir í samtali við Vísi að hann skilji varla hvað hefur gerst. Og hann sér ekki hvernig mögulegt sé að vinda ofan af þessari stöðu, og komast að einhvers konar samkomulagi. „Auðvitað væri það æskilegt þó ég geti ekki á þessu augnabliki séð það gerast. En ef ég reyni að horfa á þetta hlutlaust þá er þetta mikið tjón fyrir þessa kirkju. Ef mér er kennt um það er það nokkuð sem mér mun ekki líða vel með; ef ég er sakaður um að hafa átt allan þátt í að fæla fólk í burtu. En við verðum bara að sjá hvað kemur í ljós,“ segir tónlistarstjórinn sem er 68 ára gamall og var farinn að leggja drög að lokakafla síns glæsta ferils í Hallgrímskirkju. Einar Karl segir Hörð hafa hafnað heiðurssamningi Ríkisútvarpið greindi frá því um helgina, eftir að Hörður sjálfur tilkynnti um það á Facebook-síðu sinni, að hann væri á förum frá kirkjunni en þar hefur hann starfað sem kantor og organisti í hartnær fjóra áratugi. Þar segir að deilur hafi staðið milli Harðar og sóknarnefndarinnar en formaður hennar er Einar Karl Haraldsson. Einar segir að skrifað hafi verið undir starfslokasamning við Hörð. Honum hafi verið boðinn heiðurssamningur við kirkjuna eftir að hafa verið frá meðan hann var á listamannalaunum. „En Hörður hafi ekki geta fallist á þann samning og lagt fram starfslokasamning sem móttilboð. Í heiðurssamningnum hafi falist að Hörður starfaði áfram sem stjórnandi, en ekki sem organisti,“ segir í frétt Ríkisútvarpsins. Hallgrímskirkja er helsta kennileiti Reykjavíkurborgar. Hún var lengi umdeild en hefur í gegnum árin, kannski ekki síst vegna mikillar listastarfsemi þar, orðið borgarbúum hjartfólgin. Þar er nú allt hrímað.vísir/vilhelm Tónelskir og kirkjuræknir sætta sig margir illa við þessar skýringar en Hörður segir ástæðuna fyrir brotthvarfi sínu þá að hann hafi ekki notið stuðnings yfirvalda lengur, eins og hann orðar það. „Það er einhver önnur stefna sem þau vilja taka sem ekki er það sama og ég hef verið að gera í 38 ár,“ segir Hörður. Hann segist ekki vita í hverju sú stefnubreyting felist. Kirkjutónlist á heimsmælikvarða Þorvaldur Bjarni segir Hörð hafa flutt fjöll í tónlistarlífi landsmanna. Eða eins og það er orðað: „Þegar Hörður er mættur leiks til að skapa tónlist, hvort sem það er orgelleikur fyrir messur, spuni, stjórnun hljómsveita eða kóra, eru það alltaf gæðin sem ráða. Hann gefur aldrei afslátt á gæðum þegar að tónlistarflutningi kemur. Það gerir það að verkum að almenningur hefur á Íslandi í um 30 ár getað gengið að því vísu að ef það sækir tónleika í Hallgrímskirkju, eða fer í messu um jól eða páska, jafnvel bara í einfalda sunnudagsmessu, þá ertu að heyra nið aldanna varðandi þróun og arfleifð kirkjutónlistar heimsins, ekki bara Íslands. Hörður er heimsmaður, það er aðdáunarvert.“ Þorvaldur Bjarni skilur ekki hvað gengur á og því síður Arndís Björk Ásgeirsdóttir útvarpsmaður svo annað dæmi um annan afar ósáttan tónlistarunnanda sé nefnt. Hún hefur annast útsendingar frá klassískum tónlistarviðburðum fyrir Ríkisútvarpið. Arndís Björk segir þetta hræðilegar og óskiljanlegar fréttir en hún hefur notið söngs Mótettukórsins næstum allt frá stofnun hans árið 1982 og veit hversu mikil vinna, oft óeigingjörn, hefur verið lögð í það starf. Kórinn hafi borið af. Einlægt ósk að sóknarnefnd sjái að sér „Það er þung sorg sem býr í brjósti mér eftir að hafa heyrt fréttir af því að Hörður og kórinn muni yfirgefa kirkjuna, sem hefur verið þeirra umgjörð í öll þessi ár. Guðs orð heyrist betur í söng en töluðu máli að mínu mati, og oft hef ég farið í Hallgrímskirkju til þess einmitt að færast nær almættinu í listinni og söngnum sem fært hefur mig í sönnur um að æðri máttur sé til,“ segir Arndís Björk meðal annars á Facebooksíðu Mótettukórsins. Hún segir þetta stærra mál en margur ætlar og varði landsmenn alla. „Það er mín einlæga ósk að sóknarnefnd sjái að sé í þessari gjörð og leyfi bæði Herði og kórum hans að starfa áfram í kirkjunni okkar allra!“ Þannig hvolfast yfir Hörð heitar stuðningsyfirlýsingarnar en í samtali við Vísi segir hann nú ekkert annað í spilunum en að hann sé á förum. Engin fær leið til sátta er sjáanleg. „Ég er búinn að skrifa undir starfslokasamning. Yfirvöldin vilja hártoga það, ég sé búinn að semja og ekki rétt að mér hafi verið vikið frá starfi. En það var ákveðinn endapunktur á ferli, ég sá að þetta kæmist ekki lengra.“ Hörður segir að 1. júní taki hann hatt sinn og staf en hann er með allskonar verkefni sem eru plönuð, með tveimur kórum sem verða ekki skilin eftir. Mikill fjöldi stuðningsyfirlýsinga „Við erum á leiðinni út úr þessu húsi þar sem ég hef verið tónlistarstjóri í 39 ár og notið þess, vil taka það fram strax að ég hef átt mörg góð ár og gott samstarf og stuðning yfirmanna. Það var ekki fyrr en núna á síðustu þremur árum sem tekið hefur að halla undan fæti, að ekki væri samstaða um að þetta starf væri svona umfangsmikið eða athyglisfrekt.“ Hörður segir svo frá að hann hafi ítrekað óskað eftir samtali við sóknarnefndina um hvernig það listastarf hans innan kirkjunnar gæti samræmst breytingum, því þeim væri hann alls ekki á mót en teldi hins vegar að um breytingar yrði að vera samtal. „En það hefur ekki náðst neitt samtal um það, ekki var vilji til að ég yrði með í því samtali heldur tilboð um að ég færi og það er auðvitað sorglegt, en einhvern tíma verður maður að fara,“ segir Hörður með vísan til þess að hann sé kominn í seinni hálfleik ferils síns. Hann segir að samband kórstjóra við kór sé afar sérstakt, nánast um fjölskyldutengsl að ræða. Og það sé kannski ekki síst þess vegna sem svo margir hafa tjáð sig um það að hann og kórarnir séu nú á förum úr Hallgrímskirkju. „Það er svo margt fólk búið að eiga dásamlegar stundir í söng og bera þess vegna góðan hug til kirkjunnar. Þess vegna fáum við óteljandi hvatningarbréf frá fólki, pósta, sem finnst þetta óhugsandi að við fáum ekki að klára það sem mér finnst ég ráða við.“ Búið að panta Eldborgarsal undir Jólaóratoríu Bachs Hörður hafði hugsað sér að ljúka ferli sínum hjá Hallgrímskirkjum með tónleikaröð af uppáhaldsverkum. En nú stefni í það að þeir tónleikar allir verði haldnir annars staðar en á heimavelli. Þannig hefur til að mynda Eldborgarsalur Hörpu verið tekinn frá 28. nóvember en þá stendur til að flytja Jólaóratoríu Bachs. „Við ætlum að fylla húsið. Ég fæ ekki að gera það í Hallgrímskirkju. Við ætlum að syngja Guði dýrð og lof. Erum á þeim stað.“ Hörður segir að kórarnir séu farnir að leita að athvarfi þar sem megi æfa og það horfi vel með það, ýmsir sem vilji allt fyrir kórana gera. Þeir njóta velvildar víða. Saga Harðar og Hallgrímskirkju er löng. „Já. Og mikil reynsla sem ég hef öðlast við að flytja tónlist í þessum dásamlega helgidómi sem vel að merkja þurfti framan af að berjast fyrir viðurkenningu á. Það var mikil andúð í gangi gegn Hallgrímskirkju á sínum tíma, húsið þótti monster og tímaskekkja. Enn það var enn verið að byggja kirkjuskipið þegar ég byrjaði mitt starf. Fyrstu þrjú árin, sennilega fjögur, var ég að stofna kór og undirbúa okkur undir að kirkjan stóra yrði vígð. Ég upplifði hana ófullgerða, var með þegar hún var tekin í notkun, ég tók þátt í að velja í hana orgel og spila á það.“ Slit samstarfs við listvinafélagið upphafið að endalokunum Hörður segir að þetta hafi verið býsna umfangsmikið starf í listinni sem eftir situr. Sextíu tónleika á hverju ári, orgeltónleikar, organistar íslenskir og erlendir, sem stóttust eftir því að halda tónleika í kirkjunni; kórtónleikar með hjómsveitum, þarna hafa verið teknir upp geisladiskar og smám saman hefur kirkja hlotið mikla viðurkenningu sem frábært hús. En hvernig má þá vera að þessu langa og gjöfula samstarfi hefur nú verið slitið? Hörður á erfitt með að festa hönd á ástæðunni, einhverri einni útaf fyrir sig. Hann segir þetta einhvern allsherjar misskilning. „Alltaf vont ef ekki er hægt að tala saman. Ég hef oft reynt að tala en finnst ég oft tala fyrir daufum eyrum. Það er ekki tekið mark á því sem ég hef verið að segja. Ég fann að það var einhver andstaða að myndast. Listvinafélagið sem ég stofnaði til að styðja við vöxt á list í Hallgrímskirkju, óháð sóknarmörkum, og uppbyggingu á listinni, kirkjan kaus að slíta þessu sambandi einhliða við þetta félag fyrir einu og hálfu ári. Það var mikil yfirlýsing um að við værum ekki á réttri leið. Tilraun til að fá nákvæmlega úr því skorið hvað við gerðum nákvæmlega vitlaust hefur ekki borið árangur.“ Söngur Mótettukórsins hefur verið ómissandi hluti jólahalds fjölmargra Reykvíkinga. Kórmeðlimir standa með sínum kórstjóra Tónlistarstjórinn segir þetta sannarlega ekki stöðu sem hann hafi óskað sér að lenda í. „En kórarnir eru eins og einn maður að baki mér. Það er nokkuð sem ég hefði ekkert endilega búist við,“ segir Hörður sem bendir á að meðlimir séu margir og við því að búast að menn skiptust í mörg horn. „En það virðist mjög einróma. Við sjáum öll eftir Hallgrímskirkju, að hafa hana ekki sem heimavöll lengur. En svo eru kannski ný tækifæri handan við hornið,“ segir Hörður og reynir að sjá jákvæðar hliðar á þessari nýju stöðu. „Það kemur ný reynsla sem verður bæði gefandi og skemmtileg. Það er mín afstaða til að komast í gegnum þetta, horfa til þess hvað maður hefur fyrir mikið að þakka. Að hafa fengið að standa í brjósti þessarar uppbyggingar. Upplifað margar margar margar stórar stundir með dásamlegu fólki og miklum undirtektum.“
Tónlist Þjóðkirkjan Vistaskipti Reykjavík Hallgrímskirkja Kórar Mest lesið Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Gagnrýni Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Tíska og hönnun Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Lífið Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Bíó og sjónvarp Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Lífið „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Lífið Getur enn þann dag í dag ekki horft á barnarúm Lífið Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Lífið Fleiri fréttir Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira