Sölvi segir sögurnar þvætting frá upphafi til enda Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. maí 2021 14:55 Sölvi Tryggvason. Fjölmiðlamaðurinn Sölvi Tryggvason hefur tjáð sig á samfélagsmiðlum um sögusagnir sem gengið hafa um hann undanfarna daga. Hann segir þær enga stoð eiga í raunveruleikanum og birtir upplýsingar úr málaskrá lögreglu sem sýna að lögregla hefur engin afskipti haft af honum undanfarnar vikur. Ljóst er af færslu Sölva, sem hann birtir samhliða á Facebook og Instagram, að honum er mikið niðri fyrir. Hann segist ekki óska neinum þess að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. Aðeins eitt um málið að segja „Síðustu daga hafa gengið ótrúlega rætnar slúðursögur um mig í þjóðfélaginu sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta gekk meira að segja svo langt að einn fjölmiðill birti frétt um slúðursöguna án þess þó að nafngreina mig,“ segir Sölvi. „Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.“ Sölvi birtir þessar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni lögreglu. Það var vefmiðillinn Mannlíf sem fjallaði um sögusagnirnar um helgina. Vísaði miðillinn til færslu Ólafar Töru Harðardóttur einkaþjálfara á Instagram sem var ósátt við að ekkert hefði verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Brynja Dan Þorláksdóttir áhrifavaldur og fleiri hvöttu til áhorfs á innlegg Ólafar og töldu mjúkum höndum farið um þjóðþekkta einstaklinga í fjölmiðlum. Leitaði til lögmanns „Ég get ekki sagt ykkur hvað þessar sögur hafa haft mikil áhrif á mig, fjölskyldu mína og vini. Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum,“ segir Sölvi. „Frá því um helgina hefur síminn minn ekki stoppað vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um hvort þessar sögur séu sannar. Þegar málið er komið á það stig verð ég að bregðast við. Niðurbrotinn og svefnlaus leitaði ég í gær til Sögu Ýrr Jónsdóttur hæstaréttarlögmanns til að athuga stöðu mína og hvernig ég ætti að bregðast við. Hún sagði mér að auðvelt væri að afsanna þetta með því að kalla inn málaskrá mína hjá lögreglu undanfarinn mánuð þar sem ljóst væri að ef lögreglan hefði haft einhver afskipti af mér, bein eða óbein, þá kæmu þau fram í málaskránni. Saga kallaði því eftir málaskránni og fengum við hana afhenta fyrir stundu og birti ég hana hér með. Eins og þarna kemur skýrt fram hefur lögreglan ekki haft nein afskipti af mér, bein eða óbein, á þeim tíma sem þessi atvik eiga að hafa átt sér stað. Þetta verður ekki skýrara. Það er ekkert til í þessum slúðursögum.“ Sölvi segist óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. „Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér. Ég verð alltaf jafn undrandi á að fólk sé til í að tala illa um náungann; fólk af holdi og blóði með tilfinningar og fjölskyldu. Hættum þessu!“ Fréttastofa reyndi um helgina og í dag að ná tali af Sölva vegna málsins. Hann segir í lok færslunnar að honum líði svo illa að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið. View this post on Instagram A post shared by Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira
Ljóst er af færslu Sölva, sem hann birtir samhliða á Facebook og Instagram, að honum er mikið niðri fyrir. Hann segist ekki óska neinum þess að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. Aðeins eitt um málið að segja „Síðustu daga hafa gengið ótrúlega rætnar slúðursögur um mig í þjóðfélaginu sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum. Þetta gekk meira að segja svo langt að einn fjölmiðill birti frétt um slúðursöguna án þess þó að nafngreina mig,“ segir Sölvi. „Í frétt fjölmiðilsins kom fram að fyrir um tveimur vikum hefði þjóðþekktur einstaklingur, sem samkvæmt sögunni er ég, keypt sér kynlífsþjónustu, gengið í skrokk á vændiskonunni, verið handtekinn og fluttur í varðhald. Um þetta er bara eitt að segja, málið er þvættingur frá upphafi til enda.“ Sölvi birtir þessar upplýsingar úr miðlægum gagnagrunni lögreglu. Það var vefmiðillinn Mannlíf sem fjallaði um sögusagnirnar um helgina. Vísaði miðillinn til færslu Ólafar Töru Harðardóttur einkaþjálfara á Instagram sem var ósátt við að ekkert hefði verið fjallað um málið í fjölmiðlum. Brynja Dan Þorláksdóttir áhrifavaldur og fleiri hvöttu til áhorfs á innlegg Ólafar og töldu mjúkum höndum farið um þjóðþekkta einstaklinga í fjölmiðlum. Leitaði til lögmanns „Ég get ekki sagt ykkur hvað þessar sögur hafa haft mikil áhrif á mig, fjölskyldu mína og vini. Ég hef verið sem lamaður síðustu daga og neitaði lengi vel að trúa að fólk tæki þátt í að dreifa slúðursögum sem þessum,“ segir Sölvi. „Frá því um helgina hefur síminn minn ekki stoppað vegna fyrirspurna frá fjölmiðlum um hvort þessar sögur séu sannar. Þegar málið er komið á það stig verð ég að bregðast við. Niðurbrotinn og svefnlaus leitaði ég í gær til Sögu Ýrr Jónsdóttur hæstaréttarlögmanns til að athuga stöðu mína og hvernig ég ætti að bregðast við. Hún sagði mér að auðvelt væri að afsanna þetta með því að kalla inn málaskrá mína hjá lögreglu undanfarinn mánuð þar sem ljóst væri að ef lögreglan hefði haft einhver afskipti af mér, bein eða óbein, þá kæmu þau fram í málaskránni. Saga kallaði því eftir málaskránni og fengum við hana afhenta fyrir stundu og birti ég hana hér með. Eins og þarna kemur skýrt fram hefur lögreglan ekki haft nein afskipti af mér, bein eða óbein, á þeim tíma sem þessi atvik eiga að hafa átt sér stað. Þetta verður ekki skýrara. Það er ekkert til í þessum slúðursögum.“ Sölvi segist óska engum að lenda í þeirri hakkavél sem slúðursögur séu. „Þær eru mannskemmandi, niðurbrjótandi og hafa valdið mér og mínum meira hugarangri en ég hefði getað ímyndað mér. Ég verð alltaf jafn undrandi á að fólk sé til í að tala illa um náungann; fólk af holdi og blóði með tilfinningar og fjölskyldu. Hættum þessu!“ Fréttastofa reyndi um helgina og í dag að ná tali af Sölva vegna málsins. Hann segir í lok færslunnar að honum líði svo illa að hann treysti sér ekki til að tjá sig frekar um málið. View this post on Instagram A post shared by Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglumál Samfélagsmiðlar Mál Sölva Tryggvasonar Mest lesið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Króli trúlofaður Lífið Fleiri fréttir Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Sjá meira