Namibískir fjölmiðlamenn senda frá sér harðorða yfirlýsingu Jakob Bjarnar skrifar 3. maí 2021 10:42 Í yfirlýsingu NAMPU er því haldið fram að Helgi Seljan megi sæta ofsóknum af hálfu Samherja. Þorsteinn Már Baldvinsson er forstjóri Samherja en í yfirlýsingunni er sérstaklega bent á að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson hafi afhjúpað hneykslismál í lok árs 2019. Í tilkynningu frá samtökum blaðamanna í Namibíu (NAMPU) er harmað að Ísland sé nú óðum að stefna inn á lista yfir lönd hvar blaðamönnum er ekki óhætt að sinna starfi sínu. Yfirlýsingin er afar harðorð en hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum neðst í fréttinni. Samtökin, sem á ensku bera titilinn „the Namibia Media Professionals Union (NAMPU), telja að rauð ljós ættu að blikka vegna viðbragða Samherja við fréttum um Samherjaskjölin (Fishrot), eitt helsta hneykslismál síðustu ára en í kjölfarið hafi íslenskir blaðamenn mátt þola yfirgang og ofsóknir í formi áróðursherferðar. Ráðist að blaðamönnum Þar segir að Samherji, sem nú stendur í miðju ásakana og dómsmála er varða víðtæka spillingu, hafi ráðist í herferð þar sem ráðist er að blaðamönnum með afvegaleiðandi upplýsingum og beinum ógnunum með það fyrir augum að þagga fréttaflutning af umsvifum fyrirtækisins í Namibíu. Tekið er fram að fyrirtækið hafi vitaskuld fullan rétt á að bregðast við ásökunum en það ætti ekki að reyna að koma í veg fyrir rannsókn málsins og að um það sé fjallað. Namibískir blaðamenn standi heilshugar með íslenskum kollegum sem hafa mátt sæta ofsóknum af hálfu Samherja vegna fregna af Samherjaskjölunum. Að auki er skorað á blaðamenn og stjórnvöld sem hafa með fjölmiðlafrelsi að gera á Íslandi að vinna að alefli að því að afhjúpa spillingu. Blaðamenn eigi að hafa fullan rétt á því að verja sig gegn árásum Samherja, á sínum eigin vettvangi á samfélagsmiðlum. En þar er vísað til siðanefndardóms yfir Helga Seljan. NAMPU skorar jafnframt á samtök blaðamanna um heim allan að lýsa yfir stuðningi við þá íslenska blaðamenn sem hafa mátt þola annað eins og þetta. Hneykslismál sem varða umfangsmikla mútustarfsemi Þá er þess getið sérstaklega, í lok yfirlýsingar, að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson séu blaðamenn sem starfi fyrir íslenska ríkissjónvarpið og hafi í lok árs 2019 fjallað um Samherjaskjölin í fréttaþættinum Kveik, ásakanir um að Samherji hafi greitt milljónir dollara í mútur til þröngs hóps namibískra stjórnmála- og viðskiptamanna með það fyrir augum að komast yfir kvóta á hrossamakríl. Blaðamannafélag Íslands, undir formennsku nýs formanns, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem þessu tengist en þar er það átalið að Morgunblaðið birti auglýsingar frá Samherja; auglýsingar sem vísa á téða herferð sem beinist einkum gegn Helga Seljan. Í yfirlýsingu NAMPU er að endingu bent á að á lista Blaðamanna án landamæra þar sem fjölmiðlafrelsi er metið að Ísland sé átta sætum ofar á lista, í 16 sæti en Namibía er í því 24. Tengd skjöl Media_Release_-_Samherji's_attack_on_journalsitsPDF131KBSækja skjal Samherjaskjölin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Yfirlýsingin er afar harðorð en hana má finna í heild sinni í tengdum skjölum neðst í fréttinni. Samtökin, sem á ensku bera titilinn „the Namibia Media Professionals Union (NAMPU), telja að rauð ljós ættu að blikka vegna viðbragða Samherja við fréttum um Samherjaskjölin (Fishrot), eitt helsta hneykslismál síðustu ára en í kjölfarið hafi íslenskir blaðamenn mátt þola yfirgang og ofsóknir í formi áróðursherferðar. Ráðist að blaðamönnum Þar segir að Samherji, sem nú stendur í miðju ásakana og dómsmála er varða víðtæka spillingu, hafi ráðist í herferð þar sem ráðist er að blaðamönnum með afvegaleiðandi upplýsingum og beinum ógnunum með það fyrir augum að þagga fréttaflutning af umsvifum fyrirtækisins í Namibíu. Tekið er fram að fyrirtækið hafi vitaskuld fullan rétt á að bregðast við ásökunum en það ætti ekki að reyna að koma í veg fyrir rannsókn málsins og að um það sé fjallað. Namibískir blaðamenn standi heilshugar með íslenskum kollegum sem hafa mátt sæta ofsóknum af hálfu Samherja vegna fregna af Samherjaskjölunum. Að auki er skorað á blaðamenn og stjórnvöld sem hafa með fjölmiðlafrelsi að gera á Íslandi að vinna að alefli að því að afhjúpa spillingu. Blaðamenn eigi að hafa fullan rétt á því að verja sig gegn árásum Samherja, á sínum eigin vettvangi á samfélagsmiðlum. En þar er vísað til siðanefndardóms yfir Helga Seljan. NAMPU skorar jafnframt á samtök blaðamanna um heim allan að lýsa yfir stuðningi við þá íslenska blaðamenn sem hafa mátt þola annað eins og þetta. Hneykslismál sem varða umfangsmikla mútustarfsemi Þá er þess getið sérstaklega, í lok yfirlýsingar, að Helgi Seljan og Aðalsteinn Kjartansson séu blaðamenn sem starfi fyrir íslenska ríkissjónvarpið og hafi í lok árs 2019 fjallað um Samherjaskjölin í fréttaþættinum Kveik, ásakanir um að Samherji hafi greitt milljónir dollara í mútur til þröngs hóps namibískra stjórnmála- og viðskiptamanna með það fyrir augum að komast yfir kvóta á hrossamakríl. Blaðamannafélag Íslands, undir formennsku nýs formanns, Sigríðar Daggar Auðunsdóttur, sendi í gær frá sér yfirlýsingu sem þessu tengist en þar er það átalið að Morgunblaðið birti auglýsingar frá Samherja; auglýsingar sem vísa á téða herferð sem beinist einkum gegn Helga Seljan. Í yfirlýsingu NAMPU er að endingu bent á að á lista Blaðamanna án landamæra þar sem fjölmiðlafrelsi er metið að Ísland sé átta sætum ofar á lista, í 16 sæti en Namibía er í því 24. Tengd skjöl Media_Release_-_Samherji's_attack_on_journalsitsPDF131KBSækja skjal
Samherjaskjölin Fjölmiðlar Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00 Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11 Mest lesið Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Innlent Fundinum lokið án niðurstöðu Innlent Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Innlent Ódæði eftir fall El Fasher: Blóðið sýnilegt úr geimnum Erlent Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Innlent Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Innlent Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Innlent Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Innlent Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Innlent Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Innlent Fleiri fréttir Ekið á unga stúlku á Ásbrú Skjálfti í Bárðarbungu mældist um fjórir að stærð Boða róttækar breytingar á byggingarreglugerð Draga úr skattfrelsi fólks sem safnar íbúðum Svona lítur fyrsti húsnæðispakki ríkisstjórnarinnar út Vandræðamál hjá Hafró og Landspítala bera af í fjölda og kostnaði Snjóhengjur geti skapað hættu Tugir ökumanna í vandræðum á Suðurnesjum Vélfagsmönnum heitt í hamsi á fundi Viðreisnar Góður grunnur en ekki nóg til að opna Þurftu að halda peppfund á lygilegum óhappadegi Lokuðu veginum um Kjalarnes vegna veðurs Fundinum lokið án niðurstöðu Kynna fyrsta húsnæðispakka ríkisstjórnarinnar Leita konu sem ók á konu og stakk af Metfjöldi árekstra í ófærðinni í gær og Vélfagsmenn tóku yfir fund Viðreisnar „Græna gímaldið“ fer ekki fet Gera ekki tilkall til höfuðborgartitils þótt Akureyri verði borg Hóflega bjartsýnn á viðræður dagsins Lögreglumenn hundfúlir með bruðl ríkislögreglustjóra Lögreglumenn svekktir að sjá hversu margir hundsuðu fyrirmæli í gær Skjálfti 3,2 að stærð í Mýrdalsjökli Snjómokstur í fullum gangi en verkið er viðamikið Íslensk stúlka í klóm 764 hvött til sjálfsskaða og ofbeldis Hálka á höfuðborgarsvæðinu og Hellisheiði Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Vesturbæjarlaug opnuð enn eina ferðina eftir viðgerðir Verklagi ábótavant og krefur ríkislögreglustjóra skýringa Mæla með því að farþegar reiði sig ekki á tímaáætlanir Sjá meira
Fordæma að Samherji hafi fengið að birta umdeilda auglýsingu á mbl.is Stjórn Blaðamannafélags Íslands (BÍ) fordæmir að Árvakur, útgáfufélag mbl.is, hafi birt auglýsingu frá Samherja sem var hluti af herferð fyrirtækisins gegn fréttamanninum Helga Seljan. 2. maí 2021 19:00
Líkir árásum Samherja á Helga Seljan við ofbeldi Rakel Þorbergsdóttir, fréttastjóri Ríkisútvarpsins (RÚV), líkir persónulegum árásum útgerðarrisans Samherja á Helga Seljan, fréttamann RÚV, við ofbeldi sem ekki verði við unað. Ekki sé hægt að slíta ummæli Helga á samfélagsmiðlum sem siðanefnd taldi óviðeigandi úr samhengi við aðför fyrirtækisins að honum. 31. mars 2021 18:11