Langþreyta þjóðar útskýrð fyrir Heiðrúnu Lind Haukur Viður Alfreðsson skrifar 3. maí 2021 07:30 Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur V. Alfreðsson Sjávarútvegur Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Flokkur fólksins ræðst gegn hagsmunum eldra fólks og komandi kynslóða Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Íslenski fasteignamarkaðurinn: spilavíti þar sem húsið vinnur alltaf Ingvar Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar Skoðun Hvar enda skattahækkanir? Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Svört orka tekur 2 ár en græn 32 ár Magnús Jóhannesson skrifar Skoðun Ákall um aðgerðir gegn þjóðarmorði í Gaza Eva Dögg Davíðsdóttir skrifar Skoðun Það þarf samfélag til að ala upp barn Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar Skoðun Á ég að slökkva með fjarstýringunni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim skrifar Sjá meira
Heiðrún Lind skrifaði pistil þar sem hún segist ekki kannast við neina „harkalega hagsmunagæslu“ kvótagreifa (stór útgerðanna). Raunar gengur hún svo langt að ýja að því að núverandi kerfi gefi ríkulega til baka til samfélagsins og sé til þess fallið að hámarka verðmæti sjávarauðlinda. Þannig reynir Heiðrún að réttlæta núverandi kerfi og snúa áliti almennings með villandi framsetningu. Hér ætla ég að fara á einfaldan máta yfir af hverju þessi framsetning er villandi, hver vandinn er og hvað það er sem íslenska þjóðin er orðin langþreytt á. Tangarhald á kerfinu Það vill oft gerast að harðir kapítalistar eins og Heiðrún vilji bara kapítalisma fyrir sig en ekki fyrir aðra. Hér eru auðlindir í eigu aðila A en annar aðili, B, leigir af þeim afnotarétt. Aðili A hefur fjöldann allan af aðilum sem væru til í að leigja afnotaréttinn og í versta falli gæti aðili A ráðist í að nýta hann sjálfur. B er hinsvegar í þeirri stöðu að ef hann leigir ekki afnotaréttinn af A þá hefur hann ekkert annað að fara. Það þarf ekki að hugsa djúpt til að sjá að samningsstaða A er gríðarlega sterk en samningsstaða B er veik. B ætti því að fá afnotaréttinn á slíku verði að hann myndi geta haldist í viðskiptum en ætti ekki að geta myndað stórfelldan hagnað. A ætti því að fá stærsta hlut ágóðans til sín, enda eigandi auðlindanna. Hér skiptir engu hvað B hefur marga í vinnu, hvað B borgar mikið í skatt af sínum ágóða eða álíka. Allir þessar greiðslur sem B borgar og starfsfólkið sem hann hefur í vinnu mun haldast eins eða jafnvel aukast hvort sem það er B, C, D eða E sem hefur afnotaréttinn. Það veit A sem á að vera hugsa um eigin hagsmuni en ekki hagsmuni B. Ef að íslenska ríkið, aðili A í dæminu, myndi sannanlega huga að hagsmunum borgara sinna myndi það nýta þessa samningsstöðu. Hver einasti einkaaðili myndi sannanlega gera það, við vitum það öll. Á Íslandi er aðili B, kvótagreifarnir, hinsvegar með slíkt tangarhald á kerfinu að aðili A nýtir ekki samningsstöðu sínu og vísvitandi leyfir B að sópa til sín nær öllum ágóða auðlinda sinna. Það þarf ekki að kafa í nein email samskipti eða gera rannsóknir til að sjá að þarna er sérhagsmunagæsla á ferðinni og verið er að gefa vildarvinum sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar. Rökhyggjan sannar það á mjög einfaldan máta svo að allir geta skilið það. Hlunnfara sem flesta En það er ekki allt. A virðist ekki einu sinni fært að innheimta gjald af auðlindinni þannig að hann geti sinnt eftirliti og haldið uppi sanngjörnu kerfi. Nei A virðist líka horfa framhjá því að B selji fyrirtækjum í eigin eigu aflann sinn á óeðlilega lágu verði (dæmi). Það er gert til þess að hlunnfara ekki bara A í gegnum veiðigjöldin heldur einnig að hlunnfara sjómennina sem starfa hjá B um laun og sveitarfélög um hafnargjöld þar sem hvortveggja ræðst af aflaverðmæti. Þannig selur B sjálfum sér fiskinn á lágu verði, greiðir sjómönnunum og sveitarfélögum þannig minna, en selur fiskinn svo áfram á markaðsverði og hagnast þannig aukalega um kostnaðinn sem sparast. Þá er ónefnt að sé félag B sem kaupir fiskinn starfrækt erlendis þá lækkar skattbyrgði B á Íslandi þar sem íslenska félagið (sem veiddi fiskinn) seldi hann ódýrar úr landi en það hefði gert til óháðs erlends aðila. Langþreyta á milljarða gjöfum Íslendingar eru langþreyttir á því að íslenska ríkið eigi sérstaka vildarvini. Íslendingar eru langþreyttir á því að heilbrigðiskerfið okkar sé fjársvelt til þess að það nokkrar fjölskyldur fái gefins sameiginleg auðæfi okkar. Íslendingar eru langþreyttir á því að ekki sé tekið fast á þessum málum, að regluverkið sé viljandi illa smíðað og því sé ekki fylgt eftir. Það er einnig óþolandi að heyra varðhunda þessara stærstu bótaþega þjóðarsögunnar gelta þegar þeir telja vegið að húsbónda sínum. Ekki að það komi á óvart, varðhundum er haldið vel við, og það skiptir þá litlu þó fóðrið sé keypt með illa fengnu fé. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar
Skoðun Árangur og áskoranir í iðnmenntun Arna Arnardóttir,Magnús Hilmar Helgason,Vignir Steinþór Halldórsson skrifar
Skoðun Skömm Reykjavíkurborgar: Hvernig er staðan í leikskólum borgarinnar? Elín Einarsdóttir skrifar