„Arnór er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati" Smári Jökull Jónsson skrifar 2. maí 2021 21:57 Rúnar Kristinsson sparaði ekki stóru orðin um Arnór Svein. Vísir/Vilhelm Rúnar Kristinsson þjálfari KR var hæstánægður með sitt lið eftir 2-0 sigur á Breiðabliki í 1.umferð Pepsi Max-deildar karla í knattspyrnu. „Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku." Breiðablik KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira
„Við byrjuðum leikinn ofboðslega vel og pressuðum Blikana ofarlega á vellinum. Við reyndum að koma þeim í vandræði og það heppnaðist nokkuð vel. Þegar þeir þurftu að senda langa sendingu fram vorum við svo sterkari þar líka og fengum tvö mörk tiltölulega snemma," sagði Rúnar í samtali við Vísi eftir leik. KR var komið í 2-0 eftir fimmtán mínútna leik og það gaf þeim augljóslega mikið sjálfstraust. „Ég held að þetta hafi verið högg fyrir þá, vitandi að þeir töpuðu tvisvar fyrir okkur hér á Kópavogsvelli í fyrra. Við náðum yfirhöndinni með því að skora svona snemma og það lagði grunninn að okkar sigri." KR vann Breiðablik þrisvar á síðasta tímabili, báða leikina í deildinni ásamt því að leggja þá að velli í bikarkeppninni. „Okkur hefur gengið vel hér á Kópavogsvelli. Það er gaman að spila við Breiðablik, þeir eru með öðruvísi lið en flest önnur í deildinni og það er gaman að eiga við þá. Það er erfitt því þeir gera sína hluti ofboðslega vel. Við erum mjög sáttir að stoppa það sem þeir eru góðir í og ná sigri." Blikum gekk illa að finna opnanir á vörn KR, þeir fengu ekki mörg galpin færi og Arnór Sveinn Aðalsteinsson og Grétar Snær Gunnarsson áttu fínan leik í miðri vörninni. „Arnór Sveinn er besti miðvörður deildarinnar að mínu mati, það hefur bara enginn fattað það nema ég. Hann er búinn að skóla Finn Tómas til og nú er hann kominn með Grétar Snæ sér við hlið. Grétar er búinn að vaxa og vaxa, hann átti frábæran leik í dag og ég ætla að vona að hann sé maður til að standa undir því að vera jafn góður í næstu leikjum." „Grétar stóðst prófið í dag gríðarlega vel. Hann hefur ekki fengið mörg stór próf hjá okkur, það er búið að vera Covid og æfingar stöðvuðust. Við spiluðum við Val en síðan við lið þar sem við vorum mikið með boltann og að sækja. Við áttum eftir að sjá meira af hans varnartöktum og hann stendur þetta allt af sér." Margir búast við spennandi Íslandsmóti og Rúnar býst við Blikum í þeirri baráttu. „Með réttu hafa margir spáð þeim Íslandsmeistaratitli. Ef maður horfir á hópinn, getuna og svo er þetta annað árið hjá Óskari sem er góður þjálfari þá geta þeir gert tilkall til þess að vinna. Líkt og til dæmis Valur og FH sem eru með stærri hópa en við," sagði Rúnar og sagði að KR væri að reyna að stækka hópinn. „Við þurfum aðeins meiri breidd og aðeins fleiri möguleika. Það er ekkert fast á borði. Við erum með Aron Bjarka, Grétar og Arnór sem miðverði og þeir hafa aðeins verið í vandræðum með meiðsli og það má lítið út af bregða. Við erum að skoða miðverði, miðjumann og líka framherja. „Við höfum eingöngu skoðað erlendis, ég tek ekki hvern sem er. Ég skoða vel og lengi og á erfitt með að taka ákvörðun. Vonandi skilar þolinmæðin því að við fáum góðan leikmann í næstu viku."
Breiðablik KR Fótbolti Íslenski boltinn Mest lesið „Helmingurinn af liðinu voru veikir“ Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti Uppgjör: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Nýi páfinn er mikill íþróttaáhugamaður Sport Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Enski boltinn Deandre Kane áfram með Grindvíkingum Körfubolti Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Enski boltinn Fleiri fréttir Uppgjör: FHL-Þór/KA 2-5 | Sandra María opnaði markareikninginn með þrennu Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Völlurinn í Grindavík metinn öruggur Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Hetja Breiðabliks lá á gjörgæslu í eina viku: „Þakklátur fyrir heilsuna“ Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Uppgjörið: Afturelding - Stjarnan 3-0 | Nýliðarnir öflugir á heimavelli Uppgjörið: Breiðablik - KR 3-3 | Stórleikurinn stóðst væntingarnar Valskonur ólíkar sér: Kallar eftir hungraðri Nadíu í stað Rhodes Sjáðu Flóka færa Val fyrsta tapið, ÍA í stuði og hvernig Vestri fór á toppinn Þorleifur snýr heim í Breiðablik Uppgjörið: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Uppgjörið: ÍA - KA 3-0 | Skagamenn risu upp og Viktor fann markaskóna Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Sjá meira