Stóðu orðlaus og horfðu á hraunstrókinn Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. maí 2021 14:24 Skjáskot úr myndbandi sem Sólný tók af hraunstróknum í gærkvöldi. „Ég er enn að ná mér niður, þetta var svo ruglað,“ segir Sólný Pálsdóttir, sem var stödd við eldgosið í Geldingadölum seint í gærkvöldi þegar hraunstrókar stóðu með hléum upp úr virka gígnum á svæðinu. Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Mbl ræddi fyrst við Sólnýju í dag en hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum að gosinu í gærkvöldi. Þau hjónin búa í Grindavík og eru því með eldgosið því sem næst í bakgarðinum. Sólný við gosstöðvarnar í upphafi eldgossins. „Maður upplifir í hverri ferð eitthvað nýtt, við fórum á sunnudag eftir að byrjaði í fyrstu ferðina og við höfum farið reglulega og fylgst með. Svo vorum við eiginlega komin í fráhvörf því það voru komnar tvær vikur síðan við fórum síðast,“ segir Sólný. „Svo þegar við komum að gosinu um klukkan ellefu, hálf tólf þá var svo mikil mengun og byrjað að reka fólk frá. Ég að sjálfsögðu hlýði björgunarsveitarfólkinu og gasmælarnir voru á fullu, það heyrðist mjög hátt í þeim.“ Þau hjónin sneru því við og gengu til baka. Þegar þau voru komin um fjögur hundruð metra frá gosinu þegar hraunstrókur kom allt í einu upp úr gígnum og blossinn af honum lýsti upp umhverfið. Hjónin sneru þá baki í gosið – en sneru sér við og strókarnir héldu áfram „Ég sá alveg fyrir mér bíómynd þar sem væri eitthvað logandi fyrir aftan mig því þetta var svo óraunverulegt. Svo dettur allt í dúnalogn en við rífum upp símana og erum akkúrat með þá á lofti þegar þetta gerist aftur. Svo stóðum við orðlaus og horfðum á þetta.“ Sólný og maður hennar náðu myndböndum af því þegar strókur kom upp úr gígnum í gærkvöldi. Myndefnið má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Mikilfengleg sjón.Sólný Pálsdóttir Gosið út um stofugluggann hjá Sólnýju í Grindavík.Sólný Pálsdóttir Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira
Breyting varð á gosinu í virka gígnum í Geldingadölum skömmu eftir miðnætti. Náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að um einhvers konar þrýstingsbreytingu sé að ræða sem lýsi sér í því að virknin slokknar niður í tvær mínútur í senn og rýkur síðan upp. Mbl ræddi fyrst við Sólnýju í dag en hún segir í samtali við Vísi að hún hafi farið ásamt eiginmanni sínum að gosinu í gærkvöldi. Þau hjónin búa í Grindavík og eru því með eldgosið því sem næst í bakgarðinum. Sólný við gosstöðvarnar í upphafi eldgossins. „Maður upplifir í hverri ferð eitthvað nýtt, við fórum á sunnudag eftir að byrjaði í fyrstu ferðina og við höfum farið reglulega og fylgst með. Svo vorum við eiginlega komin í fráhvörf því það voru komnar tvær vikur síðan við fórum síðast,“ segir Sólný. „Svo þegar við komum að gosinu um klukkan ellefu, hálf tólf þá var svo mikil mengun og byrjað að reka fólk frá. Ég að sjálfsögðu hlýði björgunarsveitarfólkinu og gasmælarnir voru á fullu, það heyrðist mjög hátt í þeim.“ Þau hjónin sneru því við og gengu til baka. Þegar þau voru komin um fjögur hundruð metra frá gosinu þegar hraunstrókur kom allt í einu upp úr gígnum og blossinn af honum lýsti upp umhverfið. Hjónin sneru þá baki í gosið – en sneru sér við og strókarnir héldu áfram „Ég sá alveg fyrir mér bíómynd þar sem væri eitthvað logandi fyrir aftan mig því þetta var svo óraunverulegt. Svo dettur allt í dúnalogn en við rífum upp símana og erum akkúrat með þá á lofti þegar þetta gerist aftur. Svo stóðum við orðlaus og horfðum á þetta.“ Sólný og maður hennar náðu myndböndum af því þegar strókur kom upp úr gígnum í gærkvöldi. Myndefnið má nálgast í spilaranum hér fyrir ofan. Mikilfengleg sjón.Sólný Pálsdóttir Gosið út um stofugluggann hjá Sólnýju í Grindavík.Sólný Pálsdóttir
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Sjá meira