Vill sjá alþjóðaflugvöll á Geitasandi í Rangárvallasýslu Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. maí 2021 13:04 Guðni Ragnarsson, flugmaður á Hvolsvelli og bóndi á Guðnastöðum í Austur Landeyjum í Rangárþingi eystra. Aðsend Atvinnuflugmaður á Hvolsvelli, sem er jafnframt bóndi í Landeyjunum vill sjá að alþjóðaflugvöllur verði byggður á Geitarstandi á milli Hellu og Hvolsvallar. Hann segir veðuraðstæður sérstaklega góðar á svæðinu fyrir flug, auk þess sem svæðið sé bara sandur og því auðvelt og ódýrt að byggja þar flugvöll. Guðni Ragnarsson, flugmaður vakti athygli á málinu í vikunni í grein í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands. Hann segir segir Geitasand besta stað landsins fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi. „Já, það vantar annan alþjóðaflugvöll á Íslandi og við í Rangárvallasýslu erum með eitt besta flugvallarstæði á landinu. Ég er að tala um á Geitasandi á milli Hvolsvallar og Hellu, það er mjög mikið landsvæði þarna, sem Landgræðslan á. Svæðið er ekki þéttbýlt heldur mjög strjálbýlt og væri auðvelt að byggja flugvöll á,“ segir Guðni. Guðni segir að það væri hægt að bjóða öllum flugfélögum að fljúga beint á flugvöllinn. „Já, þetta er hjarta ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er Suðurland og geta lent í miðjunni á því, miðjum gullhringnum, það er náttúrlega mjög gott.“ Guðni segir að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stað en Geitasand undir alþjóðaflugvöll. „það er svo staðvindarsamt þarna, engin fjöll nálægt og svo er þetta ekki sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur. Þannig að þetta er ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir hvorn annan og sparar náttúrulega mikið eldsneyti fyrir vélar.“ En er þetta raunhæf hugmynd að mat Guðna? „Já, ég held að þetta sé einn ákjósanlegasti staður til flugvallar, annar flugvöllur á Íslandi því við búum bæði vel að mannskap, bæði á Hellu og Hvolsvelli, sem eru mjög flott sveitarfélög og þessi staður er örugglega sá ódýrasti til að byggja flugvöll á því þarna er sandur og ætti að vera ódýrt og auðvelt að byggja flugvöll,“ segir Guðni. Rangárþing ytra Rangárþing eystra Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
Guðni Ragnarsson, flugmaður vakti athygli á málinu í vikunni í grein í Dagskránni, Fréttablaði Suðurlands. Hann segir segir Geitasand besta stað landsins fyrir nýjan alþjóðaflugvöll á Íslandi. „Já, það vantar annan alþjóðaflugvöll á Íslandi og við í Rangárvallasýslu erum með eitt besta flugvallarstæði á landinu. Ég er að tala um á Geitasandi á milli Hvolsvallar og Hellu, það er mjög mikið landsvæði þarna, sem Landgræðslan á. Svæðið er ekki þéttbýlt heldur mjög strjálbýlt og væri auðvelt að byggja flugvöll á,“ segir Guðni. Guðni segir að það væri hægt að bjóða öllum flugfélögum að fljúga beint á flugvöllinn. „Já, þetta er hjarta ferðaþjónustunnar á Íslandi, það er Suðurland og geta lent í miðjunni á því, miðjum gullhringnum, það er náttúrlega mjög gott.“ Guðni segir að það sé ekki hægt að hugsa sér betri stað en Geitasand undir alþjóðaflugvöll. „það er svo staðvindarsamt þarna, engin fjöll nálægt og svo er þetta ekki sama veðursvæði og Keflavíkurflugvöllur. Þannig að þetta er ákjósanlegur varaflugvöllur fyrir hvorn annan og sparar náttúrulega mikið eldsneyti fyrir vélar.“ En er þetta raunhæf hugmynd að mat Guðna? „Já, ég held að þetta sé einn ákjósanlegasti staður til flugvallar, annar flugvöllur á Íslandi því við búum bæði vel að mannskap, bæði á Hellu og Hvolsvelli, sem eru mjög flott sveitarfélög og þessi staður er örugglega sá ódýrasti til að byggja flugvöll á því þarna er sandur og ætti að vera ódýrt og auðvelt að byggja flugvöll,“ segir Guðni.
Rangárþing ytra Rangárþing eystra Fréttir af flugi Ferðalög Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira