Sigurborg hættir í borgarstjórn vegna veikinda Sylvía Hall skrifar 1. maí 2021 07:51 Sigurborg Ósk Haraldsdóttir er borgarfulltrúi og formaður skipulags- og samgönguráðs Reykjavíkurborgar. Hún hyggst nú hætta í borgarstjórn sökum veikinda. Mynd/Aðsend Sigurborg Ósk Haraldsdóttir, borgarfulltrúi Pírata og formaður skipulags- og samgönguráðs, hyggst hætta í borgarstjórn vegna veikinda. Hún er þessa stundina í gigtarrannsóknum en engin niðurstaða hefur fengist varðandi veikindi hennar enn sem komið er. Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“ Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira
Frá þessu greinir Sigurborg í viðtali við Fréttablaðið. Hún segir ákvörðunina eina þá erfiðustu sem hún hefur tekið um ævina, enda brenni hún fyrir starfi sínu og hefur ástríðu fyrir skipulagsmálum. Undanfarin ár hefur hún vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína í skipulagsmálum og talað fyrir breyttum samgönguvenjum á höfuðborgarsvæðinu. Sigurborg segir hægara sagt en gert að yfirgefa stöðu sína sem kjörinn fulltrúi þegar ástríðan liggur þar. Hún hafi farið í veikindaleyfi síðasta vor og síðan aftur í nóvember, en passað að skipuleggja sig vel og vera sýnileg svo fólk vissi ekki að hún væri í leyfi. „Ég skipulagði mig þannig að ég skrifaði greinar og birti hluti á meðan ég var í veikindaleyfi. Ég vildi ekki að fólk héldi að ég væri í veikindaleyfi og gerði allt til að fela það. Ég vildi sýnast vera nógu sterk,“ segir Sigurborg í samtali við Fréttablaðið. Álag í starfi ýtir undir veikindin Að sögn Sigurborgar hefur mikið álag í starfi hennar í borgarstjórn gert veikindin erfiðari en ella og í nóvember síðastliðnum hafi hún verið búin með alla orku. Á þeim tíma var hún hætt að geta staðið í lappirnar. „Ég var að vinna frá morgni til kvölds, dag eftir dag eftir dag, viku eftir viku. Þú færð ekkert frí um helgar eða á sumrin. Það er ekki þannig,“ segir Sigurborg um líf borgarfulltrúans. Þar sem hennar áherslumál, samgöngumálin, séu jafnan hitamál í þjóðfélagsumræðunni hafi hún þurft að þola áreiti bæði í formi skilaboða og ókvæðisorða úti á götu. Hún segir starfsumhverfið oft erfiðara fyrir konur og að þær lendi meira í því að lítið sé gert úr þeim og þeirra málflutningi. Þá sé meira álag í borgarstjórn eftir að borgarfulltrúum var fjölgað árið 2018. „Ég upplifi í borgarstjórninni sjálfri að það sé meira um ómálefnalega gagnrýni og það er oft mikið um heift og reiði sem eru kannski ekki beint eðlileg samskipti.“
Borgarstjórn Píratar Reykjavík Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Erlent Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Erlent Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Erlent Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Erlent Þjóðarleiðtogar kasta kveðjum á Trump Erlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Fleiri fréttir Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Leggja til að stofna þjóðgarð í Dalabyggð Ástand skapaðist vegna skorts á armböndum Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Ógnaði barnsmóður sinni með haglabyssu Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Bein útsending: Frambjóðendur ræða málefni fatlaðs fólks Fjörutíu prósent kjósenda Miðflokks vilja Trump „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Leikskólinn Mánagarður opinn á ný Bein útsending: Loftslagsmál rædd á Umhverfisþingi Frambjóðendur ræða áfengis- og vímuefnamál Perlan þurfi að seljast fyrir áramót svo dæmið gangi upp Hagnast um hálfan milljarð og reiknar með þrefalt meira á næsta ári Bein útsending: Kosningafundur með formönnum flokkanna Fjárhagsáætlun borgarinnar kynnt og Kanar ganga að kjörborðinu Aukin hætta á skriðuföllum vegna rigningar Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Bein útsending: Kynna fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Umboðsmaður barna segir verkföll kennara mismuna börnum Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Sjá meira