Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: HK 0-0 KA | Markalaust í Kórnum Valur Páll Eiríksson skrifar 1. maí 2021 19:50 HK - Breiðablik Pepsi max deild karla, Sumar 2020. Foto: Daniel Thor/Daniel Thor HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað þar sem gæta mátti ákefðar í báðum liðum og myndaðist nokkur hraði í leik þeirra beggja. Varnir þeirra stóðu hins vegar fastar fyrir og er óhætt að segja að færin hafi verið fá í fyrri hálfleik. Bjarni Gunnarsson, framherji HK, fékk besta færi fyrri hálfleiks um hann miðjan þegar hann skallaði boltann fram hjá af stuttu færi í kjölfar fyrirgjafar Birkis Vals Jónssonar frá hægri. KA-menn voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum en gekk bölvanlega að skapa sér færi. Þónokkur föst leikatriði þeirra, öll tekin af spyrnusérfræðingnum Hallgrími Mar Steingrímssyni, urðu að litlu og var staðan því sanngjarnt markalaus í hléi. Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri. HK-ingar féllu heldur aftarlega á völlinn þegar leið á en vörn þeirra stóð föst fyrir og gaf KA-mönnum engin færi á sér. HK var nálægt því að ná forystunni þegar Stefan Ljubicic nýtti sér mistök Serbans Dusan Brkovic. Stefan komst þá inn í slaka sendingu Brkovic til baka á markmann og var einn á auðum sjó en Steinþór Már Auðunsson varði vel og bjargaði í horn. Mörkin létu á sér standa og 0-0 jafntefli niðurstaðan. Af hverju var jafnt? Bæði lið voru stirð á síðasta þriðjungi vallarins og lögðu áherslu á að halda hreinu. Það vinnur enginn þegar enginn skorar. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Valur Jónsson var sprækur fram á við í hægri bakverði HK og skapaði nokkur færi með fyrirgjöfum sínum. Hann stóð sína plikt varnarlega, líkt og aðrir í vörn HK-inga. Jonathan Hendrickx átti sömuleiðis fínan dag í hægri bakverði KA, og þá bjargaði Steinþór Már Auðunsson því að KA lenti undir með vörslu sinni frá Stefani Ljubicic. Hvað gekk illa? Mikið hefur verið rætt og ritað um Birnir Snæ Ingason í aðdraganda mótsins, enda eru gæði hans með fótbolta í löppunum ekkert leyndarmál. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar í dag og var gott sem ósýnilegur stóra hluta leiksins. Nýliðinn í vörn KA, Dusan Brkovic, hefði verið skúrkurinn ef honum hefði refsast fyrir mistök sín í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? KA-menn koma aftur í bæinn og mæta KR á föstudagskvöldið klukkan 18:00. HK á annan heimaleik, gegn Fylki, á laugardag klukkan 19:15. Arnar: Vantar upp á síðasta þriðjung Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir niðurstöðuna sanngjarna.vísir/stefán „Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið HK-ingarnir séu sáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar eftir leik. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ Brynjar: Býst við níu mörkum frá Stefani Brynjar Björn var nokkuð sáttur eftir leik.mynd/hk „Þetta var lokaður leikur og ekki mikið um færi, en við fengum besta færið í leiknum. Það var svekkjandi að það fór ekki inn en ég er þokkalega sáttur við niðurstöðuna,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson eftir leikinn í dag. Stefan Ljubicic fékk það færi en hann sagðist svekktur eftir leik. „Ég átti að skora þarna og ég skora úr 9 af hverjum 10 svona færum. En við spiluðum vel, sérstaklega varnarlega, og það er gott að halda hreinu í fyrsta leik,“ sagði Stefan. Aðspurður um ummæli hans sagði Brynjar Björn sposkur á svip: „Fyrst hann klúðraði í dag býst ég við níu mörkum úr næstu níu færum hans.“ Pepsi Max-deild karla HK KA
HK og KA skildu jöfn, 0-0, í fyrstu umferð Pepsi Max-deild karla í fótbolta í Kórnum síðdegis. Niðurstaðan er líkast til sanngjörn, heilt yfir litið, en HK fékk dauðafæri til að klára leikinn. Leikurinn fór nokkuð fjörlega af stað þar sem gæta mátti ákefðar í báðum liðum og myndaðist nokkur hraði í leik þeirra beggja. Varnir þeirra stóðu hins vegar fastar fyrir og er óhætt að segja að færin hafi verið fá í fyrri hálfleik. Bjarni Gunnarsson, framherji HK, fékk besta færi fyrri hálfleiks um hann miðjan þegar hann skallaði boltann fram hjá af stuttu færi í kjölfar fyrirgjafar Birkis Vals Jónssonar frá hægri. KA-menn voru meira með boltann í fyrri hálfleiknum en gekk bölvanlega að skapa sér færi. Þónokkur föst leikatriði þeirra, öll tekin af spyrnusérfræðingnum Hallgrími Mar Steingrímssyni, urðu að litlu og var staðan því sanngjarnt markalaus í hléi. Síðari hálfleikurinn var keimlíkur þeim fyrri. HK-ingar féllu heldur aftarlega á völlinn þegar leið á en vörn þeirra stóð föst fyrir og gaf KA-mönnum engin færi á sér. HK var nálægt því að ná forystunni þegar Stefan Ljubicic nýtti sér mistök Serbans Dusan Brkovic. Stefan komst þá inn í slaka sendingu Brkovic til baka á markmann og var einn á auðum sjó en Steinþór Már Auðunsson varði vel og bjargaði í horn. Mörkin létu á sér standa og 0-0 jafntefli niðurstaðan. Af hverju var jafnt? Bæði lið voru stirð á síðasta þriðjungi vallarins og lögðu áherslu á að halda hreinu. Það vinnur enginn þegar enginn skorar. Hverjir stóðu upp úr? Birkir Valur Jónsson var sprækur fram á við í hægri bakverði HK og skapaði nokkur færi með fyrirgjöfum sínum. Hann stóð sína plikt varnarlega, líkt og aðrir í vörn HK-inga. Jonathan Hendrickx átti sömuleiðis fínan dag í hægri bakverði KA, og þá bjargaði Steinþór Már Auðunsson því að KA lenti undir með vörslu sinni frá Stefani Ljubicic. Hvað gekk illa? Mikið hefur verið rætt og ritað um Birnir Snæ Ingason í aðdraganda mótsins, enda eru gæði hans með fótbolta í löppunum ekkert leyndarmál. Hann átti hins vegar erfitt uppdráttar í dag og var gott sem ósýnilegur stóra hluta leiksins. Nýliðinn í vörn KA, Dusan Brkovic, hefði verið skúrkurinn ef honum hefði refsast fyrir mistök sín í síðari hálfleik. Hvað gerist næst? KA-menn koma aftur í bæinn og mæta KR á föstudagskvöldið klukkan 18:00. HK á annan heimaleik, gegn Fylki, á laugardag klukkan 19:15. Arnar: Vantar upp á síðasta þriðjung Arnar Grétarsson, þjálfari KA, segir niðurstöðuna sanngjarna.vísir/stefán „Ég held heilt yfir að þetta hafi verið sanngjörn úrslit, það getur vel verið HK-ingarnir séu sáttir því þeir fengu náttúrulega besta færið í leiknum þegar Dusan sendir til baka undir engri pressu og gerir bara mistök, eins og gerist stundum í fótbolta. Stubbur [Steinþór Már Auðunsson] var starfi sínu vaxinn. En ef við tökum það út var þetta bara frekar lokaður leikur,“ sagði Arnar eftir leik. Þá segir hann skort á æfingum og leikjum vegna COVID-ástandsins hafa sitt að segja. „Þú vilt reyna, sem þjálfari, að ná 5-6 leikjum með þínu besta liði en það hefur ekki verið, en ég tel að okkar lið sé ekkert eitt með það. Nú komum við inn í mótið og spilum þétt og verðum að sækja úrslit en það gekk ekki. Við ætluðum klárlega að reyna að sækja þessi þrjú stig en það vantar svolítið upp á síðasta þriðjung.“ Brynjar: Býst við níu mörkum frá Stefani Brynjar Björn var nokkuð sáttur eftir leik.mynd/hk „Þetta var lokaður leikur og ekki mikið um færi, en við fengum besta færið í leiknum. Það var svekkjandi að það fór ekki inn en ég er þokkalega sáttur við niðurstöðuna,“ sagði Brynjar Björn Gunnarsson eftir leikinn í dag. Stefan Ljubicic fékk það færi en hann sagðist svekktur eftir leik. „Ég átti að skora þarna og ég skora úr 9 af hverjum 10 svona færum. En við spiluðum vel, sérstaklega varnarlega, og það er gott að halda hreinu í fyrsta leik,“ sagði Stefan. Aðspurður um ummæli hans sagði Brynjar Björn sposkur á svip: „Fyrst hann klúðraði í dag býst ég við níu mörkum úr næstu níu færum hans.“
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti
Uppgjörið: Víkingur - Borac 2-0 | Víkingur færist skrefi nær útsláttarkeppninni með góðum sigri Fótbolti