Stefna brasilískum yfirvöldum fyrir meiðyrði vegna Spútnik V Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 23:17 Rússar samþykktu notkun á Spútnik V á leifturhraða í fyrra. Vestrænar þjóðir hafa hikað við að veita leyfi fyrir notkun þess og brasilísk höfnuðu því í vikunni. Vísir/EPA Framleiðandi rússneska kórónuveirubóluefnisins Spútnik V ætlar að stefna brasilísku heilbrigðiseftirlitsstofnuninni sem hafnaði beiðni nokkurra ríkja um að flytja efnið inn fyrir meiðyrði. Stjórnendur stofnunarinnar vísa ásökununum um meiðyrði á bug. Fjórtán brasilísk ríki óskuðu eftir heimild til þess að flytja tugi milljóna skammta af Spútnik V inn. Því hafnaði Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, og vísaði til þess sem hún taldi alvarlegs galla á efninu og vandamálum með gæðastjórnun við framleiðsluna á því. Gustavo Mendes, yfirmaður lyfjaeftirlits Anvisa, segir að vísbendingar séu um að svonefndar eitlaveirur sem voru notaðar til að framleiða Spútnik V gætu fjölgað sér og valdið aukaverkunum í fólki. Eitlaveirur er tegund veira sem eru stundum notaðar sem svonefndar veirugenaferjur í bóluefnum sem eiga að kalla fram ónæmisviðbragð. Ekki á að nota veirur sem geta fjölgað sér í þessum tilgangi, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessu hafnar Denis Logunov sem þróaði Spútnik V hjá Gamaleja-stofnuninni í Rússlandi. Á opinberum Twitter-reikningi Spútnik V var Anvisa sakað um að setja fram rangar og misvísandi yfirlýsingar án þess að hafa gert tilraunir með bóluefnið sjálft. Í því ljósi ætluðu framleiðendur bóluefnisins að höfða meiðyrðamál gegn Anvisa í Brasilíu. Anvisa brást við yfirlýsingum frá Rússlandi með því að benda á að Gamaleja-stofnunin hafi sjálf bent á að hlutfall eitlaveira sem gæti fjölgað sér væri mögulega hættulega hátt í Spútnik V í rannsókn sinni. Hlutfallið sé 300 sinnum hærra en miðað sé við í reglugerðum. Rússland Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Fjórtán brasilísk ríki óskuðu eftir heimild til þess að flytja tugi milljóna skammta af Spútnik V inn. Því hafnaði Anvisa, eftirlitsstofnun Brasilíu í heilbrigðismálum, og vísaði til þess sem hún taldi alvarlegs galla á efninu og vandamálum með gæðastjórnun við framleiðsluna á því. Gustavo Mendes, yfirmaður lyfjaeftirlits Anvisa, segir að vísbendingar séu um að svonefndar eitlaveirur sem voru notaðar til að framleiða Spútnik V gætu fjölgað sér og valdið aukaverkunum í fólki. Eitlaveirur er tegund veira sem eru stundum notaðar sem svonefndar veirugenaferjur í bóluefnum sem eiga að kalla fram ónæmisviðbragð. Ekki á að nota veirur sem geta fjölgað sér í þessum tilgangi, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þessu hafnar Denis Logunov sem þróaði Spútnik V hjá Gamaleja-stofnuninni í Rússlandi. Á opinberum Twitter-reikningi Spútnik V var Anvisa sakað um að setja fram rangar og misvísandi yfirlýsingar án þess að hafa gert tilraunir með bóluefnið sjálft. Í því ljósi ætluðu framleiðendur bóluefnisins að höfða meiðyrðamál gegn Anvisa í Brasilíu. Anvisa brást við yfirlýsingum frá Rússlandi með því að benda á að Gamaleja-stofnunin hafi sjálf bent á að hlutfall eitlaveira sem gæti fjölgað sér væri mögulega hættulega hátt í Spútnik V í rannsókn sinni. Hlutfallið sé 300 sinnum hærra en miðað sé við í reglugerðum.
Rússland Brasilía Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Tengdar fréttir Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54 Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent „Við hvað ertu hræddur?“ Innlent Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Fleiri fréttir Fimmtán látnir hið minnsta eftir að kláfur fór út af sporinu Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Sjá meira
Brasilía hafnar rússneska bóluefninu Lyfjayfirvöld í Brasilíu synjuðu nokkrum þarlendum ríkjum um heimild til þess að flytja inn rússneska bóluefnið Spútnik V gegn kórónuveirunni. Þau telja trúverðug gögn um virkni bóluefnisins skorta og vísa til galla á tilraunum með það. Rússar segja pólitík búa að baki synjuninni. 28. apríl 2021 21:54