Þýsk loftslagslög talin brjóta á rétti ungs fólks Kjartan Kjartansson skrifar 29. apríl 2021 21:27 Kolaorkuver í Neurath í Þýskalandi. Núgildandi lög um loftslagsaðgerðir eru talin of óskýr um hvernig markmið eiga að nást eftir 2030. AP/Martin Meissner Stjórnlagadómstóll Þýskalands komst að þeirri niðurstöðu í dag að loftslagslög þýsku ríkisstjórnarinnar gangi ekki nægilega langt og brjóti gegn grundvallarréttindum fólks með því að koma því á herðar yngri kynslóða að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Stjórnvöld þurfa að endurskoða lögin fyrir lok árs. Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl. Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Ungir aðgerðasinnar í loftslagsmálum skutu loftslagslögum ríkisstjórnarinnar til stjórnlagadómstólsins. Í úrskurði sínum í dag taldi dómstóllinn að núgildandi lög brytu gegn frelsi kvartendanna vegna þess að þau fresta því að ná þeim niðurskurði á losun gróðurhúsalofttegunda sem þarf til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins of mikið fram yfir árið 2030. „Til þess að ná þessu verður samdrátturinn sem þörf verður á eftir 2030 að nást hraðar og með skemmri fyrirvara,“ sagði dómstóllinn. Þannig sé þrengt verulega að rétti yngri kynslóða þar sem þær muni enn þurfa að reiða sig á orkugjafa sem losa gróðurhúsalofttegundir að stórum hluta. Þýskaland stefnir að 55% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda fyrir lok þessa áratugar. Með núgildandi lögum þarf að skera losunina niður um 178 milljónir tonna af koltvísýringi á þessum áratug en svo um 281 milljón tonna á áratug eftir það, að sögn AP-fréttastofunnar. Stjórnlagadómstólinn taldi lögin, sem voru samþykkt árið 2019, ekki nægilega skýr um hvernig ætti að skera niður losun eftir 2030, að því er kemur fram í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. „Lögin koma þeim byrðum að draga mikið úr losun á óafturkræfan hátt á tímabilið eftir 2030,“ sagði í úrskurðinum. Ríkisstjórnin þarf að setja sér ný markmið um samdrátt í losun eftir 2030 fyrir lok þessa árs. Fagna úrskurðinum sem sigri fyrir loftslagshreyfinguna Þýskir umhverfissinnar hafa tekið úrskurðinum fagnandi og umhverfisráðherrann Svenja Schulze sömuleiðis. „Ég hefði viljað hafa annað bráðabirgðamarkmið fyrir fjórða áratuginn í lögunum en það var ekki meirihluti fyrir því á sínum tíma,“ sagði Schulze. Luisa Neubauer, loftslagsaðgerðasinni frá hreyfingunni Föstudagar til framtíðar sem var einn kvartenda í málinu, segir úrskurðinn meiriháttar sigur. „Aðgerðaleysi dagsins í dag má ekki skerða frelsi okkar og réttindi í framtíðinni,“ sagði Neubauer. Viðurkenndi kolefnisþak Úrskurðurinn í dag þykir einnig merkilegur fyrir þær sakir að dómstóllinn viðurkenndi þá hugmynd að Þýskalandi hafi endanlegt „kolefnisþak“, ákveðið magn kolefnis sem það getur losað án þess að markmið Parísarsamkomulagsins bresti. Dómstóllinn skilgreindi þó ekki hvert þakið væri fyrir Þýskaland sérstaklega. Vísindamenn óttast að losun mannkyns sprengi kolefnisþakið á næsta áratugnum. Í þessu ljósi sögðu dómararnir að það væri ósanngjarnt að leyfa einni kynslóð að nýta stóran hluta kolefnisþaksins og gera aðeins hóflegar kröfur um samdrátt ef það þýðir að komandi kynslóðir þurfa að taka það á sína herðar að skera losunina við nögl.
Þýskaland Loftslagsmál Mest lesið Appelsínugular viðvaranir og heiðar lokaðar Veður Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Stolið hálsmen Tolla dúkkaði upp tuttugu árum síðar Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira