Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 20:01 Hulda Geirsdóttir biður fólk um að virða merkingar á reiðvegum. Vísir/Arnar Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt. Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira
Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt.
Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Erlent Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Erlent Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Innlent Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Erlent Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Fleiri fréttir Þrír karlmenn handteknir fyrir þjófnað í Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Selfyssingar í 60 plús heilsueflingu klárir í jólin Skoða að koma á ferjusamgöngum milli Skotlands og Seyðisfjarðar Viðreisn gæti reynst í lykilstöðu milli blokkanna Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Barnavernd fylgist með fleiri ófrískum konum í neyslu en síðustu ár Fleiri óléttar konur í neyslu á borði barnaverndar og spennandi kosningar framundan Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Selfoss stöðvaður í Bretlandi Þrettán nýir rafknúnir strætisvagnar teknir í notkun Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Mun áfram leiða lista Framsóknar í Múlaþingi Töpuðu 133 milljónum króna á kosningaári Reyndu að koma útlendingafrumvarpi að á síðustu stundu Súlunesmálið: Skoða þurfi lög er varða þagnarskyldu Samþykktu tillögu um uppbyggingu á Sorpu-lóð við Dalveg Spurningum Sigmundar Ernis svarað og málið ekki aftur í nefnd Þingstörfin á lokametrunum og styttist í jólafrí Naustin án bíla og eins og „löber“ með íslensku prjónamynstri Taka enn tuttugu þúsund króna beygju Ekið á kyrrstæðan bíl á Suðurstrandarvegi „Ellibætur“ frá ríkinu eigi að heyra sögunni til Sjá meira