Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. apríl 2021 10:00 Tindastólsstelpurnar unnu Lengjudeildina með glæsibrag í fyrrasumar en fengu ekki bikarinn fyrr en í vor. Instagram/@mtiernan13 Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudagskvöldið 4. maí næstkomandi. Fyrst skoðum við tvö neðstu liðin í spánni okkar en það eru liðin sem við teljum að séu þau líklegustu til að kveðja deildina í haust. Þróttur hélt sæti sínu sem nýliði í fyrra en það verður erfiðara fyrir Tindastól og Keflavík að halda sæti sínu í ár. Liðin tryggðu sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni með nokkuð sannfærandi hætti í fyrrasumar en bættu ekki miklu við sig á milli tímabila. Það er stemmning í liðunum báðum en þau hefðu þurft á meiri gæði að halda til að halda sæti sínu í haust. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Tindastóll í 10. sæti: Úti er ævintýri og alvaran tekur við Þetta er sögulegt sumar fyrir Tindastól því í fyrsta sinn í sögunni á Sauðárkrókur lið í efstu deild í knattspyrnu. Uppgangurinn hefur verið mikill og hraður í kvennaliði Tindastóls á síðustu árum en liðið var í C-deildinni sumarið 2018. Eftir mikið ævintýrasumar í fyrra þá er hætt við því að alvaran taki við nú þegar norðanstúlkur stíga sín fyrstu skref í deild þeirra bestu. Það er ekki oft sem það verða þjálfarabreytingar á svona tímamótum en Tindstólsliðið heldur bara 50 prósent af þjálfurum sínum. Jón Stefán Jónsson hafði farið með liðið upp um tvær deildir á þremur sumrum en naut aðstoðar Guðna Þórs Einarssonar undanfarin tvö sumur. Jón Stefán stígur nú frá borði en Guðni Þór Einarsson heldur áfram og fær nú bróðir fyrirliðans, Óskar Smára Haraldsson, með sér. Tindastólsliðið hefur náð besta árangri í sögu félagsins tvö tímabil í röð og þetta verður alltaf sögulegt sumar hvernig sem fer. Það er mikil stemmning í kringum liðið á Króknum og Tindastólsstelpurnar hafa eignast marga aðdáendur út um allt land með framgöngu sinni. Það er aftur á móti engin reynsla af Pepsi Max deildinni í þessu liði og það er stórt skref að fara úr Lengjudeildinni og upp í Pepsi Max. Stærsta spurningarmerkið verður örugglega þær Murielle Tiernan og Jacqueline Altschuld sem hafa verið frábærar í Lengjudeildinni en þurfa að sýna svipaða frammistöðu í Pepsi Max ætli liðið að gera eitthvað í sumar. Tindastóll á Sauðárkróki Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 1. sæti í B-deild (2020) Best í bikar: Tvisvar sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Guðni Þór Einarsson (3. tímabil) og Óskar Smára Haraldsson (1. tímabil) Síðasta tímabil Tindastólsliðið komst ekki aðeins upp úr Lengjudeildinni heldur unnu þær hana sannfærandi eða með því að fá fjórum stigum meira en Keflavík sem fylgdi þeim upp. Stólarnir skoruðu mest allra í deildinni og fengu líka langfæst mörk á sig. Þær lönduðu því Pepsi Max deildar sætinu með afgerandi hætti og Tindastóll tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni með 4-0 sigri á Völsungi 23. september en þá voru enn eftir þrjár umferðir af mótinu. Ein flottasta frammistaða sumarsins hjá Stólunum var 3-1 útisigur á Keflavík í ágúst þar sem Murielle Tiernan var með þrennu. Tiernan var annars í sérflokki í markaskorun í deildinni en hún skoraði 25 mörk í 17 leikjum og endaði með ellefu marka forskot á þá næstmarkahæstu. Bandaríski framherjinn skoraði líka átján mörkum meira en sú næstmarkahæsta í Tindastólsliðinu sem var landa hennar Jacqueline Altschuld. Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2020: Murielle Tiernan 25 Jacqueline Altschuld 7 Aldís María Jóhannsdóttir 4 Hugrún Pálsdóttir 3 María Dögg Jóhannesdóttir 3 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir 2 Liðið og leikmenn Þrír erlendir leikmenn voru í algjörum lykilhlutverkum hjá Stólunum í fyrra og það er mikilvægt fyrir liðið að halda þeim öllum. Það mun reyna enn meira á bandaríska markvörðinn Amber Michel í sumar en í fyrra og þá verður það virkilega krefjandi fyrir þær Murielle Tiernan og Jacqueline Altschuld að færa sig upp um deild vitandi að þær þurfa að skila svipuðu til liðsins ef vel á að fara. Fyrirliðinn Bryndís Rut Haraldsdóttir þarf líka að halda vörninni áfram saman nú þegar andstæðingarnir eru bæði fljótari og sterkari. Tindastóll fékk til síns jamaísku landsliðskonuna Dominique Bond-Flasza sem á að baki leiki á HM en hvort en mörgum finnst örugglega að liðið hefði jafnvel þurft meiri liðstyrk. Tindastólsliðið er ungt enn og hefur tekið stór skref síðustu sumur og heimamenn vilja sjá sínar stelpur fá að njóta þess að spila sögulegt sumar í efstu deild. View this post on Instagram A post shared by mtiernan13 (@mtiernan13) Lykilmenn Murielle Tiernan, 27 ára framherji Jacqueline Altschuld, 26 ára miðjumaður Bryndís Rut Haraldsdóttir, 26 ára miðvörður Gæti sprungið út Laufey Harpa Halldórsdóttir hefur spilað með Tindastól í öllum deildum og er komin með 86 meistaraflokksleiki fyrir félagið þrátt fyrir að vera bara rétt rúmlega tvítug. Hún spilar jafnan sem vinstri bakvörður og það mun vissulega reyna mun meira á varnarlínuna í sumar en síðustu sumur. Laufey Harpa á að baki yngri landsleiki og var auk þess valin í 26 manna æfingahóp A-landsliðsins í febrúar. Það verður spennandi að sjá hana taka þetta stóra skref í sumar. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Klippa: Tindastóll Árni Freyr Guðnason segir álit sitt á liði Tindastóls í Pepsi Max-deild kvenna. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Keflavi kur (@keflavikfc) Keflavík í 9. sæti: Reynslunni ríkari en Sveindísi Jane fátækari Keflavík er aftur komið upp í Pepsi Max deildina eftir eins árs fjarveru. Liðið sýndi góða spretti þegar það var síðast í hópi þeirra bestu sumarið 2019 og var með 9 stig eftir fyrri umferðina. Það var endasleppt sumar og Keflavíkurkonur fengu aðeins fjögur stig í seinni umferðinni og féllu. Stjarna þess sumars var án efa hin stórefnilega Sveindís Jane Jónsdóttir sem var 7 mörk og 8 stoðsendingar og kom með beinum hætti að meiri en helmingi marka Keflavíkurliðsins. Sóknarleikur liðsins snerist nær algjörlega í kringum þann frábæra leikmann. Keflvíkurkonur hafa nú fengið tíma til að læra að lifa án Sveindísar sem hjálpaði Blikum að verða Íslandsmeistari í fyrra og er nú komin út í atvinnumennsku í Svíþjóð. Keflavík fór nefnilega upp úr Lengjudeildinni án Sveindísar og tvíburanna öflugu Kötlu Maríu og Írisi Unu Þórðardætra. Það sem skipti mestu máli var að fyrirliðinn og drottningin Natasha Moraa Anashi hélt tryggð við Keflavíkurliðið og var öðrum fremur konan á bak við það að Keflavíkurliðið fór upp í fyrra. Liðið þurfti að breyta um stíl því nú dugði ekkert að senda boltann fram á Sveindísi Jane og vona það besta. Þrátt fyrir mikinn missi milli tímabili þá tókst Keflavíkurliðinu að komast aftur upp og margar í liðinu ættu að vera reynslunni ríkari frá 2019 sumrinu. Gunnar Magnús Jónsson er á sínu sjötta tímabilið með liðið og þekkir því vel til leikmannshópsins auk þess að búa að því að vita hvað mætti betur fara frá því fyrir tveimur árum. Keflavík í Reykjanesbæ Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 3. til 4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deildinni Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson (6. tímabil) Síðasta tímabil Keflavíkurliðinu tókst kannski ekki að halda í við Tindastólsstelpurnar en liðið tryggði sér engu að síður Pepsi Max deildar sætið með frekar sannfærandi hætti. Það bjuggust flestir við að Keflavík stoppaði stutt við í Lengjudeildinni og þrátt fyrir liðið hafði þurft að sætta sig við silfrið þá var markmiðinu náð. Keflavíkurkonur voru komnar upp í Pepsi Max deildina þegar þær áttu eftir þrjá leiki af mótinu. Þær fóru upp þegar Haukar töpuðu á móti Tindastól daginn fyrir þriðja síðasta leikinn. Keflavík náði aðeins í eitt stig út úr leikjunum á móti Tindastól en unnu þrettán af fimmtán leikjum sínum gegnum öðrum liðum. Þar af voru fimm eins marks sigrar í röð í september en sá síðasti var einmitt 1-0 sigur á Haukum í nokkurs konar úrslitaleik um það að fylgja Tindastól upp. Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2020: Natasha Moraa Anasi 14 Paula Germino-Watnick 8 Dröfn Einarsdóttir 6 Amelía Rún Fjeldsted 3 Anita Lind Daníelsdóttir 3 Marín Rún Guðmundsdóttir 3 Liðið og leikmenn Keflavíkurliðið á sína drottningu í hinni fjölhæfu og öflugu Natasha Moraa Anasi sem hefur spilað frábærlega í mörgum stöðum hjá liðinu undanfarin ár. Natasha vann sér sæti í A-landsliðinu í fyrra og átti síðan geggjað sumar þar sem hún skoraði fjórtán mörk af miðjunni. Natasha hefur haldið tryggð við Keflavíkurliðið og mikilvægi hennar er ekkert minna í sumar en undanfarin sumur. Keflavíkurliðið heldur bandaríska sóknarmanninum Paulu Germino-Watnick sem skoraði átta mörk í fyrra en fær að auki tælenska landsliðsmarkvörðinn Tiffany Sornpao og bandaríska miðjumanninn Abby Carchio. Það var líka mikilvægt að styrkja vörnina með því að fá Elínu Helenu Karlsdóttur á láni frá Blikum en hin nítján ára gamla Elín Helena var fyrirliði Augnabliksliðsins í Lengjudeildinni í fyrra. Sveindís Jane og tvíburarnir voru ekki einu efnilegu knattspyrnustelpurnar í Keflavík og nú er staður og stund fyrir hinar að sýna okkur hvað þær hafa lært mikið af prófum síðustu tímabila. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Keflavi kur (@keflavikfc) Lykilmenn Natasha Moraa Anasi, 30 ára miðjumaður Paula Germino-Watnick, 24 ára sóknarmaður Elín Helena Karlsdóttir, 19 ára miðvörður Gæti sprungið út Dröfn Einarsdóttir byrjaði síðasta sumar frábærlega og skoraði þá sex mörk í fyrstu sex leikjum Keflavíkur í Lengjudeildinni. Hún skoraði ekki mark eftir það. Keflvíkingar þurfa endurheimta þá Dröfn sem spilaði í júní og júlí í fyrra og þá gætu góðir hlutir gerst í framlínu liðsins. Dröfn á að baki þrjú tímabil í efstu deild (tvö með Grindavík) og er einn af þeim reynslumestu í Keflavíkurliðinu. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Klippa: Keflavík Árni Freyr Guðnason segir álit sitt á liði Keflavíkur í Pepsi Max-deild kvenna. Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudagskvöldið 4. maí næstkomandi. Fyrst skoðum við tvö neðstu liðin í spánni okkar en það eru liðin sem við teljum að séu þau líklegustu til að kveðja deildina í haust. Þróttur hélt sæti sínu sem nýliði í fyrra en það verður erfiðara fyrir Tindastól og Keflavík að halda sæti sínu í ár. Liðin tryggðu sér efstu tvö sætin í Lengjudeildinni með nokkuð sannfærandi hætti í fyrrasumar en bættu ekki miklu við sig á milli tímabila. Það er stemmning í liðunum báðum en þau hefðu þurft á meiri gæði að halda til að halda sæti sínu í haust. View this post on Instagram A post shared by Tindastóll-Meistaraflokkur kvk (@tindastollmflkvk) Tindastóll í 10. sæti: Úti er ævintýri og alvaran tekur við Þetta er sögulegt sumar fyrir Tindastól því í fyrsta sinn í sögunni á Sauðárkrókur lið í efstu deild í knattspyrnu. Uppgangurinn hefur verið mikill og hraður í kvennaliði Tindastóls á síðustu árum en liðið var í C-deildinni sumarið 2018. Eftir mikið ævintýrasumar í fyrra þá er hætt við því að alvaran taki við nú þegar norðanstúlkur stíga sín fyrstu skref í deild þeirra bestu. Það er ekki oft sem það verða þjálfarabreytingar á svona tímamótum en Tindstólsliðið heldur bara 50 prósent af þjálfurum sínum. Jón Stefán Jónsson hafði farið með liðið upp um tvær deildir á þremur sumrum en naut aðstoðar Guðna Þórs Einarssonar undanfarin tvö sumur. Jón Stefán stígur nú frá borði en Guðni Þór Einarsson heldur áfram og fær nú bróðir fyrirliðans, Óskar Smára Haraldsson, með sér. Tindastólsliðið hefur náð besta árangri í sögu félagsins tvö tímabil í röð og þetta verður alltaf sögulegt sumar hvernig sem fer. Það er mikil stemmning í kringum liðið á Króknum og Tindastólsstelpurnar hafa eignast marga aðdáendur út um allt land með framgöngu sinni. Það er aftur á móti engin reynsla af Pepsi Max deildinni í þessu liði og það er stórt skref að fara úr Lengjudeildinni og upp í Pepsi Max. Stærsta spurningarmerkið verður örugglega þær Murielle Tiernan og Jacqueline Altschuld sem hafa verið frábærar í Lengjudeildinni en þurfa að sýna svipaða frammistöðu í Pepsi Max ætli liðið að gera eitthvað í sumar. Tindastóll á Sauðárkróki Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 1. sæti í B-deild (2020) Best í bikar: Tvisvar sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Guðni Þór Einarsson (3. tímabil) og Óskar Smára Haraldsson (1. tímabil) Síðasta tímabil Tindastólsliðið komst ekki aðeins upp úr Lengjudeildinni heldur unnu þær hana sannfærandi eða með því að fá fjórum stigum meira en Keflavík sem fylgdi þeim upp. Stólarnir skoruðu mest allra í deildinni og fengu líka langfæst mörk á sig. Þær lönduðu því Pepsi Max deildar sætinu með afgerandi hætti og Tindastóll tryggði sér sæti í Pepsi Max deildinni með 4-0 sigri á Völsungi 23. september en þá voru enn eftir þrjár umferðir af mótinu. Ein flottasta frammistaða sumarsins hjá Stólunum var 3-1 útisigur á Keflavík í ágúst þar sem Murielle Tiernan var með þrennu. Tiernan var annars í sérflokki í markaskorun í deildinni en hún skoraði 25 mörk í 17 leikjum og endaði með ellefu marka forskot á þá næstmarkahæstu. Bandaríski framherjinn skoraði líka átján mörkum meira en sú næstmarkahæsta í Tindastólsliðinu sem var landa hennar Jacqueline Altschuld. Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2020: Murielle Tiernan 25 Jacqueline Altschuld 7 Aldís María Jóhannsdóttir 4 Hugrún Pálsdóttir 3 María Dögg Jóhannesdóttir 3 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir 2 Liðið og leikmenn Þrír erlendir leikmenn voru í algjörum lykilhlutverkum hjá Stólunum í fyrra og það er mikilvægt fyrir liðið að halda þeim öllum. Það mun reyna enn meira á bandaríska markvörðinn Amber Michel í sumar en í fyrra og þá verður það virkilega krefjandi fyrir þær Murielle Tiernan og Jacqueline Altschuld að færa sig upp um deild vitandi að þær þurfa að skila svipuðu til liðsins ef vel á að fara. Fyrirliðinn Bryndís Rut Haraldsdóttir þarf líka að halda vörninni áfram saman nú þegar andstæðingarnir eru bæði fljótari og sterkari. Tindastóll fékk til síns jamaísku landsliðskonuna Dominique Bond-Flasza sem á að baki leiki á HM en hvort en mörgum finnst örugglega að liðið hefði jafnvel þurft meiri liðstyrk. Tindastólsliðið er ungt enn og hefur tekið stór skref síðustu sumur og heimamenn vilja sjá sínar stelpur fá að njóta þess að spila sögulegt sumar í efstu deild. View this post on Instagram A post shared by mtiernan13 (@mtiernan13) Lykilmenn Murielle Tiernan, 27 ára framherji Jacqueline Altschuld, 26 ára miðjumaður Bryndís Rut Haraldsdóttir, 26 ára miðvörður Gæti sprungið út Laufey Harpa Halldórsdóttir hefur spilað með Tindastól í öllum deildum og er komin með 86 meistaraflokksleiki fyrir félagið þrátt fyrir að vera bara rétt rúmlega tvítug. Hún spilar jafnan sem vinstri bakvörður og það mun vissulega reyna mun meira á varnarlínuna í sumar en síðustu sumur. Laufey Harpa á að baki yngri landsleiki og var auk þess valin í 26 manna æfingahóp A-landsliðsins í febrúar. Það verður spennandi að sjá hana taka þetta stóra skref í sumar. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Klippa: Tindastóll Árni Freyr Guðnason segir álit sitt á liði Tindastóls í Pepsi Max-deild kvenna. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Keflavi kur (@keflavikfc) Keflavík í 9. sæti: Reynslunni ríkari en Sveindísi Jane fátækari Keflavík er aftur komið upp í Pepsi Max deildina eftir eins árs fjarveru. Liðið sýndi góða spretti þegar það var síðast í hópi þeirra bestu sumarið 2019 og var með 9 stig eftir fyrri umferðina. Það var endasleppt sumar og Keflavíkurkonur fengu aðeins fjögur stig í seinni umferðinni og féllu. Stjarna þess sumars var án efa hin stórefnilega Sveindís Jane Jónsdóttir sem var 7 mörk og 8 stoðsendingar og kom með beinum hætti að meiri en helmingi marka Keflavíkurliðsins. Sóknarleikur liðsins snerist nær algjörlega í kringum þann frábæra leikmann. Keflvíkurkonur hafa nú fengið tíma til að læra að lifa án Sveindísar sem hjálpaði Blikum að verða Íslandsmeistari í fyrra og er nú komin út í atvinnumennsku í Svíþjóð. Keflavík fór nefnilega upp úr Lengjudeildinni án Sveindísar og tvíburanna öflugu Kötlu Maríu og Írisi Unu Þórðardætra. Það sem skipti mestu máli var að fyrirliðinn og drottningin Natasha Moraa Anashi hélt tryggð við Keflavíkurliðið og var öðrum fremur konan á bak við það að Keflavíkurliðið fór upp í fyrra. Liðið þurfti að breyta um stíl því nú dugði ekkert að senda boltann fram á Sveindísi Jane og vona það besta. Þrátt fyrir mikinn missi milli tímabili þá tókst Keflavíkurliðinu að komast aftur upp og margar í liðinu ættu að vera reynslunni ríkari frá 2019 sumrinu. Gunnar Magnús Jónsson er á sínu sjötta tímabilið með liðið og þekkir því vel til leikmannshópsins auk þess að búa að því að vita hvað mætti betur fara frá því fyrir tveimur árum. Keflavík í Reykjanesbæ Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 3. til 4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deildinni Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson (6. tímabil) Síðasta tímabil Keflavíkurliðinu tókst kannski ekki að halda í við Tindastólsstelpurnar en liðið tryggði sér engu að síður Pepsi Max deildar sætið með frekar sannfærandi hætti. Það bjuggust flestir við að Keflavík stoppaði stutt við í Lengjudeildinni og þrátt fyrir liðið hafði þurft að sætta sig við silfrið þá var markmiðinu náð. Keflavíkurkonur voru komnar upp í Pepsi Max deildina þegar þær áttu eftir þrjá leiki af mótinu. Þær fóru upp þegar Haukar töpuðu á móti Tindastól daginn fyrir þriðja síðasta leikinn. Keflavík náði aðeins í eitt stig út úr leikjunum á móti Tindastól en unnu þrettán af fimmtán leikjum sínum gegnum öðrum liðum. Þar af voru fimm eins marks sigrar í röð í september en sá síðasti var einmitt 1-0 sigur á Haukum í nokkurs konar úrslitaleik um það að fylgja Tindastól upp. Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2020: Natasha Moraa Anasi 14 Paula Germino-Watnick 8 Dröfn Einarsdóttir 6 Amelía Rún Fjeldsted 3 Anita Lind Daníelsdóttir 3 Marín Rún Guðmundsdóttir 3 Liðið og leikmenn Keflavíkurliðið á sína drottningu í hinni fjölhæfu og öflugu Natasha Moraa Anasi sem hefur spilað frábærlega í mörgum stöðum hjá liðinu undanfarin ár. Natasha vann sér sæti í A-landsliðinu í fyrra og átti síðan geggjað sumar þar sem hún skoraði fjórtán mörk af miðjunni. Natasha hefur haldið tryggð við Keflavíkurliðið og mikilvægi hennar er ekkert minna í sumar en undanfarin sumur. Keflavíkurliðið heldur bandaríska sóknarmanninum Paulu Germino-Watnick sem skoraði átta mörk í fyrra en fær að auki tælenska landsliðsmarkvörðinn Tiffany Sornpao og bandaríska miðjumanninn Abby Carchio. Það var líka mikilvægt að styrkja vörnina með því að fá Elínu Helenu Karlsdóttur á láni frá Blikum en hin nítján ára gamla Elín Helena var fyrirliði Augnabliksliðsins í Lengjudeildinni í fyrra. Sveindís Jane og tvíburarnir voru ekki einu efnilegu knattspyrnustelpurnar í Keflavík og nú er staður og stund fyrir hinar að sýna okkur hvað þær hafa lært mikið af prófum síðustu tímabila. View this post on Instagram A post shared by Knattspyrnufélag Keflavi kur (@keflavikfc) Lykilmenn Natasha Moraa Anasi, 30 ára miðjumaður Paula Germino-Watnick, 24 ára sóknarmaður Elín Helena Karlsdóttir, 19 ára miðvörður Gæti sprungið út Dröfn Einarsdóttir byrjaði síðasta sumar frábærlega og skoraði þá sex mörk í fyrstu sex leikjum Keflavíkur í Lengjudeildinni. Hún skoraði ekki mark eftir það. Keflvíkingar þurfa endurheimta þá Dröfn sem spilaði í júní og júlí í fyrra og þá gætu góðir hlutir gerst í framlínu liðsins. Dröfn á að baki þrjú tímabil í efstu deild (tvö með Grindavík) og er einn af þeim reynslumestu í Keflavíkurliðinu. Sérfræðingur Pepsi Max marka kvenna segir ... Klippa: Keflavík Árni Freyr Guðnason segir álit sitt á liði Keflavíkur í Pepsi Max-deild kvenna.
Tindastóll á Sauðárkróki Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 1. sæti í B-deild (2020) Best í bikar: Tvisvar sinnum í 8 liða úrslit (Síðast 2019) Sæti í fyrra: Vann B-deildina Þjálfari: Guðni Þór Einarsson (3. tímabil) og Óskar Smára Haraldsson (1. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2020: Murielle Tiernan 25 Jacqueline Altschuld 7 Aldís María Jóhannsdóttir 4 Hugrún Pálsdóttir 3 María Dögg Jóhannesdóttir 3 Rakel Sjöfn Stefánsdóttir 2
Lykilmenn Murielle Tiernan, 27 ára framherji Jacqueline Altschuld, 26 ára miðjumaður Bryndís Rut Haraldsdóttir, 26 ára miðvörður
Keflavík í Reykjanesbæ Ár í deildinni: Nýliði Besti árangur: 3. til 4. sæti (1975) Best í bikar: Tvisvar í bikarúrslit (Síðast 2007) Sæti í fyrra: 2. sæti í B-deildinni Þjálfari: Gunnar Magnús Jónsson (6. tímabil)
Markahæstar hjá liðinu í Inkasso deildinni 2020: Natasha Moraa Anasi 14 Paula Germino-Watnick 8 Dröfn Einarsdóttir 6 Amelía Rún Fjeldsted 3 Anita Lind Daníelsdóttir 3 Marín Rún Guðmundsdóttir 3
Lykilmenn Natasha Moraa Anasi, 30 ára miðjumaður Paula Germino-Watnick, 24 ára sóknarmaður Elín Helena Karlsdóttir, 19 ára miðvörður
Pepsi Max-deild kvenna Keflavík ÍF Tindastóll Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Handbolti Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Fótbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Sport Gagnrýnir hómófóbísk ummæli pabbans um Ralf Schumacher Formúla 1 Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina Sjá meira