Spá um 5. og 6. sæti í Pepsi Max kvenna: Kanónur kvöddu Selfoss og Stjarnan hreyfist lítið Sindri Sverrisson skrifar 2. maí 2021 10:00 Betsy Hassett er lykilleikmaður hjá Stjörnunni og landsliðskonan þrautreynda Hólmfríður Magnúsdóttir geymdi takkaskóna ekki lengi í hillunni. Samsett/VILHELM Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það fimmta og sjötta sætið sem eru tekin fyrir. Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudagskvöldið 4. maí. Við höfum þegar spáð fyrir um það hvaða fjögur lið verði í neðstu sætum deildarinnar en nú er komið að tveimur liðum sem ættu að enda um miðja deild. Selfoss hefur breyst mikið frá liðinu sem ætlaði sér í toppbaráttu í fyrra og endaði í 4. sæti. Sannkallaðar kanónur hafa kvatt Selfoss en ferilskrá erlendu leikmannanna sem verða með liðinu í sumar lofar góðu. Minni breytingar eru hjá Stjörnunni sem daðraði ákaft við falldrauginn í fyrra en endaði í 6. sæti. Stjarnan í 6. sæti: Uppbyggingin mun taka tíma Stjarnan gekk í gegnum gríðarlega miklar breytingar eftir tímabilið 2018, eftir mikið gullaldarskeið þar sem liðið vann fjóra Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Þá hurfu sannkallaðir burðarásar á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur og Öddu Baldursdóttur á braut, og þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson lét gott heita. Síðustu tvö tímabil hefur Stjarnan verið á allt öðrum slóðum og hreinlega daðrað ákaft við fallbaráttu. Þjálfarinn reyndi og klóki Kristján Guðmundsson var fenginn til að sjá um breytingarnar og þróa liðið áfram með efnilegum leikmönnum sem náð hafa góðum árangri í 2. flokki. Stjarnan varð einmitt Íslandsmeistari í fyrra í þeim aldursflokki, í samstarfi við Álftanes. Til hamingju með titilinn 2.flokkur kvenna Frábær árangur! #innmedboltannPosted by Stjarnan FC on Miðvikudagur, 30. september 2020 Garðbæingar munu halda áfram að byggja upp nýtt lið á efnilegum leikmönnum úr starfi félagsins. Lið sem að á ekki roð við bestu liðum landsins í baráttu um titla í nánustu framtíð en virðist geta fetað réttan veg upp á við í átt að fyrri hæðum. Í sumar getur hins vegar brugðið til beggja vona og liðið virðist á pappírunum heldur hafa veikst frá seinni hluta síðustu leiktíðar. Hópurinn er þó aðeins reyndari en fyrir ári síðan, og liðið of gott og þjálfarinn of fær til að Stjarnan falli. Stjarnan Ár í deildinni: 30 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2016) Best í bikar: Þrír bikarmeistaratitlar (síðast 2015) Sæti í fyrra: 6. sæti í Pepsi Max-deildinni Þjálfari: Kristján Guðmundsson (3. tímabil) Síðasta tímabil Stjörnukonur léku sér að eldinum í fyrra og það munaði minnstu að þær þyrftu að leika í næstefstu deild í sumar, í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Á endanum varð liðið tveimur stigum frá fallsæti, eftir að hafa fengið fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. View this post on Instagram A post shared by Betsy Hassett (@betsyhassett) Þegar komið var fram í ágúst og ljóst að stefndi í óefni nældi Stjarnan í þrautreyndan landsliðsmarkvörð Kanada, Erin McLeod, og ungan, ítalskan landsliðsframherja. Sú ítalska, Angela Caloia, skoraði reyndar bara eitt mark en það var í lífsnauðsynlegum sigri gegn KR undir lok móts, sem á endanum varð til þess að Stjarnan hélt sæti sínu í deildinni. Markahæstar hjá Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni 2020: Shameeka Fishley 6 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 5 Betsy Hassett 3 Liðið og leikmenn Stjarnan getur að miklu leyti keyrt á sama liði og hóf síðustu leiktíð. Til þess er leikurinn enda gerður, að gefa ungum leikmönnum tíma og tækifæri til að eflast með hverju árinu. Hin efnilega Jana Sól Valdimarsdóttir er þó farin í Val og sú markahæsta í fyrra, Shameeka Fishley, fór til Spánar. McLeod og Caloia eru einnig horfnar á brott. View this post on Instagram A post shared by @stjarnan.mflkvk_fotbolti Anna María Baldursdóttir ætti að vera heil heilsu og það munar miklu um það fyrir Stjörnukonur að hafa þessa níu landsleikja konu í leiðtogahlutverki. Chanté Sandiford kom frá Haukum og er öflugur markvörður sem þekkir það að spila í efstu deild, í tvö ár með Selfossi, en Stjarnan á reyndar einnig góðan markvörð í Birtu Guðlaugsdóttur. Heiða Ragney Viðarsdóttir ætti að styrkja miðjuna mikið eftir komuna frá Akureyri, og býr yfir meiri reynslu en margir nýju liðsfélaga hennar, og Alma Mathiesen er snöggur, efnilegur sóknarmaður sem kom frá KR. Nýsjálenska landsliðskonan Betsy Hassett er áfram á sínum stað, fjölhæf og gæti leikið í fremstu víglínu með hinni efnilegu Hildigunni Ýr Benediktsdóttur sem þarf að finna markaformið sem hún var í 2019, þá aðeins 16 ára gömul. Lykilmenn Chanté Sandiford, 31 árs markmaður Anna María Baldursdóttir, 26 ára miðvörður Betsy Hassett, 30 ára miðjumaður Gæti sprungið út Sædís Rún Heiðarsdóttir kom til Stjörnunnar frá Víkingi Ólafsvík fyrir síðasta tímabil og spilaði 13 leiki í efstu deild, 15 ára gömul. Þessi hæfileikaríki, örvfætti varnarmaður hefur leikið ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands, er búin að fá sína eldskírn í efstu deild og gæti látið ljós sitt skína enn frekar í sumar. Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Stjarnan Lilja Dögg Valþórsdóttir sagði sitt álit á liði Stjörnunnar en hún er einn sérfræðinga Pepsi Max markanna sem verða á fimmtudagskvöldum í sumar á Stöð 2 Sport. View this post on Instagram A post shared by Selfoss Fo tbolti (@selfossfotbolti) Selfoss í 5. sæti: Afar sterk hryggjarsúla horfin en spennandi viðbætur Selfyssingar settu markið hátt í fyrra, eftir að hafa orðið bikarmeistarar og endað í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar árið á undan. Með eina bestu knattspyrnukonu landsins, Dagnýju Brynjarsdóttur, í broddi fylkingar var jafnvel gælt við Íslandmeistaratitil. Sú varð þó ekki raunin og mikið vantaði upp á, en Selfoss virtist þó næst Breiðablik og Val að styrk og var eina liðið sem náði að vinna meistara Breiðabliks, og það á Kópavogsvelli. Selfoss hefur nú fjórða tímabil sitt í röð í efstu deild, undir stjórn Alfreðs Elíasar Jóhannssonar sem stýrði liðinu upp um deild á sínu fyrsta ári með Selfoss, 2017. Hann kom dansandi með leikmönnum yfir Ölfusárbrúna með fyrsta stóra titil liðsins sumarið 2019 og Selfoss stefndi í sömu átt í fyrra þegar liðið sló Val út í 8-liða úrslitum. Selfoss hefur hins vegar misst marga frábæra leikmenn frá síðustu leiktíð og þó að Hólmfríður Magnúsdóttir hafi hætt við að hætta er ekki að sjá að liðið taki skref upp á við í sumar. Það þarf hins vegar mikið að ganga á til að liðið sogist niður í fallbaráttu. Selfoss Ár í deildinni: Þrjú tímabil í röð í efstu deild (2018-) Besti árangur: Tvisvar sinnum í 3. sæti (Síðast 2019) Best í bikar: Bikarmeistari 2019 Sæti í fyrra: 4. sæti í Pepsi Max (þó í 3. sæti yfir flest stig) Þjálfari: Alfreð Elías Jóhannsson (5. tímabil) Síðasta tímabil Selfoss tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í fyrra og endaði tímabilið með fleiri töp en sigra, þó að niðurstaðan hafi orðið 4. sæti. Liðið tapaði meðal annars báðum leikjum sínum gegn Þrótti og Fylki en sýndi hvað í það var spunnið með 2-1 útisigri gegn Breiðabliki, sem annars hefði endað tímabilið með fullt hús stiga. Gengi Selfyssinga var einfaldlega allt of brokkgengt til að það ætti nokkurt erindi í toppliðin stöðugu og liðið endaði raunar aðeins sex stigum frá fallsæti en 20 stigum frá toppnum. Markahæstar Selfoss í Pepsi Max-deildinni 2020 Tiffany McCarty 9 Dagný Brynjarsdóttir 5 Magdalena Anna Reimus 3 Liðið og leikmenn Selfoss hefur misst sannkallaðar kanónur úr sínu liði frá því í fyrra en fengið til sín sterka erlenda leikmenn til að fylla í skörðin. Dagný fór til West Ham og Tiffany McCarty til Íslandsmeistaranna. Samtals skoruðu þær 14 af 24 mörkum Selfoss í fyrra. Nýjasta landsliðskonan, Karitas Tómasdóttir, fór einnig til Blika og seint á síðasta tímabil kvaddi landsliðsmiðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir og fór til Frakklands. Clara Sigurðardóttir var enn einn öflugi byrjunarliðsmaðurinn sem fór, aftur heim til Eyja. Ástralska landsliðskonan Emma Checker kemur inn í miðja vörnina með hinni ungu Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur sem stimplaði sig vel inn í fyrra. Checker er 25 ára og var í síðasta landsliðshópi Ástralíu, og gæti því misst af hluta af Íslandsmótinu vegna Ólympíuleikanna í sumar. View this post on Instagram A post shared by Selfoss Fo tbolti (@selfossfotbolti) Brenna Lovera, sem skoraði 6 mörk í 9 leikjum fyrir ÍBV þegar hún lék síðast á Íslandi 2019, ætti að geta tekið við hlutverki McCarty sem helsti markaskorari Selfyssinga. Markvörðurinn Anke Preuss á að fylla í vandfyllt skarð Kaylan Marckese. Caity Heap er reynslumikill miðjumaður sem spilað hefur í bandarísku úrvalsdeildinni og í Svíþjóð en var síðast hjá tékknesku meisturunum í Sparta Prag. Selfoss fékk einnig Evu Núru Abrahamsdóttur sem á yfir 100 leiki í efstu deild og kemur frá FH eftir að hafa reyndar fallið með liðinu tvisvar á síðustu þremur árum. Selfoss er með unga leikmenn í sínum röðum sem gætu fengið eldskírn og eiga afar efnilegan miðvörð í Áslaugu Dóru. Í liðinu eru þó einnig reyndir og góðir leikmenn á borð við Magdalenu Önnu Reimus, sem var kölluð inn í æfingahóp landsliðsins í vetur, Evu Lind Elíasdóttur og fyrirliðann Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Selfyssingar eru því alls ekki á flæðiskeri staddir þó að missirinn í vetur hafa verið mikill. Lykilmenn Barbára Sól Gísladóttir, 20 ára bakvörður Emma Checker, 25 ára miðvörður Hólmfríður Magnúsdóttir, 36 ára kantmaður Gæti sprungið út Eva Lind Elíasdóttir spilar nú sína fyrstu heilu leiktíð síðan árið 2015. Þessi 26 ára, hávaxni en lunkni, sóknarþenkjandi leikmaður hefur síðustu ár misst af undirbúningstímabilinu og þurft að kveðja snemma vegna háskólanáms í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún með liði Kansas Jayhawks. Eva Lind á að baki 98 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 14 mörk. Hún gæti mögulega fengið stórt hlutverk í sumar. View this post on Instagram A post shared by Selfoss Fo tbolti (@selfossfotbolti) Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Selfoss Lilja Dögg Valþórsdóttir sagði sitt álit á liði Selfoss en hún er einn sérfræðinga Pepsi Max markanna sem verða á fimmtudagskvöldum í sumar á Stöð 2 Sport. Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00 Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Íþróttadeild Vísis og Stöðvar 2 Sports spáir fyrir um gengi liðanna í Pepsi Max-deild kvenna í fótbolta en keppni í deildinni hefst með tveimur leikjum þriðjudagskvöldið 4. maí. Við höfum þegar spáð fyrir um það hvaða fjögur lið verði í neðstu sætum deildarinnar en nú er komið að tveimur liðum sem ættu að enda um miðja deild. Selfoss hefur breyst mikið frá liðinu sem ætlaði sér í toppbaráttu í fyrra og endaði í 4. sæti. Sannkallaðar kanónur hafa kvatt Selfoss en ferilskrá erlendu leikmannanna sem verða með liðinu í sumar lofar góðu. Minni breytingar eru hjá Stjörnunni sem daðraði ákaft við falldrauginn í fyrra en endaði í 6. sæti. Stjarnan í 6. sæti: Uppbyggingin mun taka tíma Stjarnan gekk í gegnum gríðarlega miklar breytingar eftir tímabilið 2018, eftir mikið gullaldarskeið þar sem liðið vann fjóra Íslandsmeistaratitla og þrjá bikarmeistaratitla. Þá hurfu sannkallaðir burðarásar á borð við Hörpu Þorsteinsdóttur og Öddu Baldursdóttur á braut, og þjálfarinn Ólafur Þór Guðbjörnsson lét gott heita. Síðustu tvö tímabil hefur Stjarnan verið á allt öðrum slóðum og hreinlega daðrað ákaft við fallbaráttu. Þjálfarinn reyndi og klóki Kristján Guðmundsson var fenginn til að sjá um breytingarnar og þróa liðið áfram með efnilegum leikmönnum sem náð hafa góðum árangri í 2. flokki. Stjarnan varð einmitt Íslandsmeistari í fyrra í þeim aldursflokki, í samstarfi við Álftanes. Til hamingju með titilinn 2.flokkur kvenna Frábær árangur! #innmedboltannPosted by Stjarnan FC on Miðvikudagur, 30. september 2020 Garðbæingar munu halda áfram að byggja upp nýtt lið á efnilegum leikmönnum úr starfi félagsins. Lið sem að á ekki roð við bestu liðum landsins í baráttu um titla í nánustu framtíð en virðist geta fetað réttan veg upp á við í átt að fyrri hæðum. Í sumar getur hins vegar brugðið til beggja vona og liðið virðist á pappírunum heldur hafa veikst frá seinni hluta síðustu leiktíðar. Hópurinn er þó aðeins reyndari en fyrir ári síðan, og liðið of gott og þjálfarinn of fær til að Stjarnan falli. Stjarnan Ár í deildinni: 30 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2016) Best í bikar: Þrír bikarmeistaratitlar (síðast 2015) Sæti í fyrra: 6. sæti í Pepsi Max-deildinni Þjálfari: Kristján Guðmundsson (3. tímabil) Síðasta tímabil Stjörnukonur léku sér að eldinum í fyrra og það munaði minnstu að þær þyrftu að leika í næstefstu deild í sumar, í fyrsta sinn í þrjá áratugi. Á endanum varð liðið tveimur stigum frá fallsæti, eftir að hafa fengið fjögur stig úr síðustu tveimur leikjum sínum. View this post on Instagram A post shared by Betsy Hassett (@betsyhassett) Þegar komið var fram í ágúst og ljóst að stefndi í óefni nældi Stjarnan í þrautreyndan landsliðsmarkvörð Kanada, Erin McLeod, og ungan, ítalskan landsliðsframherja. Sú ítalska, Angela Caloia, skoraði reyndar bara eitt mark en það var í lífsnauðsynlegum sigri gegn KR undir lok móts, sem á endanum varð til þess að Stjarnan hélt sæti sínu í deildinni. Markahæstar hjá Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni 2020: Shameeka Fishley 6 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 5 Betsy Hassett 3 Liðið og leikmenn Stjarnan getur að miklu leyti keyrt á sama liði og hóf síðustu leiktíð. Til þess er leikurinn enda gerður, að gefa ungum leikmönnum tíma og tækifæri til að eflast með hverju árinu. Hin efnilega Jana Sól Valdimarsdóttir er þó farin í Val og sú markahæsta í fyrra, Shameeka Fishley, fór til Spánar. McLeod og Caloia eru einnig horfnar á brott. View this post on Instagram A post shared by @stjarnan.mflkvk_fotbolti Anna María Baldursdóttir ætti að vera heil heilsu og það munar miklu um það fyrir Stjörnukonur að hafa þessa níu landsleikja konu í leiðtogahlutverki. Chanté Sandiford kom frá Haukum og er öflugur markvörður sem þekkir það að spila í efstu deild, í tvö ár með Selfossi, en Stjarnan á reyndar einnig góðan markvörð í Birtu Guðlaugsdóttur. Heiða Ragney Viðarsdóttir ætti að styrkja miðjuna mikið eftir komuna frá Akureyri, og býr yfir meiri reynslu en margir nýju liðsfélaga hennar, og Alma Mathiesen er snöggur, efnilegur sóknarmaður sem kom frá KR. Nýsjálenska landsliðskonan Betsy Hassett er áfram á sínum stað, fjölhæf og gæti leikið í fremstu víglínu með hinni efnilegu Hildigunni Ýr Benediktsdóttur sem þarf að finna markaformið sem hún var í 2019, þá aðeins 16 ára gömul. Lykilmenn Chanté Sandiford, 31 árs markmaður Anna María Baldursdóttir, 26 ára miðvörður Betsy Hassett, 30 ára miðjumaður Gæti sprungið út Sædís Rún Heiðarsdóttir kom til Stjörnunnar frá Víkingi Ólafsvík fyrir síðasta tímabil og spilaði 13 leiki í efstu deild, 15 ára gömul. Þessi hæfileikaríki, örvfætti varnarmaður hefur leikið ellefu leiki fyrir yngri landslið Íslands, er búin að fá sína eldskírn í efstu deild og gæti látið ljós sitt skína enn frekar í sumar. Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Stjarnan Lilja Dögg Valþórsdóttir sagði sitt álit á liði Stjörnunnar en hún er einn sérfræðinga Pepsi Max markanna sem verða á fimmtudagskvöldum í sumar á Stöð 2 Sport. View this post on Instagram A post shared by Selfoss Fo tbolti (@selfossfotbolti) Selfoss í 5. sæti: Afar sterk hryggjarsúla horfin en spennandi viðbætur Selfyssingar settu markið hátt í fyrra, eftir að hafa orðið bikarmeistarar og endað í 3. sæti Pepsi Max-deildarinnar árið á undan. Með eina bestu knattspyrnukonu landsins, Dagnýju Brynjarsdóttur, í broddi fylkingar var jafnvel gælt við Íslandmeistaratitil. Sú varð þó ekki raunin og mikið vantaði upp á, en Selfoss virtist þó næst Breiðablik og Val að styrk og var eina liðið sem náði að vinna meistara Breiðabliks, og það á Kópavogsvelli. Selfoss hefur nú fjórða tímabil sitt í röð í efstu deild, undir stjórn Alfreðs Elíasar Jóhannssonar sem stýrði liðinu upp um deild á sínu fyrsta ári með Selfoss, 2017. Hann kom dansandi með leikmönnum yfir Ölfusárbrúna með fyrsta stóra titil liðsins sumarið 2019 og Selfoss stefndi í sömu átt í fyrra þegar liðið sló Val út í 8-liða úrslitum. Selfoss hefur hins vegar misst marga frábæra leikmenn frá síðustu leiktíð og þó að Hólmfríður Magnúsdóttir hafi hætt við að hætta er ekki að sjá að liðið taki skref upp á við í sumar. Það þarf hins vegar mikið að ganga á til að liðið sogist niður í fallbaráttu. Selfoss Ár í deildinni: Þrjú tímabil í röð í efstu deild (2018-) Besti árangur: Tvisvar sinnum í 3. sæti (Síðast 2019) Best í bikar: Bikarmeistari 2019 Sæti í fyrra: 4. sæti í Pepsi Max (þó í 3. sæti yfir flest stig) Þjálfari: Alfreð Elías Jóhannsson (5. tímabil) Síðasta tímabil Selfoss tapaði fyrstu tveimur leikjum sínum í fyrra og endaði tímabilið með fleiri töp en sigra, þó að niðurstaðan hafi orðið 4. sæti. Liðið tapaði meðal annars báðum leikjum sínum gegn Þrótti og Fylki en sýndi hvað í það var spunnið með 2-1 útisigri gegn Breiðabliki, sem annars hefði endað tímabilið með fullt hús stiga. Gengi Selfyssinga var einfaldlega allt of brokkgengt til að það ætti nokkurt erindi í toppliðin stöðugu og liðið endaði raunar aðeins sex stigum frá fallsæti en 20 stigum frá toppnum. Markahæstar Selfoss í Pepsi Max-deildinni 2020 Tiffany McCarty 9 Dagný Brynjarsdóttir 5 Magdalena Anna Reimus 3 Liðið og leikmenn Selfoss hefur misst sannkallaðar kanónur úr sínu liði frá því í fyrra en fengið til sín sterka erlenda leikmenn til að fylla í skörðin. Dagný fór til West Ham og Tiffany McCarty til Íslandsmeistaranna. Samtals skoruðu þær 14 af 24 mörkum Selfoss í fyrra. Nýjasta landsliðskonan, Karitas Tómasdóttir, fór einnig til Blika og seint á síðasta tímabil kvaddi landsliðsmiðvörðurinn Anna Björk Kristjánsdóttir og fór til Frakklands. Clara Sigurðardóttir var enn einn öflugi byrjunarliðsmaðurinn sem fór, aftur heim til Eyja. Ástralska landsliðskonan Emma Checker kemur inn í miðja vörnina með hinni ungu Áslaugu Dóru Sigurbjörnsdóttur sem stimplaði sig vel inn í fyrra. Checker er 25 ára og var í síðasta landsliðshópi Ástralíu, og gæti því misst af hluta af Íslandsmótinu vegna Ólympíuleikanna í sumar. View this post on Instagram A post shared by Selfoss Fo tbolti (@selfossfotbolti) Brenna Lovera, sem skoraði 6 mörk í 9 leikjum fyrir ÍBV þegar hún lék síðast á Íslandi 2019, ætti að geta tekið við hlutverki McCarty sem helsti markaskorari Selfyssinga. Markvörðurinn Anke Preuss á að fylla í vandfyllt skarð Kaylan Marckese. Caity Heap er reynslumikill miðjumaður sem spilað hefur í bandarísku úrvalsdeildinni og í Svíþjóð en var síðast hjá tékknesku meisturunum í Sparta Prag. Selfoss fékk einnig Evu Núru Abrahamsdóttur sem á yfir 100 leiki í efstu deild og kemur frá FH eftir að hafa reyndar fallið með liðinu tvisvar á síðustu þremur árum. Selfoss er með unga leikmenn í sínum röðum sem gætu fengið eldskírn og eiga afar efnilegan miðvörð í Áslaugu Dóru. Í liðinu eru þó einnig reyndir og góðir leikmenn á borð við Magdalenu Önnu Reimus, sem var kölluð inn í æfingahóp landsliðsins í vetur, Evu Lind Elíasdóttur og fyrirliðann Önnu Maríu Friðgeirsdóttur. Selfyssingar eru því alls ekki á flæðiskeri staddir þó að missirinn í vetur hafa verið mikill. Lykilmenn Barbára Sól Gísladóttir, 20 ára bakvörður Emma Checker, 25 ára miðvörður Hólmfríður Magnúsdóttir, 36 ára kantmaður Gæti sprungið út Eva Lind Elíasdóttir spilar nú sína fyrstu heilu leiktíð síðan árið 2015. Þessi 26 ára, hávaxni en lunkni, sóknarþenkjandi leikmaður hefur síðustu ár misst af undirbúningstímabilinu og þurft að kveðja snemma vegna háskólanáms í Bandaríkjunum. Þar spilaði hún með liði Kansas Jayhawks. Eva Lind á að baki 98 leiki í efstu deild og hefur skorað í þeim 14 mörk. Hún gæti mögulega fengið stórt hlutverk í sumar. View this post on Instagram A post shared by Selfoss Fo tbolti (@selfossfotbolti) Sérfræðingur Pepsi Max markanna segir... Klippa: Selfoss Lilja Dögg Valþórsdóttir sagði sitt álit á liði Selfoss en hún er einn sérfræðinga Pepsi Max markanna sem verða á fimmtudagskvöldum í sumar á Stöð 2 Sport.
Stjarnan Ár í deildinni: 30 tímabil í röð í efstu deild (1992-) Besti árangur: Fjórum sinnum Íslandsmeistarar (síðast 2016) Best í bikar: Þrír bikarmeistaratitlar (síðast 2015) Sæti í fyrra: 6. sæti í Pepsi Max-deildinni Þjálfari: Kristján Guðmundsson (3. tímabil)
Markahæstar hjá Stjörnunni í Pepsi Max-deildinni 2020: Shameeka Fishley 6 Aníta Ýr Þorvaldsdóttir 5 Betsy Hassett 3
Lykilmenn Chanté Sandiford, 31 árs markmaður Anna María Baldursdóttir, 26 ára miðvörður Betsy Hassett, 30 ára miðjumaður
Selfoss Ár í deildinni: Þrjú tímabil í röð í efstu deild (2018-) Besti árangur: Tvisvar sinnum í 3. sæti (Síðast 2019) Best í bikar: Bikarmeistari 2019 Sæti í fyrra: 4. sæti í Pepsi Max (þó í 3. sæti yfir flest stig) Þjálfari: Alfreð Elías Jóhannsson (5. tímabil)
Markahæstar Selfoss í Pepsi Max-deildinni 2020 Tiffany McCarty 9 Dagný Brynjarsdóttir 5 Magdalena Anna Reimus 3
Lykilmenn Barbára Sól Gísladóttir, 20 ára bakvörður Emma Checker, 25 ára miðvörður Hólmfríður Magnúsdóttir, 36 ára kantmaður
Pepsi Max-deild kvenna Stjarnan UMF Selfoss Tengdar fréttir Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00 Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Nýja elsta kona heims elskar fótbolta Fótbolti Segir að Forest fari í titilbaráttu með sigri á Liverpool Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Spá um 7. og 8. sæti í Pepsi Max kvenna: Mikið um nýja útlendinga í báðum liðum ÍBV og Þróttur verða að passa sig í sumar en munu halda sæti sínu í Pepsi Max deildinni í haust samkvæmt spánni okkar. Bæði lið gætu þó komist ofar í töflunni verða þau heppin með marga af sínum nýju erlendu leikmönnum. 1. maí 2021 10:00
Spá um 9. og 10. sæti í Pepsi Max kvenna: Aðeins of stórt skref fyrir nýliðana Það styttist í Pepsi Max deild kvenna í knattspyrnu og Vísir telur niður í Íslandsmótið með spá um lokaröð liðanna. Í dag eru það níunda og tíunda sætið sem eru tekin fyrir. 30. apríl 2021 10:00