Árleg spá um Íslandsmótið var frumsýnd í dag á kynningarfundi fyrir Pepsi Max deild karla sem fór fram í höfuðstöðvum KSÍ.
Blikar hafa ekki orðið Íslandsmeistar í ellfu ár eða síðan sumarið 2010 en liðið hefur verið óstöðvandi á undirbúningstímabilinu.
Valsmenn endaði í öðru sæti í spánni og FH-ingar eiga að taka þriðja sætið á undan KR.
Skagamönnum er spáð falli ásamt nýliðum Leiknis úr Breiðholti en hinir nýliðarnir í Keflavík munu bjarga sér.
Fyrsti leikur Pepsi Max deildarinnar er annað kvöld þegar Valur tekur á móti ÍA á Hlíðarenda.
Spá fyrirliða, þjálfara og forráðamanna fyrir Pepsi Max 2020:
- 1. Breiðablik
- 2. Valur
- 3. FH
- 4. KR
- 5. Stjarnan
- 6. KA
- 7. Víkingur
- 8. Fylkir
- 9. HK
- 10. Keflavík
- 11. ÍA
- 12. Leiknir