Stöð 2 Sport áfram með íslenska boltann Sindri Sverrisson skrifar 29. apríl 2021 09:01 Íslandsmeistarar Vals verða á Stöð 2 Sport í sumar og þar verður Íslandsmótið í fótbolta fram til ársins 2026 hið minnsta. vísir/vilhelm Úrvalsdeildir karla og kvenna í fótbolta verða áfram á Stöð 2 Sport að minnsta kosti næstu fimm árin eftir að Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, ákvað að ganga til samninga við Sýn, sem á og rekur Stöð 2 Sport. ÍTF sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis í dag. Stöð 2 hefur verið með sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu frá árinu 1997 og mun sýna íslenska boltann á stöðvum sínum í sumar. Samningsgerðin nú er svo vegna tímabilanna frá 2022 til 2026. Í tilkynningu ÍTF segir að fjölmargir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt því áhuga að fá sýningarréttinn frá Pepsi Max-deildunum, eins og úrvalsdeildirnar heita í dag. „Reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport“ hafi hins vegar ráðið úrslitum um við hvaða aðila var ákveðið að semja. Aðilar hafa nú fimm vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður um útsendingar frá bikarkeppnunum og næstefstu deildum standa nú yfir við aðra aðila en Sýn, samkvæmt tilkynningu ÍTF. Síðar á árinu verður samið um streymis-, nafna- og útsendingarétt erlendis. Fréttatilkynning ÍTF: Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar hf. Pepsi Max-deild karla Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
ÍTF sendi frá sér fréttatilkynningu þessa efnis í dag. Stöð 2 hefur verið með sýningarrétt frá íslenskri knattspyrnu frá árinu 1997 og mun sýna íslenska boltann á stöðvum sínum í sumar. Samningsgerðin nú er svo vegna tímabilanna frá 2022 til 2026. Í tilkynningu ÍTF segir að fjölmargir aðilar, bæði innlendir og erlendir, hafi sýnt því áhuga að fá sýningarréttinn frá Pepsi Max-deildunum, eins og úrvalsdeildirnar heita í dag. „Reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport“ hafi hins vegar ráðið úrslitum um við hvaða aðila var ákveðið að semja. Aðilar hafa nú fimm vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður um útsendingar frá bikarkeppnunum og næstefstu deildum standa nú yfir við aðra aðila en Sýn, samkvæmt tilkynningu ÍTF. Síðar á árinu verður samið um streymis-, nafna- og útsendingarétt erlendis. Fréttatilkynning ÍTF: Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust. Vísir og Stöð 2 Sport eru í eigu Sýnar hf.
Íslenskur toppfótbolti, ÍTF, hefur ákveðið að ganga til samninga við Sýn hf/Stöð 2 Sport um útsendingarétt frá efstu deildum karla og kvenna frá árinu 2022 og næstu 4 ár þar á eftir eða til ársins 2026. Stöð 2 hefur frá árinu 1997 haft sýningarétt frá íslenskri knattspyrnu og lagt mikinn metnað í að taka þátt í uppbyggingu og útbreiðslu íþróttarinnar. Í tilboði Stöðvar 2 Sport er gert ráð fyrir fjölmörgum nýjungum, m.a. varðandi innleiðingu stafrænnar tækni, sem gerir aðgengilega alla leiki í bæði karla- og kvennadeildum. ÍTF og KSÍ óskuðu í síðasta mánuði eftir tilboðum í útsendingaréttindi. Fjölmargir aðila, innlendir og erlendir, sýndu áhuga á þessum réttindum, en reynsla, framtíðarsýn og fjárhagsleg geta Stöðvar 2 Sport voru þættir sem réðu útslitum þegar ákveðið var að velja framtíðarsamstarfsaðila. Aðilar hafa nú 5 vikur til að ljúka samningsgerð. Viðræður vegna útsendingaréttar frá Bikarkeppni KSÍ og næst efstu deildum karla og kvenna standa yfir við aðra aðila. Búist er við því að þeim viðræðum ljúki innan fárra vikna. Önnur réttindi, s.s. streymis- og nafna-, og útsendingaréttur erlendis, fara í byrjun sumars í sambærilegt ferli og er ætlunin að ljúka samningum þ.a.l. næsta haust.
Pepsi Max-deild karla Fjölmiðlar Tengdar fréttir Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46 Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Sjáðu veglegan upphitunarþátt Pepsi Max stúkunnar Gummi Ben hitaði ásamt góðum gestum rækilega upp fyrir tímabilið sem er að hefjast í Pepsi Max deild karla í fótbolta, í Stúkunni á Stöð 2 Sport. Þáttinn má nú sjá í heild sinni hér á Vísi. 29. apríl 2021 08:46