Sagði lýðræðið þurfa að sanna sig Samúel Karl Ólason skrifar 29. apríl 2021 08:59 Joe Biden, forseti, Kamala Harris, varaforseti, og Nancy Pelosi, forseti fulltrúadeildar. AP/Melina Mara Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, lagði línurnar í nótt að umfangsmiklum breytum á velferðarkerfi Bandaríkjanna og umsvifum alríkisins á hagkerfið. Þetta sagði hann í fyrsta ávarpi sínu fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í nótt. Ræða hans snerist að miklu leyti um það að selja kostnaðarsamar áætlanir hans í uppbyggingu innviða og breytingar í velferðarkerfinu. Forsetinn vill verja 1,8 billjón dala í málefni barna og fjölskyldna. Það er að segja auka framlög til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta, svo eitthvað sé nefnt. Alls vill Biden verja fjórum billjónum dala í þessi verkefni (4.000.000.000.000). Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar er meirihluti Demókrata á þingi mjög lítill og einhverjir Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um áætlanir hans og hve kostnaðarsamar þær eru. Repúblikanar hafa gert það sömuleiðis og af mun meiri ákafa. Biden er þó hvergi banginn og staðhæfði að Bandaríkin væru að ná nýjum hæðum. „Bandaríkin eru tilbúin fyrir flugtak,“ sagði hann. Biden sagði einnig að Bandaríkin væru að leiða heiminn á nýjan leik og hefðu sýnt heiminum að Bandaríkin gæfust ekki upp. Joe Biden, forseti, heilsar Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Eins og sjá má var aðgengi að þingsalnum verulega takmarkað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.AP/Melina Mara Sagði lýðræðið þurfa að sanna að það virki Þá talaði Biden um vanda lýðræðisins þessa dagana og krafðist hann þess að stjórnvöld sæju um eigin íbúa. Hann sagði að til að keppa við einræðisríki eins og Kína þyrftu Bandaríkin að sanna að lýðræðið virki enn, jafnvel þó forveri hans hefði grafið verulega undan því. „Getur lýðræði okkar komist yfir lygarnar, reiðina, hatrið og óttann sem hafa sundrað okkur?“ spurði hann. „Andstæðingar Bandaríkjanna, einræðisherrar heimsins, eru að veðja á að við getum það ekki. Þeir standa í þeirri trú að við séum full af reiði, sundrung og heift. Þeir horfa á myndir af árásinni á þinghúsið sem sönnun þess að komið er að endalokum bandarísks lýðræðis,“ sagði Biden. „Þeir hafa rangt fyrir sér og við þurfum að sanna að þeir hafi rangt fyrir sér.“ Hér má sjá hluta ræðu Bidens. Í heild sinni var ræðan rúmlega klukkustundarlöng. Öldungadeildarþingmaðurinn Tim Scott flutti svarræðu Repúblikana og byrjaði hann á að gagnrýna Biden og sakaði hann um að brjóta loforð sitt um að reyna að starfa með Repúblikönum á þingi. Staðhæfði hann að Demókratar beittu kynþáttadeilum sem pólitísku vopni. Scott er eini þeldökki öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og einn ellefu þeldökkra öldungadeildarþingmanna Bandaríkjanna. Hann hélt því fram að Bandaríkin væru ekki rasískt land og talaði á þann veg að kerfisbundinn rasismi væri ekki til. Scott sakaði Biden einnig um að vilja ekki starfa með Repúblikönum og gagnrýndi forsetann fyrir hans helstu stefnumál í upphafi forsetatíðar hans. Nefndi hann aðgerðir Bidens gegn faraldri nýju kórónuveirunnar og innspýtingu í hagkerfið, gerði lítið úr þeim og sagði þær sóun á almannafé. Gagnrýndi hann sérstaklega að skólum hefði verið lokað eða aðgengi takmarkað í sóttvarnaraðgerðum, sem sérfræðingar lögðu til. Scott talaði einnig um kosningar í Bandaríkjunum og staðhæfði að Repúblikanar styddu það að gera það að kjósa auðveldara og það að svindla erfiðiara. Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að kjósa á grundvelli ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann ósigur í forsetakosningunum í fyrra. Sjá einnig: Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Aðgerðir Repúblikana beinast að miklu leyti að borgum Bandaríkjanna og segja sérfræðingar að þær muni koma verulega niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum, sem þykja líklegri til að veita Demókrötum atkvæði sín. Hér má sjá hluta ræðu Tim Scott. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Tengdar fréttir Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. 28. apríl 2021 23:31 Kærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Bólusettir geti verið grímulausir utandyra Þeir sem hafa þegar verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni þurfa ekki að nota grímur utandyra nema þeir séu í stórum hópi ókunnungs fólks samkvæmt nýjum leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Óbólusettir geta líka sleppt grímum utandyra við ákveðnar aðstæður. 27. apríl 2021 20:57 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Ræða hans snerist að miklu leyti um það að selja kostnaðarsamar áætlanir hans í uppbyggingu innviða og breytingar í velferðarkerfinu. Forsetinn vill verja 1,8 billjón dala í málefni barna og fjölskyldna. Það er að segja auka framlög til leikskóla, dagvistunar, háskólamenntunar og barnabóta, svo eitthvað sé nefnt. Alls vill Biden verja fjórum billjónum dala í þessi verkefni (4.000.000.000.000). Eins og segir í grein AP fréttaveitunnar er meirihluti Demókrata á þingi mjög lítill og einhverjir Demókratar hafa lýst yfir efasemdum um áætlanir hans og hve kostnaðarsamar þær eru. Repúblikanar hafa gert það sömuleiðis og af mun meiri ákafa. Biden er þó hvergi banginn og staðhæfði að Bandaríkin væru að ná nýjum hæðum. „Bandaríkin eru tilbúin fyrir flugtak,“ sagði hann. Biden sagði einnig að Bandaríkin væru að leiða heiminn á nýjan leik og hefðu sýnt heiminum að Bandaríkin gæfust ekki upp. Joe Biden, forseti, heilsar Nancy Pelosi, forseta fulltrúadeildarinnar. Eins og sjá má var aðgengi að þingsalnum verulega takmarkað vegna faraldurs nýju kórónuveirunnar.AP/Melina Mara Sagði lýðræðið þurfa að sanna að það virki Þá talaði Biden um vanda lýðræðisins þessa dagana og krafðist hann þess að stjórnvöld sæju um eigin íbúa. Hann sagði að til að keppa við einræðisríki eins og Kína þyrftu Bandaríkin að sanna að lýðræðið virki enn, jafnvel þó forveri hans hefði grafið verulega undan því. „Getur lýðræði okkar komist yfir lygarnar, reiðina, hatrið og óttann sem hafa sundrað okkur?“ spurði hann. „Andstæðingar Bandaríkjanna, einræðisherrar heimsins, eru að veðja á að við getum það ekki. Þeir standa í þeirri trú að við séum full af reiði, sundrung og heift. Þeir horfa á myndir af árásinni á þinghúsið sem sönnun þess að komið er að endalokum bandarísks lýðræðis,“ sagði Biden. „Þeir hafa rangt fyrir sér og við þurfum að sanna að þeir hafi rangt fyrir sér.“ Hér má sjá hluta ræðu Bidens. Í heild sinni var ræðan rúmlega klukkustundarlöng. Öldungadeildarþingmaðurinn Tim Scott flutti svarræðu Repúblikana og byrjaði hann á að gagnrýna Biden og sakaði hann um að brjóta loforð sitt um að reyna að starfa með Repúblikönum á þingi. Staðhæfði hann að Demókratar beittu kynþáttadeilum sem pólitísku vopni. Scott er eini þeldökki öldungadeildarþingmaður Repúblikanaflokksins og einn ellefu þeldökkra öldungadeildarþingmanna Bandaríkjanna. Hann hélt því fram að Bandaríkin væru ekki rasískt land og talaði á þann veg að kerfisbundinn rasismi væri ekki til. Scott sakaði Biden einnig um að vilja ekki starfa með Repúblikönum og gagnrýndi forsetann fyrir hans helstu stefnumál í upphafi forsetatíðar hans. Nefndi hann aðgerðir Bidens gegn faraldri nýju kórónuveirunnar og innspýtingu í hagkerfið, gerði lítið úr þeim og sagði þær sóun á almannafé. Gagnrýndi hann sérstaklega að skólum hefði verið lokað eða aðgengi takmarkað í sóttvarnaraðgerðum, sem sérfræðingar lögðu til. Scott talaði einnig um kosningar í Bandaríkjunum og staðhæfði að Repúblikanar styddu það að gera það að kjósa auðveldara og það að svindla erfiðiara. Repúblikanar víðsvegar um Bandaríkin vinna nú hörðum höndum að því að gera fólki erfiðara að kjósa á grundvelli ósanninda Donalds Trump, fyrrverandi forseta, og bandamanna hans um að umfangsmikið svindl hafi kostað hann ósigur í forsetakosningunum í fyrra. Sjá einnig: Sagði að án takmarkana á kjörsókn muni Repúblikanar tapa um árabil Aðgerðir Repúblikana beinast að miklu leyti að borgum Bandaríkjanna og segja sérfræðingar að þær muni koma verulega niður á þeldökkum Bandaríkjamönnum, sem þykja líklegri til að veita Demókrötum atkvæði sín. Hér má sjá hluta ræðu Tim Scott.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Joe Biden Tengdar fréttir Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. 28. apríl 2021 23:31 Kærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52 Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32 Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07 Bólusettir geti verið grímulausir utandyra Þeir sem hafa þegar verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni þurfa ekki að nota grímur utandyra nema þeir séu í stórum hópi ókunnungs fólks samkvæmt nýjum leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Óbólusettir geta líka sleppt grímum utandyra við ákveðnar aðstæður. 27. apríl 2021 20:57 Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Hópur drengja rændi fimmtán ára dreng og stal af honum úlpu Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Erlent Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Innlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Furðar sig á seinagangi meirihlutaviðræðna Innlent Fleiri fréttir Árásarmaðurinn í Austurríki sagður tengjast Íslamska ríkinu Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Unglingsstrákur lést í hnífaárás Mæðgur látnar eftir árásina í München Kallar eftir evrópskum her Ný sveit njósnara leiðir skuggastríð Rússa Þremur gíslum sleppt en framtíð vopnahlésins óljós Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Ætla að sleppa þremur gíslum Húðskammaði ráðamenn í Evrópu Vara við fordæmalausu kynferðisofbeldi gegn börnum Leita í neyðarbirgðirnar til að knýja fram verðlækkun á hrísgrjónum Hótar hertum aðgerðum neiti Pútín að semja Segir Úkraínu enn á leið í NATO Segja nánast öllum nýjum starfsmönnum upp Sprengjudróni flaug á steinhvelfingu Tsjernobyl-versins Fjörutíu og fjórar konur í Svíþjóð látnar gangast undir óþarfa legnám Vill draga úr útgjöldum til varnarmála með nýjum kjarnorkuvopnasamningum Hélt hann hefði verið étinn af hval RFK verður heilbrigðisráðherra Fékk að vera áfram í Þýskalandi eftir höfnun Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Sýndi á spilin fyrir viðræður Sebrahestur gengur laus á Jótlandi Trump stjórnarformaður Kennedy miðstöðvarinnar og listamenn flýja Ók á fólk á götum München: Segja að um árás sé að ræða og 27 eru særðir Danir telja Rússa geta hafið stórstríð í Evrópu á allra næstu árum Tólf særðir eftir að handsprengju var kastað í Grenoble Ráðamenn í Evrópu uggandi vegna viðræðna Trump og Pútín Trump segir samningaviðræður um Úkraínustríðið hefjast strax Sjá meira
Biden boðar von um betri tíð eftir faraldur og kreppu Efnahagsbati eftir kórónuveirufaraldurinn verður efst á baugi í fyrsta ávarpi Joes Biden Bandaríkjaforseta fyrir báðum deildum Bandaríkjaþings í kvöld. Í ávarpinu ætlar forsetinn að lýsa því hvernig Bandaríkin eru „komin aftur af stað“ og hvernig hann sér fyrir sér að alríkisstjórnin geti bætt líf landsmanna. 28. apríl 2021 23:31
Kærðir fyrir hatursglæp vegna morðsins á Ahmaud Arbery Þrír hvítir karlmenn í Georgíu í Bandaríkjunum hafa verið ákærðir fyrir hatursglæp og tilraun til frelsissviptingar í tengslum við morðið á Ahmaud Arbery, svörtum skokkara, í fyrra. Feðgar sem eltu Arbery eru ákærðir fyrir að hafa myrt hann. 28. apríl 2021 23:52
Húsleit gerð á heimili Rudys Giuliani Fulltrúar bandarísku alríkislögreglunnar gerðu húsleit á heimili og skrifstofu Rudys Giuliani, fyrrverandi borgarstjóra New York og persónulegs lögmanns Donalds Trump fyrrverandi forseta, á Manhattan í dag. Leitin er sögð liður í rannsókn á því hvort að Giuliani hafi starfað fyrir erlend ríki á laun. 28. apríl 2021 18:32
Selunum sigað á Kína og Rússland Yfirmenn herafla Bandaríkjanna hafa ákveðið að gera töluverðar breytingar á einhverjum frægust herdeildum sérsveitarmanna í heiminum. Með breytingunum eiga svokallaðir Selir að leggja minni áherslu á stríðið gegn hryðjuverkum og meiri áherslu á átök milli ríkja. 28. apríl 2021 15:07
Bólusettir geti verið grímulausir utandyra Þeir sem hafa þegar verið fullbólusettir gegn kórónuveirunni þurfa ekki að nota grímur utandyra nema þeir séu í stórum hópi ókunnungs fólks samkvæmt nýjum leiðbeiningum Sóttvarnastofnunar Bandaríkjanna (CDC). Óbólusettir geta líka sleppt grímum utandyra við ákveðnar aðstæður. 27. apríl 2021 20:57