Gummi Ben um breytinguna á Pepsi Max Stúkunni: Þetta er bara nútíminn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. apríl 2021 16:40 Guðmundur Benediktsson stýrir áfram Pepsi Max Stúkunni í sumar. S2 Sport Guðmundur Benediktsson og félagar fara aftur af stað með Pepsi Max stúkuna í kvöld en þá verður spáð í spilin fyrir komandi tímabil í Pepsi Max deild karla í fótbolta. Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
Það eru bara tveir dagar í það að Pepsi Max deildin hefjist hjá körlunum eða með opnunarleik Vals og ÍA á Hlíðarenda á föstudagskvöldið. Fyrsta umferðin klárast síðan á laugardag og sunnudag. Í kvöld mun Guðmundur Benediktsson fara yfir komandi tímabil í Pepsi Max stúkunni og ræða við þjálfara liðanna tólf sem spila í deildinni í sumar. Guðmundur mun síðan líka fá þjálfara liðanna tólf til að svara ýmsum spurningum um komandi tímabil eins og hverjir falla, hverjir koma mest á óvart, hver verður bestur og hverjir verða meistarar. Pepsi Max stúka kvöldsins hefst klukkan 21.30 á Stöð 2 Sport eða strax á eftir Meistaradeildinni. Guðmundur Benediktsson ræddi við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í dag um fyrirkomulag Pepsi Max Stúkunnar í sumar en hún mun taka smá breytingum á milli ára. „Það eina sem ég veit er að þetta verður ógeðslega gaman. Þetta er að byrja á föstudaginn og við ætlum að auka alla umfjöllun um deildina,“ sagði Guðmundur Benediktsson. „Við ætlum að gera upp hvern einasta dag. Hver leikdagur verður gerður upp eftir síðasta leik þann daginn. Ef það er einn leikur þá gerum við hann upp en ef að það eru þrír leikir þá gerum við þá upp,“ sagði Guðmundur. „Ég held að það verði meiri og betri umfjöllun,“ sagði Guðmundur og það er breytingar á mönnunum í stúkunni. Klippa: Breytingar á Pepsi Max Stúkunni í sumar „Við erum komnir með nýja sérfræðinga í okkar lið. Við misstum góða menn í þjálfun og önnur störf. Við erum komnir með sterka nýja pósta inn. Óli Jóh kemur með mestu reynslu sem hefur sést í íslensku sjónvarpi leyfi ég mér að fullyrða,“ sagði Guðmundur en Ólafur Jóhannesson ætlar að setjast í sérfræðingastólinn í sumar. „Svo erum við með Jón Þór fyrrum landsliðsþjálfara kvenna og Baldur Sigurðsson kemur líka inn auk sérfræðinganna sem verða áfram frá síðustu leiktíð. Ég er bara spenntur fyrir þessu öllu,“ sagði Guðmundur. Stóra breytingin á Pepsi Max Stúkunni er að það verður ekki lengur þessi eini uppgjörsþáttur eftir hverja umferð heldur verður allt gert upp strax eftir leiki. „Það er 2021 og við eigum að hætta með svona bálka eftir umferðina þar sem er kannski verið að tala um þriggja daga gamla leiki. Nú bara gerum við þetta upp á hverjum leikdegi og það verður, held ég, allt miklu betra. Þetta er bara nútíminn,“ sagði Guðmundur Benediktsson en það má horfa á spjallið við hann hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Pepsi Max stúkan Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira