Aldrei fleiri umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 28. apríl 2021 13:27 Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Landssamtaka Þroskahjálpar, segir að skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar verði að hafa hraðar hendur því brýnt sé að tryggja nemendum með fötlun viðunandi aðbúnað og stuðning. Þroskahjálp/SunnaBen Skóla-og frístundasvið Reykjavíkurborgar hefur aldrei fengið jafnmargar umsóknir um pláss í sérdeildir fyrir einhverf börn. Þær voru alls 38 þetta vorið. Í ár þurfti því að synja 30 börnum um pláss en viðkomandi hafa andmælarétt til 3. maí. Formaður Landssamtaka Þroskahjálpar segir foreldra þeirra barna sem ekki komast að í ár kvíða komandi tímum. Við sex grunnskóla í borginni eru svokallaðar einhverfudeildir þar sem pláss er fyrir 58 nemendur. Foreldrar 30 barna með einhverfu fengu synjunarbréf á dögunum en á bilinu sex til átta börn komast inn á deildirnar á ári hverju. Í skriflegu svari frá skóla- og frístundasviði segir að reynslan sýni „að margir foreldrar nemenda sem ekki komast inn í einhverfudeild og fara í almennan skóla draga umsókn til baka því reynslan af almennum skóla kemur þeim mjög á óvart og nemendum líður yfirleitt mjög vel í almennri bekkjardeild.“ Starfsfólk skóla-og frístundasviðs telur að margt komi til sem skýri þá miklu aukningu á umsóknum sem var þetta árið. „Auknar greiningar og að hluta til misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði en markmið þeirra er að nemendur þeirra fari í almennar bekkjardeildir.“ Óttaslegnir foreldrar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir skýringuna á aukningu ekki aðalatriði heldur hitt, að tryggja börnum viðunandi stuðning. „Sama hver ástæðan er þá er auðvitað mikilvægast núna að finna leiðir til að mæta þessum börnum og tryggja það að þau fái þann aðbúnað sem þau þurfa og eiga rétt á. Það þarf að hafa hraðar hendur til að finna út úr því. Þessi ótti foreldra er svo skiljanlegur því það er svo mikið óöryggi almennt hjá foreldrum þegar börn flytjast af einu skólastigi yfir á annað og sérstaklega úr leikskóla yfir á grunnskóla og ég tala nú ekki um þegar barnið er með fötlun sem gerir það að verkum að það er meiri hætta á félagslegri einangrun, útilokun og vanlíðan þá eykst þessi ótti. Það er bara mjög skiljanlegt að foreldrar hafi miklar áhyggjur og við verðum að hlusta á foreldra og finna leiðir til að tryggja velferð þessa barna.“ Bryndís segir að takmarkinu um skóla án aðgreiningar verði aldrei náð fyrr en almennir skólar ná að mæta þörfum nemenda með fötlun. „Staðan í dag er þannig að svo virðist ekki vera. Almenni skólinn nær ekki utan um þetta. Það er ekki nægilega mikil fagleg aðstoð og húsnæði og annað er ekki miðað við þarfir þessara nemenda þannig að það er mjög skiljanlegt að foreldrar vilji frekar að börnin þeirra fari á sérdeild á meðan staðan er svona.“ Nokkrir foreldrar, ásamt Þroskahjálp og Einhverfusamtökunum hafa boðað til samráðsfundar vegna stöðunnar. Fundurinn verður haldinn í dag klukkan 18.00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð og á samskiptaforritinu Teams. Nánari upplýsingar á Þroskahjálp.is. Viðeigandi stuðningur nauðsynlegur á mótunarárunum Bryndís segir að það sé gríðarlega mikilvægt að umrædd börn fái viðeigandi stuðning á mótunarárunum. „Ef þau fá ekki þann faglega stuðning sem þau þurfa á að halda þá er hætt við því að þau nái ekki þeim þroska sem þau hugsanlega gætu gert ef þau fengju viðeigandi faglegan stuðning og því miður hefur það verið töluvert algengt að fötluð börn sem þurfa mikinn stuðning inni í skólakerfinu - börn með þroskahömlum og einhverfu - að ófaglært fólk fylgir þeim, oftast mjög gott fólk, ég geri ekki lítið úr því en þessi þjálfun og örvun sem þarf að fylgja með, hún er ekki til staðar því hvorki þekking né reynsla er til staðar inn í almenna skólanum svona almennt. Auðvitað er hún einhvers staðar, ég dreg ekki úr því vegna þess að það er mjög víða verið að vinna mjög gott starf en það er mjög víða pottur brotinn og það mun ekki lagast nema menn horfist í augu við þær þarfir sem þessi börn hafa og mæta þeim með viðeigandi hætti.“ Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira
Við sex grunnskóla í borginni eru svokallaðar einhverfudeildir þar sem pláss er fyrir 58 nemendur. Foreldrar 30 barna með einhverfu fengu synjunarbréf á dögunum en á bilinu sex til átta börn komast inn á deildirnar á ári hverju. Í skriflegu svari frá skóla- og frístundasviði segir að reynslan sýni „að margir foreldrar nemenda sem ekki komast inn í einhverfudeild og fara í almennan skóla draga umsókn til baka því reynslan af almennum skóla kemur þeim mjög á óvart og nemendum líður yfirleitt mjög vel í almennri bekkjardeild.“ Starfsfólk skóla-og frístundasviðs telur að margt komi til sem skýri þá miklu aukningu á umsóknum sem var þetta árið. „Auknar greiningar og að hluta til misskilningur um að einhverfudeild sé framtíðarúrræði en markmið þeirra er að nemendur þeirra fari í almennar bekkjardeildir.“ Óttaslegnir foreldrar Bryndís Snæbjörnsdóttir, formaður Þroskahjálpar, segir skýringuna á aukningu ekki aðalatriði heldur hitt, að tryggja börnum viðunandi stuðning. „Sama hver ástæðan er þá er auðvitað mikilvægast núna að finna leiðir til að mæta þessum börnum og tryggja það að þau fái þann aðbúnað sem þau þurfa og eiga rétt á. Það þarf að hafa hraðar hendur til að finna út úr því. Þessi ótti foreldra er svo skiljanlegur því það er svo mikið óöryggi almennt hjá foreldrum þegar börn flytjast af einu skólastigi yfir á annað og sérstaklega úr leikskóla yfir á grunnskóla og ég tala nú ekki um þegar barnið er með fötlun sem gerir það að verkum að það er meiri hætta á félagslegri einangrun, útilokun og vanlíðan þá eykst þessi ótti. Það er bara mjög skiljanlegt að foreldrar hafi miklar áhyggjur og við verðum að hlusta á foreldra og finna leiðir til að tryggja velferð þessa barna.“ Bryndís segir að takmarkinu um skóla án aðgreiningar verði aldrei náð fyrr en almennir skólar ná að mæta þörfum nemenda með fötlun. „Staðan í dag er þannig að svo virðist ekki vera. Almenni skólinn nær ekki utan um þetta. Það er ekki nægilega mikil fagleg aðstoð og húsnæði og annað er ekki miðað við þarfir þessara nemenda þannig að það er mjög skiljanlegt að foreldrar vilji frekar að börnin þeirra fari á sérdeild á meðan staðan er svona.“ Nokkrir foreldrar, ásamt Þroskahjálp og Einhverfusamtökunum hafa boðað til samráðsfundar vegna stöðunnar. Fundurinn verður haldinn í dag klukkan 18.00 á Háaleitisbraut 13, 4. hæð og á samskiptaforritinu Teams. Nánari upplýsingar á Þroskahjálp.is. Viðeigandi stuðningur nauðsynlegur á mótunarárunum Bryndís segir að það sé gríðarlega mikilvægt að umrædd börn fái viðeigandi stuðning á mótunarárunum. „Ef þau fá ekki þann faglega stuðning sem þau þurfa á að halda þá er hætt við því að þau nái ekki þeim þroska sem þau hugsanlega gætu gert ef þau fengju viðeigandi faglegan stuðning og því miður hefur það verið töluvert algengt að fötluð börn sem þurfa mikinn stuðning inni í skólakerfinu - börn með þroskahömlum og einhverfu - að ófaglært fólk fylgir þeim, oftast mjög gott fólk, ég geri ekki lítið úr því en þessi þjálfun og örvun sem þarf að fylgja með, hún er ekki til staðar því hvorki þekking né reynsla er til staðar inn í almenna skólanum svona almennt. Auðvitað er hún einhvers staðar, ég dreg ekki úr því vegna þess að það er mjög víða verið að vinna mjög gott starf en það er mjög víða pottur brotinn og það mun ekki lagast nema menn horfist í augu við þær þarfir sem þessi börn hafa og mæta þeim með viðeigandi hætti.“
Skóla - og menntamál Börn og uppeldi Grunnskólar Reykjavík Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Vextir og kosningar í Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Ögurstund runnin upp í Karphúsinu „Vöfflumaðurinn“ fékk sér vöffluhúðflúr Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Sjá meira