Gerðu lengsta samning í sögu Bundesligunnar Eiður Þór Árnason skrifar 28. apríl 2021 12:30 Philipp Max og Alfreð Finnbogason, leikmenn Augsburg. AFP/NENT Group Nordic Entertainment Group (NENT Group) hefur framlengt sýningarrétt sinn á þýsku Bundesligunni og verður sýnt frá þýsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á streymisveitunni Viaplay til ársins 2029. Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils. Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku. Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila. Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf. Þýski boltinn Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35 Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Samningur NENT Group nær til Norðurlandanna, Eystrasaltslandanna og Póllands og felur einnig í sér einkarétt á sýningum frá þýska Ofurbikarnum og umspilinu um áframhaldandi sæti í Bundesligunni í lok tímabils. Samkomulagið er lengsta sýningarsamkomulag sem bæði NENT Group og Bundesliga International hafa nokkurn tímann gert. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. Sænska fjölmiðlasamsteypan mun sýna beint frá fleiri en 300 leikjum í Bundesligunni og Bundesligu 2 á hverju keppnistímabili. Ofurdeildarumræðan hafi styrkt þýska boltann „Það eru mjög góðar fréttir að þýski boltinn sé með tryggt heimili á Íslandi. Fótboltinn í deildinni er skemmtilegur og deildin er full af stjörnum alls staðar af úr heiminum,“ segir Alfreð Finnbogason, leikmaður Augsburg, í tilkynningunni. „Mesta fjörið er í Þýskalandi og Bundesligan er með flestu mörkin af topp deildunum. Ég held að atburðir síðustu viku með Ofurdeildina styrki þýska fótboltann til lengri tíma. Nánast öll liðin eru í eigu stuðningsmanna þar en ekki eigenda sem kannski hafa ekki áhuga á fótbolta,“ er haft eftir Hjörvari Hafliðasyni, yfirmanni íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi. Ásamt því að sýna frá leikjum í Bundersligunni mun Viaplay bjóða upp á leiklýsingar og umfjöllun um leikina á íslensku. Hrist upp í íslenskum fjölmiðlamarkaði Viaplay hóf íþróttaútsendingar hér á landi í maí á síðasta ári og kom eins og stormsveipur inn í íslenskt fjölmiðlaumhverfi. Streymisveitan hefur síðustu ár sópað til sín íþróttasýningaréttum á hinum Norðurlöndunum og veitir nú íslenskum miðlum harða samkeppni. Mikla athygli vakti þegar greint var frá því að NENT Group, móðurfélag Viaplay, hafi tryggt sér sýningarréttinn á leikjum íslenska karlalandsliðsins í fótbolta á árunum 2022 til 2028. Er það í fyrsta sinn sem rétturinn fer til erlendra aðila. Skiptar skoðanir eru um þróunina en Vísir fjallaði ítarlega um tilkomu Viaplay á íslenskan markað í febrúar. Vísir og Stöð 2 Sport eru bæði í eigu Sýnar hf.
Þýski boltinn Fótbolti Fjölmiðlar Tengdar fréttir Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53 Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12 Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35 Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13 Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Hjörvar ráðinn yfirmaður íþróttamála hjá Viaplay á Íslandi Hjörvar Hafliðason hefur verið ráðinn í nýja stöðu íþróttastjóra hjá Viaplay sport á Íslandi. 12. mars 2021 11:53
Rúrik Gíslason leiðir knattspyrnuumfjöllun Viaplay Rúrik Gíslason, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, mun leiða knattspyrnuumfjöllun streymisveitunnar Viaplay á Íslandi frá tímabilinu 2021/2022. 22. febrúar 2021 09:12
Viaplay sýnir landsleiki Íslands 2022-2028 Viaplay hefur tryggt sér sýningarrétt á undankeppni EM í knattspyrnu 2024, HM 2026 og EM 2028 auk Þjóðadeildarinnar sem fer fram 2023, 2025 og 2027. Þetta kemur fram í tilkynningu frá NENT Group. 2. febrúar 2021 09:35
Meistaradeildin áfram á Stöð 2 Sport í samstarfi við Viaplay Stöð 2 Sport hefur tryggt sér sýningarrétt að stærstu félagsliðakeppnum Evrópu í knattspyrnu og mun sýna frá Meistaradeild Evrópu, Evrópudeildinni og nýrri keppni, UEFA Europe Conference League, frá 2021 til 2024. 21. janúar 2021 08:13