Handbolti

Býst við fleiri félagaskiptabombum úr Eyjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bjarni Fritzson býst við að ÍBV sæki fleiri sterka leikmenn fyrir næsta tímabil.
Bjarni Fritzson býst við að ÍBV sæki fleiri sterka leikmenn fyrir næsta tímabil. stöð 2 sport

Strákarnir í Seinni bylgjunni ræddu meðal annars um hræringar á félagaskiptamarkaðnum í Olís-deild karla í Lokaskotinu. Þeir eiga von á fleiri stóru félagaskiptum.

Mikið líf hefur verið á félagaskiptamarkaðnum þótt þessu tímabili sé langt frá því að vera lokið. Tilkynnt hefur verið um heimkomu Gunnars Steins Jónssonar, Rúnars Kárasonar og Óðins Þórs Ríkharðssonar og þá munu Björgvin Páll Gústavsson, Arnar Freyr Ársælsson og Einar Rafn Eiðsson færa sig um set innann Olís-deildarinnar.

„Glugginn breyttist í fyrra þegar hann var opnaður 1. janúar. Þá fara þau lið sem eru skipulögð strax í þetta og byrja að undirbúa næsta tímabil. Þetta eru góðar bombur,“ sagði Bjarni Fritzson.

„KA ætlar að halda áfram og það er rosalega gott að sjá það. Þeir ætla að taka næsta skref. Rúnar Kárason til Vestmannaeyja. Ég hugsa að við eigum eftir að sjá meira þaðan, eitthvað gott.“

Klippa: Seinni bylgjan - Lokaskotið

Einar Andri Einarsson segist enn vera að venjast þessum nýja veruleika, að félagaskipti séu tilkynnt svona snemma.

„Þetta er að verða pínu skrítið núna. Það eru tveir til þrír að koma hér og fara og spila svo við nýja liðið sitt. Við þekkjum þetta að utan en þetta er öðruvísi. Ég er ekki enn búinn að venjast þessu,“ sagði Einar Andri.

Bjarni trúir ekki öðru en þetta hafi áhrif á þá leikmenn sem vita að þeir munu skipta um lið eftir tímabilið, sama þótt þeir segi annað.

„Þetta getur truflað, burtséð frá því sem allir segja. Þetta getur klárlega truflað og farið í allar áttir,“ sagði Bjarni.

Horfa má á Lokaskotið í spilaranum hér fyrir ofan.


Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×