Nýja ofurtölvan liður í að vernda íslenskuna Eiður Þór Árnason skrifar 26. apríl 2021 11:38 Frá vinstri: Rui Gomes, Gísli Kr. Katrínarson, Vilhjálmur Þorsteinsson, Pétur Orri Ragnarsson, Vésteinn Snæbjarnarson, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, Haukur Barri Símonarson. Nýja tölvan hjálpar Miðeind að vinna hraðar og markvissar að aðkallandi verkefnum á sviði íslenskrar máltækni. Miðeind Gagnaversfyrirtækið atNorth, sem hét áður Advania Data Centers, hefur afhent sprotafyrirtækinu Miðeind eina öflugustu ofurtölvu landsins til afnota. Tölvan verður notuð í verkefnum á sviði máltækni og gervigreindar fyrir íslensku. Miðeind þróar meðal annars raddaðstoðarappið Emblu sem sem talar íslensku og getur svarað margs konar spurningum. Nýja ofurtölvan er hýst í Mjölnir DC, gagnaveri atNorth að Fitjum í Reykjanesbæ. Fram kemur í tilkynningu frá Miðeind að verkefni á borð við vélþýðingar milli íslensku og annarra tungumála, samantekt texta, spurningasvörun og talgreining séu í dag unnin með djúpum tauganetum sem líki að sumu leyti eftir því hvernig mannsheilinn starfi. Krefjast slík net mikils reikniafls og byggja á stórum gagnasöfnum. „Með tilkomu nýju ofurtölvunnar mun Miðeind geta unnið enn sjálfstæðar, hraðar og markvissar en áður að krefjandi og aðkallandi verkefnum sviði íslenskrar máltækni og gervigreindar.“ Tíu starfa hjá Miðeind sem tekur þátt í máltækniáætlun stjórnvalda og Almannaróms og er aðili að Samstarfi um íslenska máltækni (SÍM). Markmið máltækniáætlunar er að vernda íslenska tungu, með því að tryggja að fólk geti notað íslensku í samskiptum við og í gegnum stafræn tæki og tölvur. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM vinnur að smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni. Klæjar í puttana Ofurtölvan er frá bandaríska tæknifyrirtækinu Hewlett Packard Enterprise. Í henni eru átta nVidia A100 GPU-reikniörgjörvar sem eru þeir öflugustu sem í boði eru í heiminum í dag, að sögn atNorth. „Teymið okkar klæjar í puttana að beita nýju vélinni á ýmsar helstu áskoranir í íslenskri máltækni og gervigreind. Samvinnan við atNorth hefur verið einkar lipur og við hlökkum til áframhaldandi vaxtar í samstarfinu,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar, í tilkynningu. Auk þess að vinna að þróun Emblu rekur Miðeind vefina Vélþýðing.is og Yfirlestur.is, og gefur út íslenska máltæknihugbúnaðinn Greyni. Loks heldur sprotafyrirtækið úti Netskraflinu sem margir kannast við. Pétur Orri Ragnarsson, Vésteinn Snæbjarnarson, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, Haukur Barri Símonarson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Gleði var í loftinu þegar starfsfólk Miðeindar fékk að bera ofurtölvuna augum.Miðeind Vinna að því að gera íslenskuna aðgengilega atNorth er stærsta gagnaversfyrirtæki landsins en samhliða hefðbundinni gagnavershýsingu rekur fyrirtækið ofurtölvuþjónustu sem gerir fyrirtækjum kleift að nota ofurtölvur á svipaðan hátt og skýjaþjónustu. Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs atNorth, segir að Miðeind starfi á einu af mest spennandi sviðum upplýsingatækninnar í dag. „GPU reikniafl mun knýja tímamóta-lausnir sem, í tilfelli Miðeindar, gera okkar ástkæra og ylhýra tungumál aðgengilegt í tækniheiminum á heimsvísu, knúið af hreinni íslenskri raforku. Það er verkefni sem við hjá atNorth erum stolt af að styðja til árangurs,“ segir Gísli í tilkynningu. Íslenska á tækniöld Tækni Tengdar fréttir Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00 Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. 16. október 2019 20:15 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Miðeind þróar meðal annars raddaðstoðarappið Emblu sem sem talar íslensku og getur svarað margs konar spurningum. Nýja ofurtölvan er hýst í Mjölnir DC, gagnaveri atNorth að Fitjum í Reykjanesbæ. Fram kemur í tilkynningu frá Miðeind að verkefni á borð við vélþýðingar milli íslensku og annarra tungumála, samantekt texta, spurningasvörun og talgreining séu í dag unnin með djúpum tauganetum sem líki að sumu leyti eftir því hvernig mannsheilinn starfi. Krefjast slík net mikils reikniafls og byggja á stórum gagnasöfnum. „Með tilkomu nýju ofurtölvunnar mun Miðeind geta unnið enn sjálfstæðar, hraðar og markvissar en áður að krefjandi og aðkallandi verkefnum sviði íslenskrar máltækni og gervigreindar.“ Tíu starfa hjá Miðeind sem tekur þátt í máltækniáætlun stjórnvalda og Almannaróms og er aðili að Samstarfi um íslenska máltækni (SÍM). Markmið máltækniáætlunar er að vernda íslenska tungu, með því að tryggja að fólk geti notað íslensku í samskiptum við og í gegnum stafræn tæki og tölvur. Rannsóknar- og þróunarhópurinn SÍM vinnur að smíði og þróun innviða fyrir íslenska máltækni. Klæjar í puttana Ofurtölvan er frá bandaríska tæknifyrirtækinu Hewlett Packard Enterprise. Í henni eru átta nVidia A100 GPU-reikniörgjörvar sem eru þeir öflugustu sem í boði eru í heiminum í dag, að sögn atNorth. „Teymið okkar klæjar í puttana að beita nýju vélinni á ýmsar helstu áskoranir í íslenskri máltækni og gervigreind. Samvinnan við atNorth hefur verið einkar lipur og við hlökkum til áframhaldandi vaxtar í samstarfinu,“ segir Vilhjálmur Þorsteinsson, stofnandi og framkvæmdastjóri Miðeindar, í tilkynningu. Auk þess að vinna að þróun Emblu rekur Miðeind vefina Vélþýðing.is og Yfirlestur.is, og gefur út íslenska máltæknihugbúnaðinn Greyni. Loks heldur sprotafyrirtækið úti Netskraflinu sem margir kannast við. Pétur Orri Ragnarsson, Vésteinn Snæbjarnarson, Svanhvít Lilja Ingólfsdóttir, Haukur Barri Símonarson og Vilhjálmur Þorsteinsson. Gleði var í loftinu þegar starfsfólk Miðeindar fékk að bera ofurtölvuna augum.Miðeind Vinna að því að gera íslenskuna aðgengilega atNorth er stærsta gagnaversfyrirtæki landsins en samhliða hefðbundinni gagnavershýsingu rekur fyrirtækið ofurtölvuþjónustu sem gerir fyrirtækjum kleift að nota ofurtölvur á svipaðan hátt og skýjaþjónustu. Gísli Kr. Katrínarson, framkvæmdastjóri sölu og markaðssviðs atNorth, segir að Miðeind starfi á einu af mest spennandi sviðum upplýsingatækninnar í dag. „GPU reikniafl mun knýja tímamóta-lausnir sem, í tilfelli Miðeindar, gera okkar ástkæra og ylhýra tungumál aðgengilegt í tækniheiminum á heimsvísu, knúið af hreinni íslenskri raforku. Það er verkefni sem við hjá atNorth erum stolt af að styðja til árangurs,“ segir Gísli í tilkynningu.
Íslenska á tækniöld Tækni Tengdar fréttir Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00 Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48 Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. 16. október 2019 20:15 Mest lesið Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Neytendur Árni Oddur tekur við formennsku Viðskipti innlent Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Viðskipti innlent Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Viðskipti innlent Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Viðskipti erlent Arctic Adventures kaupir Happy Campers Viðskipti innlent Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Viðskipti innlent Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Viðskipti erlent ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Viðskipti innlent Fleiri fréttir Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Sjá meira
Gripu í taumana þegar neyðarkall barst frá Blindrafélaginu Ákveðið hefur verið að flýta þróun á nýjum íslenskum talgervli fyrir Android-snjalltæki eftir að fregnir bárust af því að eldri talgervlar væru í sumum tilfellum hættir að virka. 24. febrúar 2021 21:00
Stefnt á að hægt verði að tala íslensku við tækin eftir fimm ár „Þetta er mjög alvarlegt og eins og þú segir þá talar fólk við vélar, fólk talar við tæki, talar við símana sína og það mun bara aukast en það er á erlendum málum, ekki íslensku,“ sagði Jóhanna Vigdís Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Almannróms. 30. maí 2020 11:48
Þjóðin hvött til að hjálpa við að kenna tækjum íslensku Almenningur er hvattur til að leggja til raddir sínar til aðstoðar við gerð hugbúnaðar þannig að tæki og tölvur geti skilið íslensku. Forseti Íslands var meðal þeirra sem lagði til rödd sína í dag. 16. október 2019 20:15