Byggjum upp Egilsstaðaflugvöll! Njáll Trausti Friðbertsson skrifar 23. apríl 2021 08:36 Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. Þótt dregið hafi úr flugi um sinn eru öll teikn um mikla aukningu á komandi árum. Nauðsynleg uppbygging innanlandsflugs til almenningssamgagna og sem hluti heilbrigðiskerfis landsins ætti að vera ofarlega á forgangslista stjórnmálamanna hvar í flokki sem þeir standa. Það er lykilþáttur í atvinnuuppbyggingu og byggðafestu. Sama gildir um alþjóðaflugvallakerfi okkar sem byggist upp á fjórum flugvöllum, Keflavík, Reykjavík, Egilsstöðum og Akureyri. Markvissar ætti að byggja það upp vegna öryggissjónarmiða og einnig mikilvægi þess að halda byggð og til atvinnuuppbyggingar. Fyrir faraldurinn varð gríðarleg aukning í millilandaflugi en innviðir ekki byggðir upp í samhengi við það. Forysta atvinnuflugmanna hefur varað við háskalegu ástandi öryggismála vegna lokunar Keflavíkur sakir óblíðra náttúruafla. Því verði að hraða uppbyggingu varaflugvalla alþjóðaflugs. — Eldhræringar á Reykjanesi skyldu vera hávært ákall um örugga varaflugvelli í fleiri en einum landshluta. Fjármunir 46-54 sinnum meiri í Keflavík Samgönguáætlun Alþingis til ársins 2033, gerir ráð fyrir að stofnkostnaður, viðhald og reglubundin endurnýjun á flugvallarkerfinu nemi um 2.8 milljarða á næstu fimm árum. En dugar skammt fyrir allar þær nauðsynlegu framkvæmdir sem í þarf að ráðast í vítt og breitt um landið. Þetta á ekki síst við um alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum þar sem miklar framkvæmdir bíða. ISAVIA, sem er ríkisstofnun og sér um rekstur flugvallanna og forgangsröðun fjármuna, íhugar nú framkvæmdir í Keflavík upp á 130–150 milljarða á næstu árum. Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess en þetta er 46–54 sinnum hærri upphæð en til uppbyggingar innviða innanlandsflugs. Allar framkvæmdir innanlands á vegum ISAVIA eru fjármagnaðar úr ríkissjóði. Sama gildir um fjármögnun varaflugvallakerfisins fyrir alþjóðaflug líkt og kveðið er á um í flugstefnu sem Alþingi samþykkti nýverið. ISAVIA átti að taka við rekstri og fjármögnun hluta viðhalds á Egilsstaðaflugvelli í byrjun síðasta árs en hefur ekki gengið eftir. Einn fjögurra millilandaflugvalla landsins Á Egilsstöðum er einn af fjórum millilandaflugvöllum landsins, opinn frá 7 til 23 auk bakvakta sem tryggir að hann sé alltaf opinn allt árið. Flugstöð var upphaflega byggð á árunum 1958 —1968 og um 1960 var nýr flugturn tekinn í notkun. Stöðin endurbyggð á árunum 1987 til 1999 og nýr komusalur tekinn í notkun árið 2007. Framkvæmdir við núverandi flugbraut gerðar á árunum 1987-1993. Veðurfar fyrir flug þykir hagstætt og áreiðanleiki er nær 99%. En svo flugvöllurinn nýtist sem skyldi þarf uppbyggingu. Þannig þjónaði flugvöllurinn betur hlutverki sínu í samgöngum og í heilbrigðiskerfi, og mætir öryggiskröfum. Einungis þannig rækir hann hlutverk sitt sem einn af varaflugvöllum landsins. Einungis þannig yrði hægt að gera völlinn að alþjóðlegri fluggátt inn í landið, og skapa ótal tækifæri fyrir íbúa og atvinnuuppbyggingu framtíðarinnar. Sjö atriði til uppbyggingar Egilsstaðaflugvallar Austfirðingar eiga að gera kröfur í komandi kosningum um eftirfarandi framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli á næsta kjörtímabili: Nauðsynlegt er að byggja nýtt 20.000 fermetra flughlað norðan við núverandi flugstöð. Það hefur tvíþætt hlutverk: Annars vegar er mikilvægt við slíkt flughlað að byggja upp aðstöðu til að þjónusta fraktflutninga til að skapa útflutning á ferskum laxi. Nýtt flughlað þýðir einnig að öryggiskröfum yrði fylgt þar sem flugvöllurinn gegnir mjög mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurvöll. Aukning millilandaflugs um Keflavík eykur þörf fyrir net öflugra alþjóðaflugvalla um Ísland. Nýtt stækkað flughlað gæti tekið við 6-7 vélum til viðbótar við núverandirými sem er fyrir 4-5 flugvélar. Eftir slíka uppbyggingu gæti flugvöllurinn í neyð tekið við 10-12 farþegaþotum samtímis í stæði. Ljúka verður nauðsynlegu viðhaldi með malbikun flugbrautar sem ekki hefur verið malbikuð síðan hún var tekin í notkun árið 1993 eða í 28 ár. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert alvarlegar athugasemdir við ástand flugbrautarinnar. Almennt er miðað við nauðsyn á endurnýjun malbiks flugbrauta á 20 ára fresti. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina eru um 1.400 milljónir króna. Koma verður upp akbraut flugvéla við hlið flugbrautarinnar. Þetta er nauðsynlegt þegar margar flugvélar þurfa að snúa til varaflugvallar á sama tíma þegar aðrir flugvellir lokast. Í neyð væri hægt að raða þeim upp á slíkri braut. Mikil uppbygging fiskeldis á Austfjörðum kallar á ferskvöruflutninga. Nauðsynlegt er að byggja aðstöðu á Egilsstaðaflugvelli til að þjónusta fraktflutninga einkum á ferskum laxi. Það kallar á uppbyggingu húsnæðis með nauðsynlegum búnaði og að hugað verði að landi flugvallarins með þeim svæðum sem þarf til frekari uppbyggingar. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að lengja flugbrautina um 400 metra, þannig að hún yrði 2.400 metrar. Það styrkir flug stærri flugvéla um völlinn sérstaklega fraktflugvéla og einnig þeirra sem fljúga langar leiðir og fara tankfullar á loft. Aukin umferð og öryggiskröfur kalla á styrkingu aðflugsbúnaðar og aðflugsferla sem alþjóðlegs varaflugvallar og alþjóðaflugvallar. Huga þarf að nýjum möguleikum gervihnattaleiðsagnar og hefðbundnum aðflugsbúnaði. Hér er sérstaklega horft til nákvæmisaðflugs og aðflugsljósa inn á flugbraut. Flugmálayfirvöld ásamt Múlaþingi þurfa að hefja vinnu við skipulagsbreytingar svo starfsemi flugvallarins nái að dafna og vaxa og tryggja honum það landsvæði sem nauðsynlegt væri. Flest hér að ofan eru ekki nýjar hugmyndir. Á fundi þingmanna kjördæmisins og landshlutasamtakanna í kjördæmavikunni í febrúar árið 2018, lagði ég til að ráðist yrði í skýrslu um þessa uppbyggingu. Sú hugmynd fékk því miður ekki hljómgrunn þá. Ég mun því halda áfram að minna á nauðsyn þess að horfa til framtíðar þegar kemur að uppbyggingu innviða — ekki síst á Egilsstaðarflugvelli. Það verður kosið í haust! ÚTDRÁTTUR: Austfirðingar skyldu gera sjö kröfur í komandi kosningum um framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun: Kosningar 2021 Fréttir af flugi Múlaþing Egilsstaðaflugvöllur Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Sjá meira
Þrátt fyrir víðsjá í efnahagsmálum er sannfæring mín að nauðsyn sé að horfa til framtíðar varðandi uppbyggingu innviða landsins. Við megum ekki láta það kröfuharða verkefni sem heimsfaraldurinn er byrgja framtíðarsýn. Þótt dregið hafi úr flugi um sinn eru öll teikn um mikla aukningu á komandi árum. Nauðsynleg uppbygging innanlandsflugs til almenningssamgagna og sem hluti heilbrigðiskerfis landsins ætti að vera ofarlega á forgangslista stjórnmálamanna hvar í flokki sem þeir standa. Það er lykilþáttur í atvinnuuppbyggingu og byggðafestu. Sama gildir um alþjóðaflugvallakerfi okkar sem byggist upp á fjórum flugvöllum, Keflavík, Reykjavík, Egilsstöðum og Akureyri. Markvissar ætti að byggja það upp vegna öryggissjónarmiða og einnig mikilvægi þess að halda byggð og til atvinnuuppbyggingar. Fyrir faraldurinn varð gríðarleg aukning í millilandaflugi en innviðir ekki byggðir upp í samhengi við það. Forysta atvinnuflugmanna hefur varað við háskalegu ástandi öryggismála vegna lokunar Keflavíkur sakir óblíðra náttúruafla. Því verði að hraða uppbyggingu varaflugvalla alþjóðaflugs. — Eldhræringar á Reykjanesi skyldu vera hávært ákall um örugga varaflugvelli í fleiri en einum landshluta. Fjármunir 46-54 sinnum meiri í Keflavík Samgönguáætlun Alþingis til ársins 2033, gerir ráð fyrir að stofnkostnaður, viðhald og reglubundin endurnýjun á flugvallarkerfinu nemi um 2.8 milljarða á næstu fimm árum. En dugar skammt fyrir allar þær nauðsynlegu framkvæmdir sem í þarf að ráðast í vítt og breitt um landið. Þetta á ekki síst við um alþjóðaflugvellina á Akureyri og Egilsstöðum þar sem miklar framkvæmdir bíða. ISAVIA, sem er ríkisstofnun og sér um rekstur flugvallanna og forgangsröðun fjármuna, íhugar nú framkvæmdir í Keflavík upp á 130–150 milljarða á næstu árum. Ég geri ekki lítið úr mikilvægi þess en þetta er 46–54 sinnum hærri upphæð en til uppbyggingar innviða innanlandsflugs. Allar framkvæmdir innanlands á vegum ISAVIA eru fjármagnaðar úr ríkissjóði. Sama gildir um fjármögnun varaflugvallakerfisins fyrir alþjóðaflug líkt og kveðið er á um í flugstefnu sem Alþingi samþykkti nýverið. ISAVIA átti að taka við rekstri og fjármögnun hluta viðhalds á Egilsstaðaflugvelli í byrjun síðasta árs en hefur ekki gengið eftir. Einn fjögurra millilandaflugvalla landsins Á Egilsstöðum er einn af fjórum millilandaflugvöllum landsins, opinn frá 7 til 23 auk bakvakta sem tryggir að hann sé alltaf opinn allt árið. Flugstöð var upphaflega byggð á árunum 1958 —1968 og um 1960 var nýr flugturn tekinn í notkun. Stöðin endurbyggð á árunum 1987 til 1999 og nýr komusalur tekinn í notkun árið 2007. Framkvæmdir við núverandi flugbraut gerðar á árunum 1987-1993. Veðurfar fyrir flug þykir hagstætt og áreiðanleiki er nær 99%. En svo flugvöllurinn nýtist sem skyldi þarf uppbyggingu. Þannig þjónaði flugvöllurinn betur hlutverki sínu í samgöngum og í heilbrigðiskerfi, og mætir öryggiskröfum. Einungis þannig rækir hann hlutverk sitt sem einn af varaflugvöllum landsins. Einungis þannig yrði hægt að gera völlinn að alþjóðlegri fluggátt inn í landið, og skapa ótal tækifæri fyrir íbúa og atvinnuuppbyggingu framtíðarinnar. Sjö atriði til uppbyggingar Egilsstaðaflugvallar Austfirðingar eiga að gera kröfur í komandi kosningum um eftirfarandi framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli á næsta kjörtímabili: Nauðsynlegt er að byggja nýtt 20.000 fermetra flughlað norðan við núverandi flugstöð. Það hefur tvíþætt hlutverk: Annars vegar er mikilvægt við slíkt flughlað að byggja upp aðstöðu til að þjónusta fraktflutninga til að skapa útflutning á ferskum laxi. Nýtt flughlað þýðir einnig að öryggiskröfum yrði fylgt þar sem flugvöllurinn gegnir mjög mikilvægu hlutverki sem varaflugvöllur fyrir Keflavíkurvöll. Aukning millilandaflugs um Keflavík eykur þörf fyrir net öflugra alþjóðaflugvalla um Ísland. Nýtt stækkað flughlað gæti tekið við 6-7 vélum til viðbótar við núverandirými sem er fyrir 4-5 flugvélar. Eftir slíka uppbyggingu gæti flugvöllurinn í neyð tekið við 10-12 farþegaþotum samtímis í stæði. Ljúka verður nauðsynlegu viðhaldi með malbikun flugbrautar sem ekki hefur verið malbikuð síðan hún var tekin í notkun árið 1993 eða í 28 ár. Öryggisnefnd Félags íslenskra atvinnuflugmanna hefur gert alvarlegar athugasemdir við ástand flugbrautarinnar. Almennt er miðað við nauðsyn á endurnýjun malbiks flugbrauta á 20 ára fresti. Áætlaður kostnaður við framkvæmdina eru um 1.400 milljónir króna. Koma verður upp akbraut flugvéla við hlið flugbrautarinnar. Þetta er nauðsynlegt þegar margar flugvélar þurfa að snúa til varaflugvallar á sama tíma þegar aðrir flugvellir lokast. Í neyð væri hægt að raða þeim upp á slíkri braut. Mikil uppbygging fiskeldis á Austfjörðum kallar á ferskvöruflutninga. Nauðsynlegt er að byggja aðstöðu á Egilsstaðaflugvelli til að þjónusta fraktflutninga einkum á ferskum laxi. Það kallar á uppbyggingu húsnæðis með nauðsynlegum búnaði og að hugað verði að landi flugvallarins með þeim svæðum sem þarf til frekari uppbyggingar. Í aðalskipulagi er gert ráð fyrir að lengja flugbrautina um 400 metra, þannig að hún yrði 2.400 metrar. Það styrkir flug stærri flugvéla um völlinn sérstaklega fraktflugvéla og einnig þeirra sem fljúga langar leiðir og fara tankfullar á loft. Aukin umferð og öryggiskröfur kalla á styrkingu aðflugsbúnaðar og aðflugsferla sem alþjóðlegs varaflugvallar og alþjóðaflugvallar. Huga þarf að nýjum möguleikum gervihnattaleiðsagnar og hefðbundnum aðflugsbúnaði. Hér er sérstaklega horft til nákvæmisaðflugs og aðflugsljósa inn á flugbraut. Flugmálayfirvöld ásamt Múlaþingi þurfa að hefja vinnu við skipulagsbreytingar svo starfsemi flugvallarins nái að dafna og vaxa og tryggja honum það landsvæði sem nauðsynlegt væri. Flest hér að ofan eru ekki nýjar hugmyndir. Á fundi þingmanna kjördæmisins og landshlutasamtakanna í kjördæmavikunni í febrúar árið 2018, lagði ég til að ráðist yrði í skýrslu um þessa uppbyggingu. Sú hugmynd fékk því miður ekki hljómgrunn þá. Ég mun því halda áfram að minna á nauðsyn þess að horfa til framtíðar þegar kemur að uppbyggingu innviða — ekki síst á Egilsstaðarflugvelli. Það verður kosið í haust! ÚTDRÁTTUR: Austfirðingar skyldu gera sjö kröfur í komandi kosningum um framkvæmdir á Egilsstaðaflugvelli. Höfundur er þingmaður Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi.
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar