Hefði viljað ganga lengra til að „stoppa lekann á landamærum“ Elín Margrét Böðvarsdóttir og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 22. apríl 2021 11:38 Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar. Vísir/Vilhelm Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar og formaður velferðarnefndar, segir miður að ekki hafi verið gengið lengra í frumvarpi sem samþykkt var á Alþingi í nótt við að veita sóttvarnayfirvöldum heimild til að „stöðva lekann á landamærum.“ Hún telur ósamstöðu innan ríkisstjórnarinnar um að kenna. „Það var auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað en því miður þá var sóttvarnayfirvöldum ekki veitt fullnægjandi heimild til að stoppa lekann á landamærunum og ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna heilbrigðisráðherra lagði ekki í að ganga alla leið,“ segir Helga Vala. Í stuttu máli skyldar frumvarpið fólk frá tilteknum svæðum til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Þetta er bráðabirgðaákvæði og gildir í stuttan tíma en þetta er auðvitað skárra en að gera ekki neitt eins og við höfum horft á undanfarnar vikur.“ Eins og slökkviliðið þurfi heimild stjórnvalda til að slökkva eld Hún hafi viljað gefa sóttvarnayfirvöldum skýra lagaheimild fyrir því að bregðast hratt við og skylda fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi ef að nauðsynlegt þykir. „Það var ágætt hvernig Þórólfur lýsti því sjálfur á fundi nefndarinnar í gær, að þetta væri eins og að slökkviliðsmaðurinn þyrfti að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á leiðinni á vettvang þegar að húsið er að brenna. En einhvern veginn er hann ekki með heimild til að slökkva eldinn,“ segir Helga Vala. Óboðleg vinnubrögð Henni þyki sem ekki hafi verið tekið almennilega á þessu þrátt fyrir lagabreytingarnar. „Því miður þá virðist vera sem að ósamstaðan innan ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að það var farin einhver svona milli leið,“ segir Helga Vala. Hún segir að stemningin á Alþingi í nótt hafi verið í takt við þá staðreynd að þar hafi fólk verið búið að vera í vinnunni frá því snemma um morgun og fram á nóttu. „Það var svona, þráðurinn orðinn frekar stuttur í mannskapnum,“ segir Helga Vala. Ljóst sé að margir hafi verið orðnir þreyttir. „Það er kannski það líka sem að margir gagnrýndu, að koma með þetta svona seint inn og krefjast þess að þingið myndi afgreiða þetta á einu eftirmiðdegi með fjölda, fjölda gesta, við vorum að taka inn síðustu gesti bara um ellefu leytið í gærkvöldi. Það eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fyrir löggjafarsamkunduna.“ Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Sjá meira
„Það var auðvitað nauðsynlegt að gera eitthvað en því miður þá var sóttvarnayfirvöldum ekki veitt fullnægjandi heimild til að stoppa lekann á landamærunum og ég átta mig ekki alveg á því hvers vegna heilbrigðisráðherra lagði ekki í að ganga alla leið,“ segir Helga Vala. Í stuttu máli skyldar frumvarpið fólk frá tilteknum svæðum til að fara í sóttvarnahús milli skimana eftir komuna til landsins. Þá veitir það heimildir til að takmarka komu fólks frá frá sömu svæðum nema í brýnum erindagjörðum. „Þetta er bráðabirgðaákvæði og gildir í stuttan tíma en þetta er auðvitað skárra en að gera ekki neitt eins og við höfum horft á undanfarnar vikur.“ Eins og slökkviliðið þurfi heimild stjórnvalda til að slökkva eld Hún hafi viljað gefa sóttvarnayfirvöldum skýra lagaheimild fyrir því að bregðast hratt við og skylda fólk til dvalar í sóttvarnarhúsi ef að nauðsynlegt þykir. „Það var ágætt hvernig Þórólfur lýsti því sjálfur á fundi nefndarinnar í gær, að þetta væri eins og að slökkviliðsmaðurinn þyrfti að mæta og eiga samtal við stjórnmálamenn á leiðinni á vettvang þegar að húsið er að brenna. En einhvern veginn er hann ekki með heimild til að slökkva eldinn,“ segir Helga Vala. Óboðleg vinnubrögð Henni þyki sem ekki hafi verið tekið almennilega á þessu þrátt fyrir lagabreytingarnar. „Því miður þá virðist vera sem að ósamstaðan innan ríkisstjórnarinnar hafi valdið því að það var farin einhver svona milli leið,“ segir Helga Vala. Hún segir að stemningin á Alþingi í nótt hafi verið í takt við þá staðreynd að þar hafi fólk verið búið að vera í vinnunni frá því snemma um morgun og fram á nóttu. „Það var svona, þráðurinn orðinn frekar stuttur í mannskapnum,“ segir Helga Vala. Ljóst sé að margir hafi verið orðnir þreyttir. „Það er kannski það líka sem að margir gagnrýndu, að koma með þetta svona seint inn og krefjast þess að þingið myndi afgreiða þetta á einu eftirmiðdegi með fjölda, fjölda gesta, við vorum að taka inn síðustu gesti bara um ellefu leytið í gærkvöldi. Það eru auðvitað ekki boðleg vinnubrögð fyrir löggjafarsamkunduna.“
Alþingi Heilbrigðismál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samfylkingin Keflavíkurflugvöllur Mest lesið „Þetta er bara klúður“ Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna Erlent Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Erlent Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Fleiri fréttir „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Sjá meira