Mikilvægur sigur Bayern í toppbaráttunni Valur Páll Eiríksson skrifar 21. apríl 2021 16:00 Karólína spilaði tíu mínútur fyrir Bæjara í mikilvægum sigri. Getty Images/Sebastian Widmann Karólína Lea Vilhjálmsdóttir spilaði síðustu tíu mínúturnar í 3-2 útisigri Bayern München á Turbine Potsdam í 19. umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í dag. Sigurinn er Bayern mikilvægur í toppbaráttunni en ríkjandi meistarar Wolfsburg bíða þeirra í næsta leik. Eftir sigur í fyrstu 17 leikjum sínum í deildinni tapaði Bayern München óvænt 3-2 fyrir Hoffenheim í síðusta leik. Við það varð bilið niður í ríkjandi meistara Wolfsburg, sem situr í öðru sæti, aðeins tvö stig. Bæjarar þurftu því á sigri að halda gegn liði Potsdam, sem sat fyrir leik dagsins í fjórða sæti. Potsdam er í harðri baráttu við Hoffenheim um þriðja sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeildinni að ári en það var Dina Orschmann sem kom þeim í forystu eftir aðeins sex mínútna leik. Það tók þýski landsliðsframherjann Leu Schüller þó aðeins sex mínútur að jafna leikinn með sínu fjórtánda deildarmarki á leiktíðinni, áður en Lina Maria Magull kom Bayern 2-1 yfir af vítapunktinum á 20. mínútu. 2-1 stóð í leikhléi en sænska landsliðskonan Hanna Glas tvöfaldaði forystu Bayern eftir stoðsendingu Schüller á 56. mínútu. Aðeins tveimur mínútum eftir það skaut hin tvítuga Selina Cerci liði Potsdam aftur leið inn í leikinn, 3-2, en þar við sat. Með sigrinum eykur liðið forskot sitt á Wolfsburg í fimm stig en Wolfsburg mætir botnliði Duisburg í 19. umferðinni á sunnudag. Potsdam er með 32 stig í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Hoffenheim sem er í þriðja sæti. Bayern freistar þess að vinna sinn fyrsta deildartitil frá árinu 2016 en Wolfsburg hefur fagnað sigri síðustu fjögur árin. Næsti leikur liðsins í deildinni er einmit gegn Wolfsburg sunnudaginn 9. maí, en sá leikur getur ráðið miklu um það hvort liðanna verður meistari í vor. Þýski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur Sjá meira
Eftir sigur í fyrstu 17 leikjum sínum í deildinni tapaði Bayern München óvænt 3-2 fyrir Hoffenheim í síðusta leik. Við það varð bilið niður í ríkjandi meistara Wolfsburg, sem situr í öðru sæti, aðeins tvö stig. Bæjarar þurftu því á sigri að halda gegn liði Potsdam, sem sat fyrir leik dagsins í fjórða sæti. Potsdam er í harðri baráttu við Hoffenheim um þriðja sæti deildarinnar sem veitir keppnisrétt í Meistaradeildinni að ári en það var Dina Orschmann sem kom þeim í forystu eftir aðeins sex mínútna leik. Það tók þýski landsliðsframherjann Leu Schüller þó aðeins sex mínútur að jafna leikinn með sínu fjórtánda deildarmarki á leiktíðinni, áður en Lina Maria Magull kom Bayern 2-1 yfir af vítapunktinum á 20. mínútu. 2-1 stóð í leikhléi en sænska landsliðskonan Hanna Glas tvöfaldaði forystu Bayern eftir stoðsendingu Schüller á 56. mínútu. Aðeins tveimur mínútum eftir það skaut hin tvítuga Selina Cerci liði Potsdam aftur leið inn í leikinn, 3-2, en þar við sat. Með sigrinum eykur liðið forskot sitt á Wolfsburg í fimm stig en Wolfsburg mætir botnliði Duisburg í 19. umferðinni á sunnudag. Potsdam er með 32 stig í fjórða sæti, fimm stigum á eftir Hoffenheim sem er í þriðja sæti. Bayern freistar þess að vinna sinn fyrsta deildartitil frá árinu 2016 en Wolfsburg hefur fagnað sigri síðustu fjögur árin. Næsti leikur liðsins í deildinni er einmit gegn Wolfsburg sunnudaginn 9. maí, en sá leikur getur ráðið miklu um það hvort liðanna verður meistari í vor.
Þýski boltinn Mest lesið Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Íslenski boltinn Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Sport Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Sport Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Enski boltinn Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Fótbolti Onana samþykkir skiptin til Tyrklands Fótbolti Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Íslenski boltinn Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Fótbolti Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Fótbolti Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Körfubolti Fleiri fréttir Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Onana samþykkir skiptin til Tyrklands „Held að þetta séu auðveldustu leikirnir sem þú spilar“ Depay orðinn markahæstur í sögu Hollands Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Andrea tók sjötta sætið Uppgjörið: Þróttur - FHL 2-2 | Jafnt í Laugardalnum Langþráð hjá Melsungen Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Ingibjörg fékk rautt í fyrsta leiknum með Freiburg Mega ekki sýna neikvæð viðbrögð í garð Trumps Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Rúrik segir að Füllkrug vilji ekki láta laga tennurnar í sér Segir að enska liðinu hafi farið aftur undir stjórn Tuchels Innlit í löngu úrelta klefa Íslands sem Ceferin vill láta taka í gegn Frek stuðningskona Phillies fordæmd fyrir að taka bolta af barni Angel Reese í hálfs leiks bann Ronaldo skoraði tvö meðan andi Diogo Jota sveif yfir vötnum Dagskráin í dag: Formúlan og fleira Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Crouch tapaði í Fantasy og tók út refsingu í utandeildinni Glugginn opinn til Tyrklands fyrir Onana Tveir sterkir póstar úr leik hjá Frökkum fyrir leikinn gegn Íslandi Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Bætti heimsmetið aftur Sjá meira