750 sumarstörf í viðbót fyrir 17 og 18 ára í Reykjavík Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 21. apríl 2021 12:36 Flestir vonast eftir sól og sumaryl í Reykavík í sumar eins og annars staðar á landinu. Vísir/Vilhelm Borgarráð hefur samþykkt að fjölga þeim einstaklingum um 750 sem fá sumarstörf hjá borginni. Þetta er gert til að koma sérstaklega til móts við sautján og átján ára ungmenni. Með þessum breytingum verða yfir 1700 sumarstörf í boði hjá borginni í sumar. Þetta kemur fram á vef borgarinnar. Fimm hundruð ný sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður allt að tíu vikur. Áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar þegar búið er að reikna mótframlag frá ríki verður 131 milljón króna Þetta er sambærileg aðgerð og ráðist var í síðasta sumar. Unnið er að undirbúningi starfanna í samvinnu við Vinnumálastofnun og verður tilkynnt þegar störfin verða auglýst á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga verða 250 og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður sex vikur. Kostnaður vegna starfanna verður 147 milljónir króna. Gripið er til þessara aðgerða því talið er að þessi aldurshópur, sem enn telst til barna samkvæmt lögum, muni eiga erfitt með að finna sumarstörf vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar auglýst sumarstörf og áætlað er að ráða 994 einstaklinga í þau. Þar af eru 115 sem munu starfa hjá íþróttafélögum og æskulýðssamtökum í samvinnu við íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. Með fjölgun sumarstarfa um 750 nær borgin til fleiri ungmenna sem bæði munu starfa við hefðbundin sumarstörf en einnig verða í boði óhefðbundin og skapandi átaksstörf. Samanlagður kostnaður vegna aukningu á stöðugildum fyrir ungmenni í sumar verður 278 milljónir króna. Reykjavíkurborg auglýsti fjölbreytt sumarstörf og sumarafleysingar í febrúar og eru ráðningar í gangi á starfsstöðvum borgarinnar. Þegar hafa borist 4066 umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og enn er hægt að sækja um nokkur störf. Fjölgun sumarstarfa nú eru hluti af viðspyrnuaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna COVID-19 en borgin hefur ráðist í markvissar vinnumarkaðsaðgerðir vegna ástandsins. Að sögn Auðar Björgvinsdóttur, skrifstofustjóra á Skrifstofa ráðninga og mönnunar, var almenn ánægja með sambærilegar aðgerðir hjá starfsstöðum Reykjavíkurborgar síðasta sumar. Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Fimm hundruð ný sumarstörf verða í boði fyrir námsmenn 18 ára og eldri og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður allt að tíu vikur. Áætlaður heildarkostnaður Reykjavíkurborgar þegar búið er að reikna mótframlag frá ríki verður 131 milljón króna Þetta er sambærileg aðgerð og ráðist var í síðasta sumar. Unnið er að undirbúningi starfanna í samvinnu við Vinnumálastofnun og verður tilkynnt þegar störfin verða auglýst á vefsíðu Reykjavíkurborgar. Sumarstörf fyrir 17 ára einstaklinga verða 250 og ráðningartímabilið hjá hverjum og einum verður sex vikur. Kostnaður vegna starfanna verður 147 milljónir króna. Gripið er til þessara aðgerða því talið er að þessi aldurshópur, sem enn telst til barna samkvæmt lögum, muni eiga erfitt með að finna sumarstörf vegna heimsfaraldurs kórónaveirunnar. Reykjavíkurborg hefur nú þegar auglýst sumarstörf og áætlað er að ráða 994 einstaklinga í þau. Þar af eru 115 sem munu starfa hjá íþróttafélögum og æskulýðssamtökum í samvinnu við íþrótta- og tómstundasvið Reykjavíkurborgar. Með fjölgun sumarstarfa um 750 nær borgin til fleiri ungmenna sem bæði munu starfa við hefðbundin sumarstörf en einnig verða í boði óhefðbundin og skapandi átaksstörf. Samanlagður kostnaður vegna aukningu á stöðugildum fyrir ungmenni í sumar verður 278 milljónir króna. Reykjavíkurborg auglýsti fjölbreytt sumarstörf og sumarafleysingar í febrúar og eru ráðningar í gangi á starfsstöðvum borgarinnar. Þegar hafa borist 4066 umsóknir um sumarstörf hjá Reykjavíkurborg og enn er hægt að sækja um nokkur störf. Fjölgun sumarstarfa nú eru hluti af viðspyrnuaðgerðum Reykjavíkurborgar vegna COVID-19 en borgin hefur ráðist í markvissar vinnumarkaðsaðgerðir vegna ástandsins. Að sögn Auðar Björgvinsdóttur, skrifstofustjóra á Skrifstofa ráðninga og mönnunar, var almenn ánægja með sambærilegar aðgerðir hjá starfsstöðum Reykjavíkurborgar síðasta sumar.
Reykjavík Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira