Viðskipti innlent

Icelandair hvetur túrista til að koma að skoða eldgosið á Times Square

Snorri Másson skrifar
Auglýsingaplássið gerist vart betra en á Times Square, þar sem ferðamenn eru nú hvattir til að koma til Íslands að skoða eldgosið.
Auglýsingaplássið gerist vart betra en á Times Square, þar sem ferðamenn eru nú hvattir til að koma til Íslands að skoða eldgosið. Icelandair

Flugfélagið Icelandair auglýsir nú á Times Square á miðri Manhattan í New York, þar sem fólk er hvatt til þess að bóka sér ferð til Íslands til að skoða eldgosið í Geldingadölum.

„Skoðaðu frábært verð á flugi og tilboð í fríið: Bókaðu heimsókn að náttúruperlum Íslands og strikaðu „virkt eldgos“ af listanum,“ segir í færslu flugfélagsins á Facebook.

Þar er birt myndband af Times Square, einum fjölsóttasta ferðamannastað New York, þar sem sjá má auglýsingu flugfélagsins á stóru auglýsingaskilti.

„Þetta eldgos á Íslandi er bara rétt handan við hornið. Það bíður þín þegar þú ert tilbúin(n),“ segir í myndbandinu.

Drjúgur hluti þeirra tuga þúsunda sem farið hafa að eldgosinu í Fagradalsfjalli eru erlendir ferðamenn. Almannavarnir hafa bent á að brögð séu að því að erlendir ferðamenn séu að rjúfa sóttkví til þess að fara að gosinu. 


Tengdar fréttir

Sérstakt eftirlit með sóttkvíarreglum við gosstöðvarnar

Virkt eftirlit var tekið upp á gossvæðinu í gær til að koma í veg fyrir að fólk sniðgangi sóttkví til að berja gosið augum. Lögreglan á Suðurnesjum þurfti að loka Suðurstrandavegi tímabundið í dag vegna fjölda bifreiða og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×