Enginn undir stýri í Teslu sem hafnaði á tré með þeim afleiðingum að tveir létust Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 19. apríl 2021 22:13 Slysið varð skammt frá borginni Houston í Texas í Bandaríkjunum. EPA-EFE/LARRY W. SMITH Tvær bandarískar stofnanir fara með rannsókn vegna banaslyss sem varð í Texas um helgina þar sem grunur leikur á að enginn hafi verið undir stýri í sjálfkeyrandi Teslu sem hafnaði utan vegar með þeim afleiðingum að tveir létust. Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur. Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira
Bíllinn var að gerðinni 2019 Tesla Model S og var á miklum hraða nálægt borginni Houston en virðist hafa misreiknað beygju á veginum sem leiddi til þess að bíllinn fór út af, skall á tré og endaði í ljósum logum. Báðir farþegar, einn sem sat í farþegaframsæti og annar sem sat aftur í, létust báðir. Önnur stofnunin hefur umsjón og yfirsýn með regluverki um bílaumferðaröryggi (NHTSA) og hin um samgönguöryggi í víðari skilningi (NTSB), en stofnanirnar gegna að vissu leyti sambærilegu hlutverki og Samgöngustofa. „Við erum í virku samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Tesla til að læra meira um smáatriði er tengjast slysinu og munum stíga nauðsynleg skref þegar við höfum aflað frekari upplýsinga,“ segir í yfirlýsingu NHTSA sem fréttastofa Reuters vísar til. Tesla with Autopilot engaged now approaching 10 times lower chance of accident than average vehicle https://t.co/6lGy52wVhC— Elon Musk (@elonmusk) April 17, 2021 Aðeins nokkrum klukkustundum áður en slysið varð á laugardaginn deildi Elon Musk, forstjóri Tesla, færslu á Twitter þar sem hann sagði að „Tesla með sjálfstýringu í gangi nálgast nú tíu sinnum minni líkur á slysi en meðal ökutæki,“ eins og segir í tísit Musk sem er með um fimmtíu milljón fylgjendur á Twitter. Hlutabréf í fyrirtækinu lækkuðu um 3,4% í dag. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem slys af þessum toga verða þegar Tesla er á sjálfstýringu en minnst þrjú banaslys af slíkum toga hafa orðið frá árinu 2016. Þá hafa þrjú slys til viðbótar komið til kasta NHTSA á undanförnum vikum sem vörðuðu sjálfkeyrandi Teslur.
Tesla Bílar Bandaríkin Tækni Umferðaröryggi Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Veki furðu að bílaleigubílar séu ekki á nagladekkjum Innlent Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Erlent Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Erlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Erlent Fyrsta fórnarlambið nafngreint Erlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Erlent Fleiri fréttir Fyrsta fórnarlambið nafngreint Tekur stóra skammta af magnýl og leiðist að hreyfa sig Barist á götum úti í Íran fimmta daginn í röð Segjast hafa sviðsett aftöku og hirt verðlaunaféð af Rússum Fimm daga þjóðarsorg lýst yfir í Sviss Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Sór embættiseiðinn á niðurlagðri neðanjarðarlestarstöð Kirkja í Amsterdam alelda Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Dótturdóttir JFK er látin Handtóku 357 meinta ISIS-liða í kjölfar mannskæðra átaka „Sannur Finni“ fær hæli í Rússlandi Sífellt fleiri hermenn falla á ári hverju Hvetur ESB til að svara refsiaðgerðunum Bandaríkjanna fullum hálsi Þrítugasta árásin á bát meintra smyglara TikTok-áskorun leiddi til banafalls af útvarpsmastri Blóðbaðið í El Fasher: Milljón manna borg orðin að „draugabæ“ Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Sádar sprengja hergögn frá furstadæmunum í Jemen og hóta frekari árásum Á lista yfir þrjú hlýjustu ár í mælingasögunni Selenskí sver af sér drónaárás á heimili Pútíns Bandaríkin leggja til tvo milljarða dala með skilyrðum Trump hótar skelfilegum afleiðingum afvopnist Hamas ekki Neita að tjá sig um ummæli Trumps um árás í Venesúela Kim ánægður með nýjar stýriflaugar Þrír lögregluþjónar og sex ISIS-liðar fallnir eftir átök í Tyrklandi Vill lengri tryggingar og tilbúinn til að hitta Pútín Frímúrarareglan vill lögbann á nýjar lögreglureglur Milljón dalir eða meira fyrir náðun Sjá meira