Innlent

„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Enginn starfsemi verður á Jörfa þessa vikuna hið minnsta vegna fjölda smita.
Enginn starfsemi verður á Jörfa þessa vikuna hið minnsta vegna fjölda smita. Reykjavíkurborg

Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið.

„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta. Ég er komin sjálf í rúmið,“ segir Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri. Leikskólanum hefur verið lokað vegna ástandsins út vikuna hið minnsta. Bergljót er meðal þeirra sem er með Covid-19.

Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá borginni, segist ekki hafa nýrri tölur en þær sem voru komnar í gærkvöldi. Þá voru fimm starfsmenn og sex börn smituð af Covid-19. Fleiri fóru í sýnatöku í gær og á Helgi eftir að fá tölur úr þeim sýnatökum.

Auk Jörfa greindist nemandi við Sæmundarskóla með Covid-19. Sá er barn starfsmanns í Jörfa.

Helgi segir nánari tölur á leiðinni og býst því miður við því að tölurnar fari hækkandi.

Runólfur Pálsson, yfirlæknir Covid-19 göngudeildar á Landspítalanum, sagði yfir tuttugu hafa greinst með Covid-19 í gær.

„Þetta er stór hópsýking og hún getur hæglega breiðst út og orðið miklu stærri,“ sagði Runólfur í Morgunútvarpinu.

Fram hefur komið að smitin á Jörfa megi rekja til brots á reglum um sóttkví.


Tengdar fréttir

Boða til auka­upp­lýsinga­fundar vegna stöðunnar

Almannavarnir og Embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11 vegna fjölda sem greindist smitaður með Covid-19 um helgina. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við Vísi.

Fleiri en tuttugu greindust með Covid-19 í gær

Fleiri en 20 Covid-19 smit greindust í gær, að sögn Runólfs Pálssonar yfirlæknis Covid-19 göngudeildar Landspítalans. Hann greindi frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2.

Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn

Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×