„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. apríl 2021 09:13 Enginn starfsemi verður á Jörfa þessa vikuna hið minnsta vegna fjölda smita. Reykjavíkurborg Leikskólastjóri á Jörfa í Hæðargarði í Reykjavík segir stöðuna mjög alvarlega. Fimm starfsmenn og sex börn á Jörfa greindust smituð af Covid-19 í gær. Bergljót er þeirra á meðal og er komin í rúmið. „Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta. Ég er komin sjálf í rúmið,“ segir Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri. Leikskólanum hefur verið lokað vegna ástandsins út vikuna hið minnsta. Bergljót er meðal þeirra sem er með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá borginni, segist ekki hafa nýrri tölur en þær sem voru komnar í gærkvöldi. Þá voru fimm starfsmenn og sex börn smituð af Covid-19. Fleiri fóru í sýnatöku í gær og á Helgi eftir að fá tölur úr þeim sýnatökum. Auk Jörfa greindist nemandi við Sæmundarskóla með Covid-19. Sá er barn starfsmanns í Jörfa. Helgi segir nánari tölur á leiðinni og býst því miður við því að tölurnar fari hækkandi. Runólfur Pálsson, yfirlæknir Covid-19 göngudeildar á Landspítalanum, sagði yfir tuttugu hafa greinst með Covid-19 í gær. „Þetta er stór hópsýking og hún getur hæglega breiðst út og orðið miklu stærri,“ sagði Runólfur í Morgunútvarpinu. Fram hefur komið að smitin á Jörfa megi rekja til brots á reglum um sóttkví. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Boða til aukaupplýsingafundar vegna stöðunnar Almannavarnir og Embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11 vegna fjölda sem greindist smitaður með Covid-19 um helgina. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við Vísi. 19. apríl 2021 08:59 Fleiri en tuttugu greindust með Covid-19 í gær Fleiri en 20 Covid-19 smit greindust í gær, að sögn Runólfs Pálssonar yfirlæknis Covid-19 göngudeildar Landspítalans. Hann greindi frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2. 19. apríl 2021 08:24 Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. 19. apríl 2021 07:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
„Þetta er mjög alvarleg staða og ég næ ekki utan um þetta. Ég er komin sjálf í rúmið,“ segir Bergljót Jóhannsdóttir leikskólastjóri. Leikskólanum hefur verið lokað vegna ástandsins út vikuna hið minnsta. Bergljót er meðal þeirra sem er með Covid-19. Helgi Grímsson, sviðsstjóri skóla- og frístundasviðs hjá borginni, segist ekki hafa nýrri tölur en þær sem voru komnar í gærkvöldi. Þá voru fimm starfsmenn og sex börn smituð af Covid-19. Fleiri fóru í sýnatöku í gær og á Helgi eftir að fá tölur úr þeim sýnatökum. Auk Jörfa greindist nemandi við Sæmundarskóla með Covid-19. Sá er barn starfsmanns í Jörfa. Helgi segir nánari tölur á leiðinni og býst því miður við því að tölurnar fari hækkandi. Runólfur Pálsson, yfirlæknir Covid-19 göngudeildar á Landspítalanum, sagði yfir tuttugu hafa greinst með Covid-19 í gær. „Þetta er stór hópsýking og hún getur hæglega breiðst út og orðið miklu stærri,“ sagði Runólfur í Morgunútvarpinu. Fram hefur komið að smitin á Jörfa megi rekja til brots á reglum um sóttkví.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Tengdar fréttir Boða til aukaupplýsingafundar vegna stöðunnar Almannavarnir og Embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11 vegna fjölda sem greindist smitaður með Covid-19 um helgina. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við Vísi. 19. apríl 2021 08:59 Fleiri en tuttugu greindust með Covid-19 í gær Fleiri en 20 Covid-19 smit greindust í gær, að sögn Runólfs Pálssonar yfirlæknis Covid-19 göngudeildar Landspítalans. Hann greindi frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2. 19. apríl 2021 08:24 Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. 19. apríl 2021 07:33 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Donald Trump forseti á nýjan leik Erlent „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Innlent Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Innlent Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Innlent Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Erlent Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Innlent Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Erlent Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Innlent Fleiri fréttir Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti „Við erum í neyðarstöðu akkúrat núna“ „Kennarasambandi Íslands blöskrar afstaða viðsemjenda sinna“ „Hann kemur margfalt sterkari til leiks núna” Fleiri konur mættu í krabbameinsskimun í ár en í fyrra Söguleg endurkoma, súr kosningavaka og baráttuhugur Andlát af völdum fíkniefna og lyfja aldrei verið fleiri „Það styðja allir sitt fólk 100 prósent“ Segja umboð samninganefndar afdráttarlaust Segist sá sami í útlendingamálum og hann hafi alltaf verið Bjóða út gerð landfyllinga við Fossvogsbrú Ákærður fyrir hnefahögg á Lúx sem leiddi til dauða Baráttufundur en enginn samningafundur Trump áhrifameiri en nokkru sinni fyrr Foreldrar krefjast breytinga á verkfallinu fyrir helgi Horfði upp á fimmtán mínútna dauðastríð í bakgarðinum Kosningapallborð: Kristrún, Sigurður Ingi og Inga í kosningagír „Afskaplega slæmar fréttir fyrir heimshagkerfið“ Trump snýr aftur með öruggum sigri Veðurviðvaranir í kortunum Þungur dómur fyrir að drepa son sinn og reyna að drepa annan Skrifa skilaboð með báðum og stýra með hnéi Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Rekstur borgarinnar allur að braggast segir borgarstjóri Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Eitt barn enn á gjörgæslu og líðan þess stöðug Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Sögulegt spennustig týnd börn og bugaðir foreldrar Sjá meira
Boða til aukaupplýsingafundar vegna stöðunnar Almannavarnir og Embætti landlæknis boða til upplýsingafundar í dag klukkan 11 vegna fjölda sem greindist smitaður með Covid-19 um helgina. Þetta staðfestir Hjördís Guðmundsdóttir, upplýsingafulltrúi almannavarna, við Vísi. 19. apríl 2021 08:59
Fleiri en tuttugu greindust með Covid-19 í gær Fleiri en 20 Covid-19 smit greindust í gær, að sögn Runólfs Pálssonar yfirlæknis Covid-19 göngudeildar Landspítalans. Hann greindi frá þessu í Morgunútvarpi Rásar 2. 19. apríl 2021 08:24
Helmingur fengið bóluefni en dregur úr aðsókn Bandarísk heilbrigðisyfirvöld greindu frá því um helgina að helmingur Bandaríkjamanna eldri en 18 ára hefði fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn Covid-19. 19. apríl 2021 07:33