„Til þess að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu þá er öllum sem sóttu staðinn 9. apríl sl. hvattir til að fara í skimun, ekki er þörf á að fara í sóttkví. Þegar skimun er lokið þá er fólk beðið að halda sig til hlés þar til niðurstaða berst. Hægt er að panta skimun á heilsuvera.is,“ segir í færslunni.
Skráningar gesta þann daginn hafa verið sendar til rakningarteymis almannavarna og til þess að gæta fyllsta öryggis voru listar úr báðum sóttvarnahólfum sendir. Allir gestir ættu því að fá skilaboð með strikamerki fyrir skimun.