Farfuglarnir streyma til landsins – sumir örmagnast Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. apríl 2021 13:04 Óðinshanahjón á góðri stundu en það eru „öfug kynhlutverk“ hjá óðinshana og þórshana, hún er skrautlegri og getur átt nokkrar karla, hann sér um álegu og ungauppeldi. Jóhann Óli Hilmarsson Farfuglar streyma nú til landsins í þúsunda tali eins og lóur, spóar, stelkar, þúfutittlingar og maríuerla. Það tekur á fyrir fuglana að fljúga svona langt og eru margir við það að örmagnast þegar þeir koma til landsins. Það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta til landsins enda merki um að vorið og sumarið sé á næstaleyti. Fuglarnir koma ýmist til að verpa hér eða stoppa stutt og næra sig áður en þeir halda ferð sinni áfram til Grænlands og heimskautaeyja Kanada til að verpa. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur segir að fjölmargar tegundir séu komnar nú þegar til Íslands eftir langt flug. „Við erum náttúrulega með heimsmethafann í farfuglaflugi hjá okkur en það er krían. Hún flýgur héðan úr norðuratlantshafinu, þær eru nú víðar en hér, til dæmis á Grænlandi, Skandinavíu og Svalbarða. Þær fljúga alveg pólanna á milli, fara í suðuríshafið og eru þar á veturna en taka svo góðan sveig hérna um Atlantshafið,“ segir Jóhann Óli. Alltaf er eitthvað af fuglum, sem örmagnast úr þreytu á leið sinni til Íslands. „Já, já, þetta er löng flugleið og erfitt fyrir lita smáfugla, sérstaklega getur veðrið tekið illa á móti þeim. Þeir reyna að velja gott veður þegar þeir leggja af stað og stíla upp á það að komast til landsins í sæmilegum byr en svo getur veðrið snúist við um leið og þá lenda þeir í hremmingum og mótvindi og geta dottið í sjóinn og drepist.“ En hvaða farfuglar eru seinastir að koma til landsins? „Óðinshani og þórshani, þeir frændur koma síðastir, þeir koma ekki fyrr en um miðjan maí og Þórshaninn, við vitum ekki enn þá hvaðan hann kemur, hann kemur seinna en hann er líka sjaldgæfur. Óðinshaninn er síðastur af þessum algengu fuglum,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, sem er búsettur á Stokkseyri að kíkja eftir fuglum með myndavélina í för.Aðsend Árborg Fuglar Veður Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira
Það er alltaf gaman þegar farfuglarnir mæta til landsins enda merki um að vorið og sumarið sé á næstaleyti. Fuglarnir koma ýmist til að verpa hér eða stoppa stutt og næra sig áður en þeir halda ferð sinni áfram til Grænlands og heimskautaeyja Kanada til að verpa. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur segir að fjölmargar tegundir séu komnar nú þegar til Íslands eftir langt flug. „Við erum náttúrulega með heimsmethafann í farfuglaflugi hjá okkur en það er krían. Hún flýgur héðan úr norðuratlantshafinu, þær eru nú víðar en hér, til dæmis á Grænlandi, Skandinavíu og Svalbarða. Þær fljúga alveg pólanna á milli, fara í suðuríshafið og eru þar á veturna en taka svo góðan sveig hérna um Atlantshafið,“ segir Jóhann Óli. Alltaf er eitthvað af fuglum, sem örmagnast úr þreytu á leið sinni til Íslands. „Já, já, þetta er löng flugleið og erfitt fyrir lita smáfugla, sérstaklega getur veðrið tekið illa á móti þeim. Þeir reyna að velja gott veður þegar þeir leggja af stað og stíla upp á það að komast til landsins í sæmilegum byr en svo getur veðrið snúist við um leið og þá lenda þeir í hremmingum og mótvindi og geta dottið í sjóinn og drepist.“ En hvaða farfuglar eru seinastir að koma til landsins? „Óðinshani og þórshani, þeir frændur koma síðastir, þeir koma ekki fyrr en um miðjan maí og Þórshaninn, við vitum ekki enn þá hvaðan hann kemur, hann kemur seinna en hann er líka sjaldgæfur. Óðinshaninn er síðastur af þessum algengu fuglum,“ segir Jóhann Óli. Jóhann Óli Hilmarsson, fuglafræðingur, sem er búsettur á Stokkseyri að kíkja eftir fuglum með myndavélina í för.Aðsend
Árborg Fuglar Veður Mest lesið Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Innlent Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Innlent Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Innlent Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Erlent Fleiri fréttir Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Málið áfall fyrir embættið Skiptar skoðanir á stöðvarskyldu: „Held að enginn vilji hverfa aftur í það ástand“ „Miklu svakalegra en ég gerði mér grein fyrir“ Njósnaaðgerðir sagðar tengjast deilum tveggja af auðugustu mönnum landsins Sjá meira