Covid setti strik í reikninginn Stefán Árni Pálsson skrifar 16. apríl 2021 13:30 Nýtt myndband frá Blóðmör frumsýnt á Vísi í dag. Brennivín er fyrst lagið af væntanlegri breiðskífu sveitarinnar Blóðmör sem ber nafnið Í Skjóli Syndanna. Platan inniheldur tólf lög sem eru öll frumsamin og með íslenskum texta. Hún kemur út á vegum Reykjavík Record Shop á vínyl og verður gerð í 250 eintökum. Settur útgáfudagur er 14. júní. „Platan er búin að vera mjög lengi í fæðingu og í raun miklu lengur en við gerðum ráð fyrir. Lögin hafa orðið til á löngum tíma og sum af þeim voru ekki einu sinni komin með texta þegar við fórum í upptökur. Covid setti líka strik í reikninginn því upptökunum þurfti að fresta um tvo mánuði síðasta sumar vegna fyrstu bylgjunnar. En upptökurnar hófust í júní í fyrra og kláruðust um haustið. Birgir Þór Birgisson og Arnar Guðjónsson sáu um upptökur en Arnar mixaði líka plötuna. Friðfinnur Oculus endaði svo á því að mastera plötuna,“ segir Haukur Þór Valdimarsson úr Blóðmör. Myndbandið við Brennivín er textamyndband. „Vinur okkar Óttarr Proppé sá um að útbúa það, þó ekki hinn landsfrægi söngvari og fyrrverandi stjórnmálamaður heldur litli frændi hans og alnafni. Í myndbandinu fær plötuumslagið að njóta sín vel en það var hannað af Þorvaldi Guðna Sævarssyni sem er betur þekktur sem Skaðvaldur.” Á dögunum gekk nýr bassaleikari til liðs við hljómsveitina. „Hann heitir Viktor Árni Veigarsson en hann er enginn nýgræðingur þegar það kemur að hljómsveitastússi. Fólk gæti þekkt hann úr hljómsveitunum The Moronic, Forsmán eða Hvata og nú sem bassaleikari Blóðmör. Það er ljóst að það eru bjartir tímar fram undan hjá hljómsveitinni.” Sveitina mynda þeir Haukur Þór Valdimarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Viktor Árni Veigarsson. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sem frumsýnt er á Vísi í dag. Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira
Platan inniheldur tólf lög sem eru öll frumsamin og með íslenskum texta. Hún kemur út á vegum Reykjavík Record Shop á vínyl og verður gerð í 250 eintökum. Settur útgáfudagur er 14. júní. „Platan er búin að vera mjög lengi í fæðingu og í raun miklu lengur en við gerðum ráð fyrir. Lögin hafa orðið til á löngum tíma og sum af þeim voru ekki einu sinni komin með texta þegar við fórum í upptökur. Covid setti líka strik í reikninginn því upptökunum þurfti að fresta um tvo mánuði síðasta sumar vegna fyrstu bylgjunnar. En upptökurnar hófust í júní í fyrra og kláruðust um haustið. Birgir Þór Birgisson og Arnar Guðjónsson sáu um upptökur en Arnar mixaði líka plötuna. Friðfinnur Oculus endaði svo á því að mastera plötuna,“ segir Haukur Þór Valdimarsson úr Blóðmör. Myndbandið við Brennivín er textamyndband. „Vinur okkar Óttarr Proppé sá um að útbúa það, þó ekki hinn landsfrægi söngvari og fyrrverandi stjórnmálamaður heldur litli frændi hans og alnafni. Í myndbandinu fær plötuumslagið að njóta sín vel en það var hannað af Þorvaldi Guðna Sævarssyni sem er betur þekktur sem Skaðvaldur.” Á dögunum gekk nýr bassaleikari til liðs við hljómsveitina. „Hann heitir Viktor Árni Veigarsson en hann er enginn nýgræðingur þegar það kemur að hljómsveitastússi. Fólk gæti þekkt hann úr hljómsveitunum The Moronic, Forsmán eða Hvata og nú sem bassaleikari Blóðmör. Það er ljóst að það eru bjartir tímar fram undan hjá hljómsveitinni.” Sveitina mynda þeir Haukur Þór Valdimarsson, Árni Jökull Guðbjartsson og Viktor Árni Veigarsson. Hér að neðan má sjá myndbandið við lagið sem frumsýnt er á Vísi í dag.
Tónlist Mest lesið Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Lífið Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Lífið Mikil ást á klúbbnum Lífið Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Lífið Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Vinur Patriks kom upp um hann Lífið Þessi eru tilnefnd til Íslensku tónlistarverðlaunanna Tónlist Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Lífið Heillandi heimili í Hlíðunum Lífið Fleiri fréttir Ómótstæðilegar Créme Brulée bollur með stökkum sykurhjúp Bubbi byrjaður á hugvíkkandi efnum Heillandi heimili í Hlíðunum Hótaði óprúttnum grínista hálsbroti Vilja að Íslandi verði vísað úr keppni ef ekki er fallist á kröfur þeirra Langar að verða menntamálaráðherra og breyta miklu í kjölfarið Mikil ást á klúbbnum Gellurnar fjölmenntu í afmæli Porra Vinur Patriks kom upp um hann Grammy-goðsögnin Roberta Flack látin Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Sjá meira