Segir óboðlegt að kínversk stjórnvöld refsi Íslendingi fyrir að nýta málfrelsið Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 16. apríl 2021 08:37 Utanríkisráðherra segir framgöngu kinverskra stórnvalda gagnvart íslenskum ríkisborgara vera óviðunandi og hefur komið mótmælum á framfæri við kínversk stjórnvöld bæði í kínverska ráðuneytinu í Reykjavík og í Peking. Vísir/Vilhelm Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er kominn á svartan lista í Kína. Hann má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. Ástæðan er sögð vera greinaskrif Jónasar sem hafa birst í Morgunblaðinu, þar sem hann hefur meðal annars gagnrýnt ástand fasteignar í eigu kínverska sendiráðsins og viðbrögð Kínverja við kórónuveirufaraldrinum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir útspil kínverskra stjórnvalda; að refsa fólki fyrir að nýta málfrelsi í löndum þar sem málfrelsi sannarlega ríkir, vera óboðlegt. „Ég held að kurteisa orðið sé að þetta sé algjörlega óviðunandi að beita íslenskan ríkisborgara þessu fyrir það eitt að nýta málfrelsi sitt. Það er auðvitað ekki boðlegt. Við komum þeim skilaboðum strax mjög skýrt á framfæri við kínversk stjórnvöld bæði í Peking og hér í Reykjavík“ Sjá einnig : Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Guðlaugur hefur komið mótmælum á framfæri við kínversk stjórnvöld, bæði í Peking og í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi hreyft við andmælum sýnist Guðlaugi sem svo að þau verði ekki til þess að telja kínverskum stjórnvöldum hughvarf. „Og það er miður því ég ítreka það, og það er aðalatriði málsins, að hér er um að ræða einstakling sem er bara að nýta málfrelsi sitt og á Íslandi ríkir málfrelsi. Þannig er það og þannig mun það verða. Það er auðvitað ekki góð tilfinning þegar við fáum skilaboð sem þessi. Í síðasta mánuði samþykkti Ísland að taka þátt í samstillum aðgerðum annarra vestrænna ríkja á borð við Bandaríkin, Bretland, Kanada, Noreg og aðildarríki Evrópusambandsins sem mun felast í því að innleiða þvingunaraðgerðir gegn kínverskum lögaðilum og einstaklingum. Sjá einnig: ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma „Það er vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í XinJiang héraði í Kína sem eru mjög alvarleg. Þau eru brot á þeim alþjóðasáttmálum sem Kína hefur undirgengst og þeir hafa svarað þessum aðgerðum í löndunum í kringum okkur. Mér hefur sýnst þeir hafa svarað þessu með aðgerðum sambærilegum þeim sem íslenski ríkisborgarinn varð fyrir og þá gagnvart þingmönnum, fræðimönnum, mannréttindasamtökum og öðru slíku en það breytir engu. Málið er alveg jafn alvarlegt fyrir það. Eftir því sem ég best veit hafa þeir verið beittir þvingunum sem hafa fyrst og fremst gert það sama; þeir notuðu málfrelsi sitt í löndum þar sem málfrelsi ríkir.“ Sjá einnig: Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Guðlaugur segir að gildi á borð við mannréttindi og málfrelsi eigi í vaxandi mæli undir högg að sækja. „Það sem við gleymum oft er að við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við málfrelsi, mannréttindi, lýðræði, réttarríki. Ég held að menn hafi fengið það á tilfinninguna að þessari baráttu væri lokið þegar Sovétríkin hrundu og múrarnir voru felldir og voru skrifaðar lærðar greinar um það. Það hefur ekki raungerst, þvert á móti eiga þessi gildi, sem okkur hefur þótt sjálfsögð, undir högg að sækja. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef beitt mér eins og ég hef gert í mannréttindamálunum á alþjóðavettvangi til að láta þá rödd heyrast því okkur ber skylda til að gera hvað við getum til að þessi gildi, sem okkur finnst sjálfsögð, verði sem víðast í heiminum því það er ekki sjálfgefið og það er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni þegar allt er tekið. Því miður eiga þessi gildi undir högg að sækja og það eru mjög slæmar fréttir, ekki bara fyrir það fólk sem býr við þessi sjálfsögðu réttindi heldur ekki síst fyrir það fólk sem er ekki svo lánsamt að njóta réttinda sem okkur finnst vera fullkomlega sjálfsögð.“ Kína Mannréttindi Utanríkismál Tjáningarfrelsi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Svartur listi rauða drekans Íslenskur lögfræðingur hefur nú verið settur á svartan lista hjá stjórnvöldum í Kína og í kjölfarið fær maðurinn, Jónas Haraldsson ekki að stíga fæti á kínverska grundu og verðum öllum þeim fjármunum (sem hann er eflaust með) í Kína einnig fryst. 15. apríl 2021 19:00 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. 16. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Ástæðan er sögð vera greinaskrif Jónasar sem hafa birst í Morgunblaðinu, þar sem hann hefur meðal annars gagnrýnt ástand fasteignar í eigu kínverska sendiráðsins og viðbrögð Kínverja við kórónuveirufaraldrinum. Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir útspil kínverskra stjórnvalda; að refsa fólki fyrir að nýta málfrelsi í löndum þar sem málfrelsi sannarlega ríkir, vera óboðlegt. „Ég held að kurteisa orðið sé að þetta sé algjörlega óviðunandi að beita íslenskan ríkisborgara þessu fyrir það eitt að nýta málfrelsi sitt. Það er auðvitað ekki boðlegt. Við komum þeim skilaboðum strax mjög skýrt á framfæri við kínversk stjórnvöld bæði í Peking og hér í Reykjavík“ Sjá einnig : Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Guðlaugur hefur komið mótmælum á framfæri við kínversk stjórnvöld, bæði í Peking og í Reykjavík.Vísir/Vilhelm Þrátt fyrir að íslensk stjórnvöld hafi hreyft við andmælum sýnist Guðlaugi sem svo að þau verði ekki til þess að telja kínverskum stjórnvöldum hughvarf. „Og það er miður því ég ítreka það, og það er aðalatriði málsins, að hér er um að ræða einstakling sem er bara að nýta málfrelsi sitt og á Íslandi ríkir málfrelsi. Þannig er það og þannig mun það verða. Það er auðvitað ekki góð tilfinning þegar við fáum skilaboð sem þessi. Í síðasta mánuði samþykkti Ísland að taka þátt í samstillum aðgerðum annarra vestrænna ríkja á borð við Bandaríkin, Bretland, Kanada, Noreg og aðildarríki Evrópusambandsins sem mun felast í því að innleiða þvingunaraðgerðir gegn kínverskum lögaðilum og einstaklingum. Sjá einnig: ESB beitir refsiaðgerðum vegna Úígúra og valdaránsins í Búrma „Það er vegna mannréttindabrota gegn Úígúrum í XinJiang héraði í Kína sem eru mjög alvarleg. Þau eru brot á þeim alþjóðasáttmálum sem Kína hefur undirgengst og þeir hafa svarað þessum aðgerðum í löndunum í kringum okkur. Mér hefur sýnst þeir hafa svarað þessu með aðgerðum sambærilegum þeim sem íslenski ríkisborgarinn varð fyrir og þá gagnvart þingmönnum, fræðimönnum, mannréttindasamtökum og öðru slíku en það breytir engu. Málið er alveg jafn alvarlegt fyrir það. Eftir því sem ég best veit hafa þeir verið beittir þvingunum sem hafa fyrst og fremst gert það sama; þeir notuðu málfrelsi sitt í löndum þar sem málfrelsi ríkir.“ Sjá einnig: Börn Úígúra tekin af fjölskyldumeðlimum og flutt í búðir fyrir munaðarleysingja Guðlaugur segir að gildi á borð við mannréttindi og málfrelsi eigi í vaxandi mæli undir högg að sækja. „Það sem við gleymum oft er að við erum í minnihluta jarðarbúa sem búum við málfrelsi, mannréttindi, lýðræði, réttarríki. Ég held að menn hafi fengið það á tilfinninguna að þessari baráttu væri lokið þegar Sovétríkin hrundu og múrarnir voru felldir og voru skrifaðar lærðar greinar um það. Það hefur ekki raungerst, þvert á móti eiga þessi gildi, sem okkur hefur þótt sjálfsögð, undir högg að sækja. Það er ein af ástæðunum fyrir því að ég hef beitt mér eins og ég hef gert í mannréttindamálunum á alþjóðavettvangi til að láta þá rödd heyrast því okkur ber skylda til að gera hvað við getum til að þessi gildi, sem okkur finnst sjálfsögð, verði sem víðast í heiminum því það er ekki sjálfgefið og það er tiltölulega nýtt í mannkynssögunni þegar allt er tekið. Því miður eiga þessi gildi undir högg að sækja og það eru mjög slæmar fréttir, ekki bara fyrir það fólk sem býr við þessi sjálfsögðu réttindi heldur ekki síst fyrir það fólk sem er ekki svo lánsamt að njóta réttinda sem okkur finnst vera fullkomlega sjálfsögð.“
Kína Mannréttindi Utanríkismál Tjáningarfrelsi Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37 Svartur listi rauða drekans Íslenskur lögfræðingur hefur nú verið settur á svartan lista hjá stjórnvöldum í Kína og í kjölfarið fær maðurinn, Jónas Haraldsson ekki að stíga fæti á kínverska grundu og verðum öllum þeim fjármunum (sem hann er eflaust með) í Kína einnig fryst. 15. apríl 2021 19:00 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46 Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30 Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22 Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. 16. nóvember 2019 22:45 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Fleiri fréttir Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ „Ein allra besta jólagjöfin“ „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Skortur á sjúkragæslu á viðburðum hafi áhrif á neyðarþjónustu Eftirliti á viðburðum ábótavant og skynsemi í orkumálum Vegir víða hálir á morgun og blint á fjallvegum Stjórnarleiðtogar sitja fyrir svörum á Sprengisandi „Afskaplega róleg“ nótt hjá lögreglumönnum Þakklæti, auðmýkt, rok og söngur ríkisstjórnarinnar „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Breytingar á ráðuneytum taka ekki gildi fyrr en í mars Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Ný ríkisstjórn Íslands: „Við erum orðnar vinkonur“ Allt um nýja ríkisstjórn Íslands í kvöldfréttum Krónan muni veikjast og allir halda að sér höndum Þjóðaratkvæðagreiðsla um ESB eigi síðar en 2027 „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Sjá meira
Íslendingur settur á svartan lista í Kína fyrir gagnrýnin skrif Lögmaðurinn Jónas Haraldsson er á svörtum lista stjórnvalda í Kína, má ekki ferðast til landsins og þá hafa mögulegar eignir hans þar verið frystar. 16. apríl 2021 06:37
Svartur listi rauða drekans Íslenskur lögfræðingur hefur nú verið settur á svartan lista hjá stjórnvöldum í Kína og í kjölfarið fær maðurinn, Jónas Haraldsson ekki að stíga fæti á kínverska grundu og verðum öllum þeim fjármunum (sem hann er eflaust með) í Kína einnig fryst. 15. apríl 2021 19:00
Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16
Sakar Kínverja um þjóðarmorð daginn fyrir stjórnarskiptin Mike Pompeo, fráfarandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, segir Kína hafa framið þjóðarmorð með aðgerðum sínum gegn Úígúrum og öðrum þjóðarbrotum múslima í Kína. Anthony Blinken, verðandi utanríkisráðherra, kveðst sammála þeirri staðhæfingu. 19. janúar 2021 23:46
Kínverjar hafna orðum páfa um Úígúra Kínverjar hafa hafnað ásökunum Frans páfa um að þeir fari illa með minnihlutahópinn Úígúra, sem búa í Xinjiang héraði í Kína. 25. nóvember 2020 08:30
Segja Úígúra útskrifaða úr fangabúðum Yfirvöld Kína segja flesta Úígúra hafa „útskrifast“ úr fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði í Kína. Þar að auki verði framtíðar nemendum, eins og Shohrat Zakir, ríkisstjóri héraðsins, orðaði það, leyft að koma og fara að vild. 9. desember 2019 09:22
Ofsóknir gegn Úígúrum: Áttu að vera þakklát fyrir að fjölskyldumeðlimir voru færðir í fangabúðir Xi Jinping, forseti Kína, lagði grunninn að því að minnst milljón manna hefur verið komið fyrir í fanga- og endurmenntunarbúðum í Xinjiang-héraði Kína. 16. nóvember 2019 22:45