Hjá „kirkjunnar“ mönnum Einar Sveinbjörnsson skrifar 16. apríl 2021 08:30 Hér á Vísi var í vikunni sagt frá tveimur hressum prestum austur á landi sem halda úti Kirkjucasti. Þar ræða þeir ýmis mál, s.s um kynlíf, sjálfsfróun og annað sem þeir segja að sé tabú innan kirkjunnar og að stöðva þurfi þöggunarmenningu. Allt gott og gilt og blaðamaðurinn knái Jakob Bjarnar klikkir síðan út með því að segja að hitt og þetta eigi ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Eins og nánast alltaf, er kirkjan sett undir einn og sama hatt. Prestarnir ungu eiga vitanlega við þjóðkirkjuna sem þeir starfa hjá. Við sem kjósum að tilheyra Fríkirkjusöfnuðum megum stöðugt sitja undir kirkjan þetta og kirkjan hitt, þegar í raun er verið er að tala um málefni þjóðkirkjunnar. En Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon er alls varnað, enda augljóslega hræddir við að stíga á einhverjar tær þegar þeir taka það fram að með hlaðvarpi sínu séu þeir ekki að gefa út afstöðu (þjóð)kirkjunnar. Fríkirkjuprestarnir í Hafnarfirði ypptu öxlum þegar þeir voru spurðir um hinn fræga Trans-Jesú á sunnudagaskólaplakatinu. Söfnuðurinn fór heldur ekki af hjörunum og starfið hélt bara áfram í kristilegum náungakærleika eins og það hefur alltaf gert. Fríkirkjan í Hafnarfirði er nefnilega frjáls gerða sinni og lýtur ekki valdi ofan frá. Söfnuðurinn sjálfur ræður för og hann vill að kirkjan sín kallist á við núið, takist á við þær kviku breytingar sem verða á samfélagi mannana á hverjum tíma. Mikið er lagt upp úr fermingarfræðslunni í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Að þar sé fengist við spurningar um lífið og tilveruna á krefjandi en líka uppbyggilegan hátt, þar sem foreldrar taka virkan þátt. Kannski er það einmitt þess vegna, sem að 160-170 ungmenni kjósa að fermast frá Fríkirkjunni ár hvert. Trúarlífi og kristindómnum er mætt eftir þörfum hvers og eins. Þannig er það í Fríkirkjunni. Þar eru allir jafnir og kirkjan stendur fólki opin jafnt í gleði sem sorg. Þó Fríkirkjusöfnuðurinn sé staðsettur í Hafnarfirði er hann líka fyrir aðra og af þeim um 7.500 sem nú tilheyra kirkjunni eru fjölmargir sem búa annars staðar á landinu eða jafnvel í útlöndum. Kirkjucastið er nú samt flott og áfram Benjamín og Dagur! Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Trúmál Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Hér á Vísi var í vikunni sagt frá tveimur hressum prestum austur á landi sem halda úti Kirkjucasti. Þar ræða þeir ýmis mál, s.s um kynlíf, sjálfsfróun og annað sem þeir segja að sé tabú innan kirkjunnar og að stöðva þurfi þöggunarmenningu. Allt gott og gilt og blaðamaðurinn knái Jakob Bjarnar klikkir síðan út með því að segja að hitt og þetta eigi ekki upp á pallborðið hjá kirkjunnar mönnum. Eins og nánast alltaf, er kirkjan sett undir einn og sama hatt. Prestarnir ungu eiga vitanlega við þjóðkirkjuna sem þeir starfa hjá. Við sem kjósum að tilheyra Fríkirkjusöfnuðum megum stöðugt sitja undir kirkjan þetta og kirkjan hitt, þegar í raun er verið er að tala um málefni þjóðkirkjunnar. En Benjamín Hrafn Böðvarsson og Dagur Fannar Magnússon er alls varnað, enda augljóslega hræddir við að stíga á einhverjar tær þegar þeir taka það fram að með hlaðvarpi sínu séu þeir ekki að gefa út afstöðu (þjóð)kirkjunnar. Fríkirkjuprestarnir í Hafnarfirði ypptu öxlum þegar þeir voru spurðir um hinn fræga Trans-Jesú á sunnudagaskólaplakatinu. Söfnuðurinn fór heldur ekki af hjörunum og starfið hélt bara áfram í kristilegum náungakærleika eins og það hefur alltaf gert. Fríkirkjan í Hafnarfirði er nefnilega frjáls gerða sinni og lýtur ekki valdi ofan frá. Söfnuðurinn sjálfur ræður för og hann vill að kirkjan sín kallist á við núið, takist á við þær kviku breytingar sem verða á samfélagi mannana á hverjum tíma. Mikið er lagt upp úr fermingarfræðslunni í Fríkirkjunni í Hafnarfiði. Að þar sé fengist við spurningar um lífið og tilveruna á krefjandi en líka uppbyggilegan hátt, þar sem foreldrar taka virkan þátt. Kannski er það einmitt þess vegna, sem að 160-170 ungmenni kjósa að fermast frá Fríkirkjunni ár hvert. Trúarlífi og kristindómnum er mætt eftir þörfum hvers og eins. Þannig er það í Fríkirkjunni. Þar eru allir jafnir og kirkjan stendur fólki opin jafnt í gleði sem sorg. Þó Fríkirkjusöfnuðurinn sé staðsettur í Hafnarfirði er hann líka fyrir aðra og af þeim um 7.500 sem nú tilheyra kirkjunni eru fjölmargir sem búa annars staðar á landinu eða jafnvel í útlöndum. Kirkjucastið er nú samt flott og áfram Benjamín og Dagur! Höfundur er formaður safnaðarstjórnar Fríkirkjunnar.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar