Samþykkt að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2021 17:42 Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Nýsköpunarmiðstöð verður lögð niður og nýtt tæknisetur tekur við verkefnum hennar samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu harðlega við atkvæðagreiðslu. Málið væri skaðlegt og vanhugsað. Samkvæmt frumvarpi um opinberan stuðning við nýsköpun sem samþykkt var á Alþingi í dag verða nýsköpunarmál færð í nýtt einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs. Til stendur að stofna tæknisetur sem á að taka við verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem verður lögð niður. Í frumvarpinu segir að forsenda breytinganna sé að starfsemi tækni- og rannsóknarseturs eigi betur heima í félagaformi en innan stofnunar í eigu ríkisins. „Við lögðum út í þetta verkefni því ég er þeirrar skoðunar að það sé skylda okkar stjórnmálamanna að vera stanslaust að rýna hvar hið opinbera geti sinnt verkefnum betur og hverju megi einfaldlega hætta með áherslu á að forgangsraða til framtíðar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.vísir/Vilhelm Frumvarpið er umdeilt og hefur Nýsköpunarmiðstöð gagnrýnt það harðlega og talið málaflokkinn betur eiga heima í opinberum rekstri. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 25 og vísuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar til andstöðu sem birtist í fjölda neikvæðra umsagna. „Þrjátíu umsagnir bárust um þetta mál til Alþingis, tveir þriðju neikvæðar. Það er ótrúlega mikið búið að benda á að þetta er ótrúlega lélegt frumvarp. Þetta er að valda skaða,“ sagði Smári Mccarthy, þingmaður Pírata. „Þetta mál er dæmi um allt það versta sem gerist hér á Alþingi þegar fram kemur slæmt mál. Allir vita að það er slæmt en því er samt böðlað áfram. Þeir sem koma sem gestir fyrir nefnd lýsa áhyggjum. Umsagnir eru neikvæðar, starfsfólkið var ekki haft með í ráðum. Það er allt rangt við þetta frumvarp,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuvegnanefndar, sagði aftur á móti fyrirkomulagið lið í því að styrkja nýsköpun. „Ríkisstjórnin hefur verið að leggja mikla fjármuni í nýslöpun í landinu, um sjötíu prósent aukning. Þetta er eitt af því sem við erum að gera til þess að styrkja nýsköpunarumhverfi í landinu.“ Nýsköpun Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi um opinberan stuðning við nýsköpun sem samþykkt var á Alþingi í dag verða nýsköpunarmál færð í nýtt einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs. Til stendur að stofna tæknisetur sem á að taka við verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem verður lögð niður. Í frumvarpinu segir að forsenda breytinganna sé að starfsemi tækni- og rannsóknarseturs eigi betur heima í félagaformi en innan stofnunar í eigu ríkisins. „Við lögðum út í þetta verkefni því ég er þeirrar skoðunar að það sé skylda okkar stjórnmálamanna að vera stanslaust að rýna hvar hið opinbera geti sinnt verkefnum betur og hverju megi einfaldlega hætta með áherslu á að forgangsraða til framtíðar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.vísir/Vilhelm Frumvarpið er umdeilt og hefur Nýsköpunarmiðstöð gagnrýnt það harðlega og talið málaflokkinn betur eiga heima í opinberum rekstri. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 25 og vísuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar til andstöðu sem birtist í fjölda neikvæðra umsagna. „Þrjátíu umsagnir bárust um þetta mál til Alþingis, tveir þriðju neikvæðar. Það er ótrúlega mikið búið að benda á að þetta er ótrúlega lélegt frumvarp. Þetta er að valda skaða,“ sagði Smári Mccarthy, þingmaður Pírata. „Þetta mál er dæmi um allt það versta sem gerist hér á Alþingi þegar fram kemur slæmt mál. Allir vita að það er slæmt en því er samt böðlað áfram. Þeir sem koma sem gestir fyrir nefnd lýsa áhyggjum. Umsagnir eru neikvæðar, starfsfólkið var ekki haft með í ráðum. Það er allt rangt við þetta frumvarp,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuvegnanefndar, sagði aftur á móti fyrirkomulagið lið í því að styrkja nýsköpun. „Ríkisstjórnin hefur verið að leggja mikla fjármuni í nýslöpun í landinu, um sjötíu prósent aukning. Þetta er eitt af því sem við erum að gera til þess að styrkja nýsköpunarumhverfi í landinu.“
Nýsköpun Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Sjá meira