Samþykkt að leggja Nýsköpunarmiðstöð niður Sunna Sæmundsdóttir skrifar 15. apríl 2021 17:42 Nýsköpunarmiðstöð Íslands verður lögð niður samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. vísir/Vilhelm Nýsköpunarmiðstöð verður lögð niður og nýtt tæknisetur tekur við verkefnum hennar samkvæmt frumvarpi sem var samþykkt á Alþingi í dag. Þingmenn stjórnarandstöðunnar mótmæltu harðlega við atkvæðagreiðslu. Málið væri skaðlegt og vanhugsað. Samkvæmt frumvarpi um opinberan stuðning við nýsköpun sem samþykkt var á Alþingi í dag verða nýsköpunarmál færð í nýtt einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs. Til stendur að stofna tæknisetur sem á að taka við verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem verður lögð niður. Í frumvarpinu segir að forsenda breytinganna sé að starfsemi tækni- og rannsóknarseturs eigi betur heima í félagaformi en innan stofnunar í eigu ríkisins. „Við lögðum út í þetta verkefni því ég er þeirrar skoðunar að það sé skylda okkar stjórnmálamanna að vera stanslaust að rýna hvar hið opinbera geti sinnt verkefnum betur og hverju megi einfaldlega hætta með áherslu á að forgangsraða til framtíðar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.vísir/Vilhelm Frumvarpið er umdeilt og hefur Nýsköpunarmiðstöð gagnrýnt það harðlega og talið málaflokkinn betur eiga heima í opinberum rekstri. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 25 og vísuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar til andstöðu sem birtist í fjölda neikvæðra umsagna. „Þrjátíu umsagnir bárust um þetta mál til Alþingis, tveir þriðju neikvæðar. Það er ótrúlega mikið búið að benda á að þetta er ótrúlega lélegt frumvarp. Þetta er að valda skaða,“ sagði Smári Mccarthy, þingmaður Pírata. „Þetta mál er dæmi um allt það versta sem gerist hér á Alþingi þegar fram kemur slæmt mál. Allir vita að það er slæmt en því er samt böðlað áfram. Þeir sem koma sem gestir fyrir nefnd lýsa áhyggjum. Umsagnir eru neikvæðar, starfsfólkið var ekki haft með í ráðum. Það er allt rangt við þetta frumvarp,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuvegnanefndar, sagði aftur á móti fyrirkomulagið lið í því að styrkja nýsköpun. „Ríkisstjórnin hefur verið að leggja mikla fjármuni í nýslöpun í landinu, um sjötíu prósent aukning. Þetta er eitt af því sem við erum að gera til þess að styrkja nýsköpunarumhverfi í landinu.“ Nýsköpun Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Samkvæmt frumvarpi um opinberan stuðning við nýsköpun sem samþykkt var á Alþingi í dag verða nýsköpunarmál færð í nýtt einkahlutafélag í eigu ríkissjóðs. Til stendur að stofna tæknisetur sem á að taka við verkefnum Nýsköpunarmiðstöðvar sem verður lögð niður. Í frumvarpinu segir að forsenda breytinganna sé að starfsemi tækni- og rannsóknarseturs eigi betur heima í félagaformi en innan stofnunar í eigu ríkisins. „Við lögðum út í þetta verkefni því ég er þeirrar skoðunar að það sé skylda okkar stjórnmálamanna að vera stanslaust að rýna hvar hið opinbera geti sinnt verkefnum betur og hverju megi einfaldlega hætta með áherslu á að forgangsraða til framtíðar,“ sagði Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra við atkvæðagreiðslu á Alþingi í dag. Þórdís Kolbrún Reykjfjörð Gylfadóttir, ferðamála-, iðnaðar og nýsköpunarráðherra.vísir/Vilhelm Frumvarpið er umdeilt og hefur Nýsköpunarmiðstöð gagnrýnt það harðlega og talið málaflokkinn betur eiga heima í opinberum rekstri. Frumvarpið var samþykkt með 32 atkvæðum gegn 25 og vísuðu þingmenn stjórnarandstöðunnar til andstöðu sem birtist í fjölda neikvæðra umsagna. „Þrjátíu umsagnir bárust um þetta mál til Alþingis, tveir þriðju neikvæðar. Það er ótrúlega mikið búið að benda á að þetta er ótrúlega lélegt frumvarp. Þetta er að valda skaða,“ sagði Smári Mccarthy, þingmaður Pírata. „Þetta mál er dæmi um allt það versta sem gerist hér á Alþingi þegar fram kemur slæmt mál. Allir vita að það er slæmt en því er samt böðlað áfram. Þeir sem koma sem gestir fyrir nefnd lýsa áhyggjum. Umsagnir eru neikvæðar, starfsfólkið var ekki haft með í ráðum. Það er allt rangt við þetta frumvarp,“ sagði Þorsteinn Sæmundsson, þingmaður Miðflokksins. Lilja Rafney Magnúsdóttir, formaður atvinnuvegnanefndar, sagði aftur á móti fyrirkomulagið lið í því að styrkja nýsköpun. „Ríkisstjórnin hefur verið að leggja mikla fjármuni í nýslöpun í landinu, um sjötíu prósent aukning. Þetta er eitt af því sem við erum að gera til þess að styrkja nýsköpunarumhverfi í landinu.“
Nýsköpun Alþingi Stjórnsýsla Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira