Segir sig úr Samfylkingunni sem sé orðin „jaðarsamfélag vina“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. apríl 2021 15:14 Pétur G. Markan er samskiptastjóri Biskupsstofu. Vísir Pétur Georg Markan, samskiptastjóri Biskupsstofu, hefur sagt sig úr Samfylkingunni. Hann segir flokkinn upphaflega hafa verið breiðfylkingu en nú pólitískt jaðarsamfélag vina. Hann eigi því ekki lengur erindi innan flokksins. Pétur sendi Samfylkingunni bréf í morgun og birti í framhaldinu á Facebook. Hann segir bréfið hafa verið lengi í fæðingu, ætlað að skrifa það margoft en ákveðið að bíða og sjá til. Mætti með mömmu og heillaðist „Ég hef verið þátttakandi í Samfylkingunni frá upphafi fundarins í Borgarleikhúsinu hvar Samfylking - breiðfylking jafnaðarmanna var stofnuð. Fór með mömmu og varð heillaður. Fann mér stað meðal ólíkra einstaklinga með sömu hugsjón - jöfnuð á breidd samfélagsins. Hef á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn: formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi svo eitthvað sé týnt til sem stendur meira upp úr en annað.“ Nokkur ólga hefur verið í flokknum undanfarið meðal annars vegna fyrirkomulag um hvernig skipa skuli lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Þá hefur Samfylkingin hert tök sín á Facebook undir því yfirskyni að bæta andrúmsloftið og draga úr skaðlegum skrifum fyrir flokkinn. Ekki lengur breiðfylking „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum. Lesið sameiginlegt spjall flokksins á netinu og velt fyrir mér hvort það sé ekki ljós að finna annars staðar.“ Pétur segir vonbrigði sín því ekki tengjast pólitískum frama eða vera listablús. „Ég verð eftir sem áður jafnaðarmaður í huga og hjarta - þar sem breiðfylking ólíkra sjónarmiða skipar stefnu landsins. Annað verður ekki nema pólitískt heimapartý. Leyst upp þegar næsti stjórnarsáttmáli verður undirritaður.“ Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06 Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Pétur sendi Samfylkingunni bréf í morgun og birti í framhaldinu á Facebook. Hann segir bréfið hafa verið lengi í fæðingu, ætlað að skrifa það margoft en ákveðið að bíða og sjá til. Mætti með mömmu og heillaðist „Ég hef verið þátttakandi í Samfylkingunni frá upphafi fundarins í Borgarleikhúsinu hvar Samfylking - breiðfylking jafnaðarmanna var stofnuð. Fór með mömmu og varð heillaður. Fann mér stað meðal ólíkra einstaklinga með sömu hugsjón - jöfnuð á breidd samfélagsins. Hef á þeim tíma gegnt mörgum trúnaðarstörfum fyrir flokkinn: formaður ungra jafnaðarmanna í RVK og hef setið sem varaþingmaður Samfylkingarinnar á Alþingi svo eitthvað sé týnt til sem stendur meira upp úr en annað.“ Nokkur ólga hefur verið í flokknum undanfarið meðal annars vegna fyrirkomulag um hvernig skipa skuli lista flokksins fyrir alþingiskosningar í haust. Þá hefur Samfylkingin hert tök sín á Facebook undir því yfirskyni að bæta andrúmsloftið og draga úr skaðlegum skrifum fyrir flokkinn. Ekki lengur breiðfylking „Nú hefur erindi Samfylkingarinnar breyst frá því að vera breiðfylking yfir í pólitískt jaðarsamfélag vina. Allt er breytingum háð. Í ljósi þessa hef ég sjálfur ekki lengur erindi innan flokksins, vilja til fylgja honum eða félagslega uppörvun. Það hefur fyrst og fremst birst í því að ég hef ekki viljað gefa kost á mér til trúnaðarstarfa eða verið í framboðs hugleiðingum. Lesið sameiginlegt spjall flokksins á netinu og velt fyrir mér hvort það sé ekki ljós að finna annars staðar.“ Pétur segir vonbrigði sín því ekki tengjast pólitískum frama eða vera listablús. „Ég verð eftir sem áður jafnaðarmaður í huga og hjarta - þar sem breiðfylking ólíkra sjónarmiða skipar stefnu landsins. Annað verður ekki nema pólitískt heimapartý. Leyst upp þegar næsti stjórnarsáttmáli verður undirritaður.“
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Tengdar fréttir Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06 Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35 Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28 Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38 Mest lesið Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Karen Kjartansdóttir hættir hjá Samfylkingunni Karen Kjartansdóttirhefur gengt starfi framkvæmdastjóra Samfylkingarinnar undanfarin tvö og hálft ár en hefur nú sagt sig frá því. Hún segir hugmyndir sínar og formanns framkvæmdastjórnar of ólíkar til að geta starfað áfram fyrir flokkinn. Innan við sex mánuðir eru í kosningar til Alþingis. 9. apríl 2021 09:06
Samfylkingin herðir tökin á Facebook-vettvangi sínum „Við vonum að þetta verði til að bæta andrúmsloftið innan hópsins og draga úr skrifum og athugasemdum sem eru beinlínis skaðleg fyrir flokkinn,“ segir í orðum sem eiga að útskýra nýjar reglur í Facebook-hópi Samfylkingarinnar. 1. apríl 2021 10:35
Hættir við að gefa á sér kost eftir afgreiðslu uppstillinganefndar Samfylkingarinnar Nú ólgar allt og kraumar innan Samfylkingarinnar vegna uppstillingar í Suðurkjördæmi. Oddný G. Harðardóttir skipar efsta sæti á lista þar en allir þeir sem höfðu opinberlega gefið kost á sér hafa dregið sig til baka. 25. mars 2021 11:28
Mikil ólga innan Samfylkingar vegna tillögu um efstu sæti á lista Mikil ólga er innan Samfylkingarinnar. Eftir því sem Vísir kemst næst er uppstillingarnefnd nú að bera niðurstöður sínar undir þá einstaklinga sem býðst að skipa efsta sæti lista í Reykjavíkurkjördæmunum tveimur. Svo verður kosið um það upplegg á fundi á laugardaginn. 11. febrúar 2021 22:38