Forgangur Strætó á gatnamótum eina svarið við mögulegum áhrifum Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. apríl 2021 12:46 Strætó velti því upp í umsögn við boðaða lækkun hámarkshraða hvort hún gæti haft neikvæð áhrif á rekstrarkostnað. Vísir/vilhelm Verið er að greina hvort boðuð lækkun hámarkshraða á götum í Reykjavík hafi neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. Eina mótvægisaðgerðin við mögulegum áhrifum væri þó forgangur strætisvagna á umferðarljósum, að sögn framkvæmdastjóra. Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Stefnan er að inni í hverfum verði hámarkshraði 30 en 40 á stofnæðum. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að uppi hafi verið áhyggjur um að lækkunin gæti haft neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. „Það felst þá í því að leiðirnar eru skipulagðar þannig að við reynum að nýta vagnana sem best. Þar af leiðandi ef meðalhraðinn lækkar nær sá vagnafjöldi sem er notaður í dag ekki til að keyra leiðina og þá þyrfti að bæta við vögnum.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Bent er á það í svari Reykjavíkurborgar við umsögn Strætó um hraðalækkunina að aksturshraði strætisvagna nái oft ekki núverandi hámarkshraða, til dæmis vegna umferðarljósa, biðstöðva, gatnamóta og annarrar umferðar. Greining á mögulegum áhrifum, sem ættu þó samkvæmt fyrstu niðurstöðum að vera óveruleg, stendur nú yfir. „Eina mótvægisaðgerðin til þess að þá allavega lágmarka algjörlega þessi áhrif ef einhver eru er náttúrulega bara að Strætó fái forgang á umferðarljósum. Við höfum séð það í gegnum tíðina í okkar gögnum að mestu stoppin eru í kringum gatnamót og ef við getum minnkað þau hef ég ekkert verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Jóhannes. Jóhannes kveðst sjálfur jákvæður gagnvart boðuðum breytingum en þær þurfi að ígrunda vel. „Rökin eru allavega mjög skýr og það vita það svosem flestir að minni meðalhraði hefur góð áhrif á öryggi annarra í umferðinni. Þannig að út frá því er þetta hið besta mál en það þarf auðvitað að skoða allar hliðar teningsins.“ Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Strætó Tengdar fréttir Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Stefnan er að inni í hverfum verði hámarkshraði 30 en 40 á stofnæðum. Jóhannes Svavar Rúnarsson framkvæmdastjóri Strætó segir að uppi hafi verið áhyggjur um að lækkunin gæti haft neikvæð áhrif á ferðatíma og rekstrarkostnað Strætó. „Það felst þá í því að leiðirnar eru skipulagðar þannig að við reynum að nýta vagnana sem best. Þar af leiðandi ef meðalhraðinn lækkar nær sá vagnafjöldi sem er notaður í dag ekki til að keyra leiðina og þá þyrfti að bæta við vögnum.“ Jóhannes Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó.Mynd/Strætó Bent er á það í svari Reykjavíkurborgar við umsögn Strætó um hraðalækkunina að aksturshraði strætisvagna nái oft ekki núverandi hámarkshraða, til dæmis vegna umferðarljósa, biðstöðva, gatnamóta og annarrar umferðar. Greining á mögulegum áhrifum, sem ættu þó samkvæmt fyrstu niðurstöðum að vera óveruleg, stendur nú yfir. „Eina mótvægisaðgerðin til þess að þá allavega lágmarka algjörlega þessi áhrif ef einhver eru er náttúrulega bara að Strætó fái forgang á umferðarljósum. Við höfum séð það í gegnum tíðina í okkar gögnum að mestu stoppin eru í kringum gatnamót og ef við getum minnkað þau hef ég ekkert verulegar áhyggjur af þessu,“ segir Jóhannes. Jóhannes kveðst sjálfur jákvæður gagnvart boðuðum breytingum en þær þurfi að ígrunda vel. „Rökin eru allavega mjög skýr og það vita það svosem flestir að minni meðalhraði hefur góð áhrif á öryggi annarra í umferðinni. Þannig að út frá því er þetta hið besta mál en það þarf auðvitað að skoða allar hliðar teningsins.“
Umferðaröryggi Skipulag Reykjavík Borgarstjórn Strætó Tengdar fréttir Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11 Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41 Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10 Mest lesið „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Innlent „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Innlent Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Innlent Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Innlent „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Innlent Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Innlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Innlent Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar Innlent Fleiri fréttir „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ „Hef ekki hitt neinn arkitekt sem finnst þetta góð hugmynd“ Komu göngumönnum í sjálfheldu til aðstoðar Rússnesk herflugvél mætt í Landeyjarnar „Ég held að þetta sé ekki bóla“ Kona flutt á spítala eftir fjóhjólaslys Vara við að gangast undir fegrunarmeðferðir hjá óviðurkenndum aðilum „Sjaldan hefur stjórnmálamaður verið hamflettur jafn rækilega“ Lét högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Barst tilkynning um olíustuld í Hafnarfirði „Léleg blaðamennska“ sem byggi á upphrópunum og hatri á atvinnulífi Ítrekað ofbeldi, skelfdur Íslendingur eftir skjálfta og padel-æði „Það þarf sennilega að moka þennan bíl upp“ Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Sjá meira
Eyþór um lækkun hámarkshraða: „Umferðin getur hreinlega leitað frekar inn í íbúðabyggð“ Eyþóri Arnalds, oddvita Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, hugnast ekki áform meirihlutans um að hámarkshraði á mörgum af helstu samgönguæðum borgarinnar verði lækkaður. Hann telur að lækkun hámarkshraða muni tefja fyrir almenningssamgöngum auk þess sem það geti skapað hættu á aukinni umferð um íbúðagötur. 14. apríl 2021 21:11
Lífi og heilsu verður ekki fórnað fyrir minni umferðartafir Hámarkshraði á götum í eigu borgarinnar verður hvergi yfir fimmtíu kílómetrum á klukkustund samkvæmt nýsamþykktri áætlun borgarinnar. Formaður skipulags- og samgönguráðs segir öryggi ganga framar mögulegum umferðartöfum. 14. apríl 2021 18:41
Hámarkshraði verði hvergi yfir 50 km/klst á borgargötum Dregið verður úr umferðarhraða á götum í eigu Reykjavíkurborgar og verður hámarkshraði hvergi yfir 50 km/klst samkvæmt tillögu að hámarkshraðaáætlun sem var samþykkt í skipulags- og samgönguráði borgarinnar í dag. Stefnt er að því að enginn slasist alvarlega eða látist í umferðarslysum í borginni. 14. apríl 2021 15:10