Southgate hvetur menn til að haga sér í aðdraganda EM Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 15. apríl 2021 09:01 Landsliðseinvaldur Englands, Gareth Southgate, vill engin fíflalæti í aðdraganda EM. Vísir/Getty Gareth Southgate, þjálfari enska landsliðsins í knattspyrnu, hefur hvatt leikmenn sína til að haga sér í aðdraganda Evrópumótsins sem fram fer í sumar. Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum. Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Southgate er ekki hrifinn af neinum fíflagangi og mögulega gætu ummæli hans verið bein skilaboð til James Maddison, leikmanns Leicester City, sem ákvað ásamt nokkrum liðsfélögum sínum að brjóta reglur félagsins á dögunum. Í ítarlegu viðtali við Sky Sports fór Southgate um víðan völl og kom þar inn á hegðun landsliðsmanna Englands. „Það voru vandamál síðasta haus. Það er alltaf erfitt fyrir þjálfara að glíma við slík vandamál. Það setur mann í mjög erfiða stöðu,“ segir Soutghate. Þar er hann eflaust að vitna í ákveðna atburði sem áttu sér stað á Íslandi sem og atvik í Grikklandi. „Ég get aðeins borið það saman við landsliðsgluggann í mars þar sem það var ekkert drama. Það var mun betra umhverfi og auðveldara að undirbúa sig. Við þurfum aðeins að taka ákvarðanir tengdar knattspyrnu, aðeins að undir knattspyrnu og aðeins að tala um málefni tengd knattspyrnu.“ „Þegar við fórum á HM í Rússlandi var lítil sem engin truflun í aðdraganda mótsins. Ég talaði við leikmennina um það í haust. Í haust var það hegðun utan sem innan allar sem skapaði hvað mest vandamál fyrir okkur og þýddi að við komumst ekki í undanúrslit Þjóðadeildarinnar, eitthvað sem okkur langaði mjög. Það pirrar mig enn þegar ég horfi á leikina í undanúrslitum: Ítalía, Spánn, Belgía og Frakkland. Þetta eru frábær lið og þetta eru leikir sem þú vilt vera hluti af.“ „Einn af aðalþáttunum var sá að við gátum ekki valið leikmenn á ákveðnum tímapunktum vegna þess sem gerðist á vellinum eða utan hans.“ „Þegar við komum saman í sumar verðum við að sjá til þess að við séum þannig í stakk búnir að við getum eingöngu einbeitt okkur að fótbolta og gefið okkur sem besta möguleika. Þurfum að skapa rólegra andrúmsloft fyrir alla í aðdraganda mótsins,“ sagði Southgate að lokum. England er í D-riðli Evrópumótsins í knattspyrnu í sumar ásamt Skotlandi, Tékklandi og Króatíu. Fara allir leikir Englands í riðlakeppninni fram á Wembley í Lundúnum.
Fótbolti EM 2020 í fótbolta Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira