Seðlabankinn varar við vaxtahækkunum lækki verðbólgan ekki Heimir Már Pétursson skrifar 14. apríl 2021 12:04 Seðlabankastjóri væntir þess að vöruverð fari að lækka vegna styrkingar krónunnar að undanförnu. Ef ekki fari að draga úr verðbólgu verði vextir hækkaðir. Vísir/Vilhelm Seðlabankinn varar við að lágir vextir vari ekki að eilífu og því gæti greiðslubyrði óverðtrygðra lána með breytilegum vöxtum breyst töluvert. Ef verðbólga haldist lengi yfir markmiði bankans sé eitt af úrræðum hans að grípa til vaxtahækkana. Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina. Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans kynnti fyrsta rit ársins um stöðu og horfur í efnahagslífinu í morgun. Þar kemur fram að staða efnahagsmála sé almennt góð þrátt fyrir afleiðingar kórónuveirufaraldursins og þótt staða fyrirtækja í ferðaþjónustu sé erfið. Bankakerfið standi vel og geti stutt við ferðaþjónustufyrirtæki og aðgerðir stjórnvalda hafi fleytt þeim áfram þótt róðurinn fari að þyngjast ef faraldurinn dragist mikið á langinn. Meginvextir Seðlabankans eru í sögulegu lágmarki í 0,75 prósentum. Í yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar segir að ástæða sé til að fylgjast áfram með fasteignamarkaðnum og skuldaþróun. Í núverandi vaxtaumhverfi sé nauðsynlegt að lánveitendur og lántakendur séu meðvitaðir um að töluverðar breytingar gætu orðið á greiðslubyrði óverðtryggðra lána. Ásgeir Jónsson segir meginvexti Seðlabankans í sögulegu lágmarki og sú staða vari ekki að eilífu. Fari verðlag ekki lækkandi muni vextir hækka.Vísir/Vilhelm Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segir vextina mun lægri nú en staðist geti til lengdar. „Þetta eru miklir krepputímar. Það er mjög mikilvægt þegar fólk er að taka ákvarðanir, kaupa húsnæði og taka lán sem það ætlar að greiða á næstu áratugum, að hafa í huga að greiðslubyrði þessarra lána núna er óvenju lág. Hún verður það ekki þannig í framtíðinni,“ segir Ásgeir. Frá upphafi síðasta árs hafa óverðtryggð lán með breytilegum vöxtum til heimilanna aukist gríðarlega á sama tíma og dregið hefur mikið úr verðtryggðum lánum. Almennt hefur skuldsetning heimilla aukist töluvert síðast liðið ár. Á sama tíma hefur eignastaða þeirra batnað og vanskil eru lítil. Ásgeir segir að Seðlabankinn þurfi á einhverjum tímapunkti að hækka vexti. Hvenær það gerist velti á framvindu farsóttarinnar og þróun verðbólgu sem nú er 4,3 prósent eða 1,8 prósentum yfir markmiði bankans. „Verðbólgan sem verið hefur núna stafar að miklu leyti af veikingu gengisins á síðasta ári. Núna höfum við séð gengisstyrkingu og ég bara býst við því að hærra gengi leiði til þess að verðlag í verslunum lækki og við náum verðbólgunni niður aftur. Ef það gerist ekki verðum við að grípa til aðgerða,“ segir Ásgeir Jónsson. Skilaboð seðlabankastjóra til verslunarinnar eru því skýr; lækkið vöruverð eða Seðlabankinn hækkar vextina.
Seðlabankinn Efnahagsmál Íslenskir bankar Verðlag Íslenska krónan Neytendur Tengdar fréttir Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40 Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31 Mest lesið Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Viðskipti erlent Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Viðskipti innlent Sorpa undirbýr sig fyrir þjónustufall Neytendur Strætómiðinn dýrari Neytendur Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf „Þá hugsuðu menn: Fínt, fáum konurnar í þessi störf“ Atvinnulíf Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Viðskipti innlent Vigdís frá Play til Nettó Viðskipti innlent Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Viðskipti erlent Sjónvarpskóngur allur Viðskipti erlent Fleiri fréttir Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Sjá meira
Vextir að öllum líkindum lágir út árið Seðlabankastjóri reiknar ekki með miklum vaxtabreytingum út þetta ár en peningastefnunefnd ákvað í morgun að halda meðalvöxtum sínum óbreyttum í 0,75 prósentum. Verðbólga lækkar hægar en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir. 24. mars 2021 11:40
Stýrivextir haldast óbreyttir Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, verða því áfram 0,75 prósent. 24. mars 2021 08:31