„Dauðadómur“ fyrir Liverpool að fá á sig mark í kvöld Sindri Sverrisson skrifar 14. apríl 2021 10:00 Vinicius Junior fagnar marki gegn Liverpool í 3-1 sigri Real Madrid í fyrri leiknum. EPA/Kiko Huesca „Það er nánast dauðadómur fyrir Liverpool að fá á sig mark í þessum leik,“ segir Jón Þór Hauksson um stórleik Liverpool og Real Madrid í kvöld, í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í fótbolta. Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Real Madrid er 3-1 yfir eftir fyrri leik liðanna og Liverpool-menn eru því í erfiðri stöðu fyrir upphafsflautið á Anfield, kl. 19 í kvöld. „Þeir mega ekki fá á sig mark, þá þurfa þeir að skora þrjú. Það er nánast dauðadómur fyrir þá ef þeir fá á sig mark í þessum leik. Þú getur ekki gert ráð fyrir því, þó að það hafi tekist áður, að skora 3-4 mörk í hvert skipti. Þeir verða að hafa þetta í huga. Þeir verða að passa markið sitt og mega ekki fá á sig mark,“ segir Jón Þór í nýjasta þættinum af Sportinu í dag. Hægt er að hlusta á þáttinn hér að neðan en einnig er hægt að hlusta á hann í útvarpsappi Sýnar. Jón Þór segir Liverpool vissulega þurfa að fara varlega í kvöld en bætir við: „Á sama tíma þá munu þeir pressa og setja mikla orku í þennan leik, alveg klárt. Það eru teikn á lofti hjá Liverpool að liðið sé að finna gamla taktinn sinn. Við höfum séð á undanförnum árum að Klopp er algjör snillingur. Á þessum tíma tímabilsins hefur honum á einhvern ótrúlegan hátt tekist að „endurhlaða“. Að vísu er risastór faktor að núna kom þriggja leikja landsleikjatörn, í stað þess að hann hefur alltaf farið með liðið á Marbella í sólina og smá partý. Hann hefur ekki fundið tíma til þess á þessu tímabili,“ segir Jón Þór. Miðverðirnir verði að hjálpa bakvörðunum betur Kjartan Atli Kjartansson benti á hve illa vörn Liverpool hefði á köflum litið út í fyrri leiknum gegn Real: „Vörnin hjá Liverpool er eins og nýi þátturinn hans Dóra DNA, bara eitthvað skítamix. Þeir fundu eitthvað timbur og bjuggu til nokkuð burðugan stall til að standa á. Þeir hafa alveg staðið sig vel sem einstaklingar, Nathaniel Phillips kann til dæmis alveg að verjast, en á þessu stigi keppninnar, gegn bestu liðum Evrópu, þá hlýtur þetta að koma í ljós,“ segir Kjartan. „Við höfum séð vísbendingar um að þeir séu að finna einhvern takt. Það mun ráða úrslitum fyrir þá hversu langt þeir eru komnir með það,“ segir Jón Þór og telur miðvarðaparið Nat Phillips og Ozan Kabak á réttri leið: „Klopp hefur verið að spila með þetta hafsentapar í undanförnum leikjum og með hverjum leik þá myndast betra samband á milli þeirra. Við sáum það í fyrri leiknum að þeir þurfa að „kovera“ betur fyrir bakverðina sína. Hafsentar Liverpool þurfa að vinna betri varnarvinnu heldur en þeir hafa verið að gera, eins og við sáum svart á hvítu í fyrri leiknum við Real Madrid. Þar sáum við líka hversu mikilvægur Van Dijk er, hafi einhver efast um það. Þarna kom í ljós að Trent [Alexander-Arnold] hefur fengið að sinna sínum sóknarleik, eins frábærlega og hann hefur gert það, á meðan að hann hefur haft heimsklassa hafsent á bakvið sig til þess að bæta upp fyrir hversu lélegur varnarmaður hann er.“ Jón Þór og Reynir Leósson verða í hlutverki sérfræðinga á Stöð 2 Sport 2 í kvöld þar sem upphitun fyrir leiki kvöldsins hefst kl. 18.15. Leikur Liverpool og Real Madrid hefst svo kl. 19. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið „Hjartað rifið úr okkur“ Körfubolti Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Enski boltinn „Eins og að dómararnir hefðu veðjað á þennan leik“ Körfubolti Alþjóðadómari hraunar yfir tríóið: „Þrjár kolrangar ákvarðanir“ Körfubolti Skýrsla Henrys: Rændir í gini ljónsins Körfubolti Veifuðu eftir dómurunum sem flúðu af vettvangi: „Eðlilegt að þeir hlaupi í burtu“ Körfubolti Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Enski boltinn „Vont er þeirra ranglæti. Verra er þeirra réttlæti“ Körfubolti „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak Fótbolti Fleiri fréttir Öll mörkin í Bestu: Allt brjálað í stórleiknum og umdeilt sigurmark FH Í beinni: Rosalegur lokadagur gluggans Sjáðu sturlað sigurmark Liverpool og öll hin Úr B-deild í Meistaradeildina á aðeins átta árum Liverpool og Newcastle hafi náð samkomulagi um Isak „Höfum þurft að grafa djúpt til að finna leiðina að sigri“ Milner næstelstur og næstyngstur til að skora í úrvalsdeildinni „Ákvarðanir dómarana höfðu mikil áhrif á úrslitin“ Lazio í stuði og óvænt tap Inter „Gestrisni Stjörnunnar til háborinnar skammar“ „Skulduðum þeim sem mættu að gera betur“ Crystal Palace sótti fyrsta sigur tímabilsins Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki Rayo Vallecano stöðvaði fullkomna byrjun Börsunga Uppgjörið: Fram - Valur 2-1 | Fram stal sigrinum gegn toppliðinu Uppgjörið: Víkingur - Breiðablik 2-2 | Tíu Blikar nældu í sterkt stig á erfiðum útivelli Albert og félagar ósigraðir en án sigurs Sigurður Bjartur með umdeilt sigurmark Uppgjör: ÍBV-ÍA 2-0 | Eyjamenn upp í efri hlutann Uppgjörið: Vestri – KR 1-1 | Hvorugt liðið náði í sigurinn sem þurfti Glæsimark Szoboszlai tryggði sigurinn City tapaði öðrum leiknum í röð en fyrstu sigrar Brighton og West Ham Sævar Atli kom Brann í 2-0 en það dugði ekki til sigurs Dómari tekinn af leik Liverpool og Arsenal nokkrum klukkutímum fyrir leik Rautt spjald og skellur í Íslendingaslag Fyrirliðinn ekki með landsliðinu og varnarmaður inn fyrir sóknarmann Búinn að græða meira en fjórtán milljarða á því að vera rekinn Blikar fá heimaleik í Evrópu tveimur dögum fyrir lokaumferð Bestu Diljá mætir Manchester United Baldur hefur mjög litla trú á því að Blikar verði Íslandsmeistarar í ár Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - KA 3-2 | Guðmundur Baldvin fullkomnaði endurkomu Stjörnunnar með flautumarki