Nú standa yfir deilur milli eigenda skipsins og yfirvalda í Egyptalandi, sem krefjast bóta vegna björgunaraðgerðanna og tapaðra umferðargjalda. Um fimmtíu skip ferðast um skurðinn á degi hverjum og um 440 komust ekki leiða sinna þann tíma sem Ever Given sat fast.
Yfirvöld eru sögð vilja fá jafnvirði 113 milljarða króna í bætur en saksóknarar hafa einnig hafið rannsókn á því hvað varð til þess að hið 220 þúsund tonna skip strandaði í skurðinum.
Samningaviðræður standa yfir en málaferli gætu orðið flókin, þar sem Ever Given er í eigu japansks félags, rekið af taívönsku flutningafyrirtæki, undir panömskum fána.
Hershöfðinginn Osama Rabie, sem stjórnar skurðinum, segir ábyrgðina á strandinu alfarið á höndum eiganda skipsins.