Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:29 Ólafur Eggertsson í viðtali við Stöð 2 í rigningunni undir Eyjafjöllum árið 2018. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts. Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað. Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað.
Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Segir af sér þingmennsku vegna tilraunar til vændiskaupa Innlent „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Innlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent „Lauslát mella“ hafi verið mildasta lýsingin á dómaranum Innlent Borgarstjóri fór með rangt mál Innlent Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent „Þetta er ekki það sem við samþykktum“ Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Fleiri fréttir Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Sjá meira