Ólafur greiði Sveini í Plús film 20 milljónir Vésteinn Örn Pétursson skrifar 12. apríl 2021 21:29 Ólafur Eggertsson í viðtali við Stöð 2 í rigningunni undir Eyjafjöllum árið 2018. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Eyrarbúið ehf., félag í eigu Ólafs Eggertssonar, bónda undir Eyjafjöllum, þarf að greiða Plús film ehf., félagi í eigu kvikmyndagerðarmannsins Sveins M. Sveinssonar, 20 milljónir króna. Um er að ræða hluta af hagnaði Ólafs af sýningu og sölu á heimildamyndinni Eyjafjallajökull Erupts. Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað. Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira
Mbl greindi fyrst frá. Í dómi Héraðsdóms Suðurlands sem féll á fimmtudaginn, er rakið hvernig Sveinn myndaði gosið í Eyjafjallajökli sem hófst í apríl 2010 og lífið á bænum Þorvaldseyri, þar sem Ólafur er bóndi. Úr varð áðurnefnd heimildamynd sem sýnd var í sérstökum sýningarsal á bænum og seld gestum og gangandi á DVD-diskum. Vísir ræddi við Svein sumarið 2019, þar sem hann kvaðst ósáttur við að hafa ekki fengið að njóta hagnaðar Ólafs af myndinni. Deilan í málinu sneri reyndar að höfundarrétti að myndinni og hvort Sveinn ætti rétt á tekjum sem komu til vegna reksturs gestastofunnar á Þorvaldseyri, sem var lokað fyrir rúmum þremur árum. Alls fór Sveinn fram á að fá 80 milljónir króna í sinn hlut vegna myndarinnar, en 33,7 milljónir til vara. Í matsgerð sem unnin var af löggiltum endurskoðanda að beiðni Sveins, var talið að heildartekjur Ólafs af nýtingu myndarinnar hafi verið rúmar 152 milljónir króna. Þar af hafi yfir 20 milljónir komið til vegna sölu á DVD-diskum en 131 milljón vegna sýningar myndarinnar á Þorvaldseyri. Hélt því fram að höfundarrétturinn væri hans Fyrir dómi byggði Ólafur á því að hann hefði þegar greitt fyrir gerð myndarinnar og að vegna samkomulags ætti Plús film aðeins rétt á hlutdeild í tekjum af sölu DVD-diskanna, en ekki vegna sýningar myndarinnar. Þá hélt Ólafur því fram að hann væri einn eigandi að höfundarrétti myndarinnar. Það hefði verið hann sem hefði fengið Svein til að taka myndefnið upp og klippa það saman í verktöku, og á kostnað Ólafs. Þetta féllst héraðsdómur ekki á og vísaði til þess að ekki hafi verið sýnt fram á að Sveinn hafi framselt höfundarrétt sinn til Ólafs, en samkvæmt höfundarréttarlögum „telst höfundur verks sá, uns annað reynist, sem nafngreindur er á eintökum þess með venjulegum hætti eða lýstur er höfundur þegar verk er birt.“ Þá var listrænt framlag Ólafs ekki talið geta orðið til þess að útrýma höfundarrétti Sveins. Því teljast Sveinn og Ólafur eiga höfundarrétt að myndinni til jafns. Með vísan til niðurstöðu matsgerðarinnar var fallist á þrautavarakröfu innan varakröfu Sveins og félagi Ólafs gert að greiða Plús film 20.166.583 krónur með dráttarvöxtum, auk fimm milljóna króna upp í málskostnað.
Bíó og sjónvarp Eldgos og jarðhræringar Ferðamennska á Íslandi Dómsmál Rangárþing eystra Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Lést í snjóflóði í Ölpunum Erlent Fleiri fréttir „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Sjá meira