Rússar óttast að borgarstríð brjótist út í Úkraínu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 9. apríl 2021 23:22 Talsmaður Vladimírs Pútíns, Rússlandsforseta, sagði í dag að Kreml hefði miklar áhyggjur af mögulegu borgarastríði í Úkraínu. Getty/Mikhail Klimentyev Yfirvöld í Rússlandi segjast óttast það að átök muni brjótast út af fullum krafti að nýju í austurhluta Úkraínu. Rússar segjast þegar hafa hafið undirbúning á því að vernda rússneskan almenning á svæðinu. Spenna milli Rússlands og Úkraínu hefur farið vaxandi undanfarnar vikur og virðast Rússar harðákveðnir í því að Úkraína skuli ekki ná valdi á austurhluta Úkraínu, sem nú er stjórnað af aðskilnaðarsinnum sem vilja sameinast Rússlandi. Rússar hafa undanfarna rúma viku aukið við her sinn við landamærin að austurhluta Úkraínu. Yfirmaður hersins í Úkraínu sagði í dag að Rússar hefðu ekkert fyrir sér í því að Úkraína hygðist ráðast á hersveitir aðskilnaðarsinna í austri. Fréttastofa AP greinir frá. Úkraínski herinn og aðskilnaðarsinnar, sem njóta stuðnings Rússa, hafa tekist á í austurhluta landsins frá árinu 2014, stuttu eftir að Rússar hertóku Krímskagann. Meira en 14 þúsund hafa fallið í valinn og tilraunir til pólitískra sátta hafa mistekist. Um fimmtíu hafa fallið í átökum á þessu ári Úkraína, og stuðningsmenn ríkisins í vestri, hafa sakað Rússland um að hafa sent hermenn og vopn til hjálpar aðskilnaðarsinnum, en yfirvöld í Moskvu hafa harðneitað þeim ásökunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að rússneskar hersveitir við landamærin að Úkraínu hafi aldrei verið fleiri, frá árinu 2014, fyrr en nú. Hvað hertöku Krímskagans varðar hafa Rússar haldið því fram að þeir hafi sent hersveitir inn á skagann, og síðar hertekið hann, til þess að vernda rússneska íbúa skagans. Volodomyr Zelenskiy, forseti Úkraínu, sagði í dag, eftir að hafa heimsótt herstöð í austurhluta landsins, að 26 úkraínskir hermenn hafi fallið í átökum við aðskilnaðarsinna á þessu ári. Hann sagði að ítrekuð brot á samkomulagi um vopnahlé, sem gert var síðasta júlí, þýði að tími sé kominn til að hefja viðræður um vopnahlé að nýju. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Donetsk hafa gefið út að 20 hermenn þeirra og tveir almennir borgarar hafi dáið í átökum það sem af er ári. „Kreml óttast að borgarastríð gæti brotist út“ Úkraína og önnur vestræn ríki hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna átaka á svæðinu undanfarin misseri. Þá hefur áhyggjum einnig verið lýst yfir vegna aukinnar hernaðarviðveru Rússa við landamærin. Vestrænir stuðningsmenn Úkraínu virðast mjög áhyggjufullir vegna málsins og fundaði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands um málið í dag. Þá áttu Angela Merkel Þýskalandskanslari símtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gær þar sem Merkel ítrekaði það fyrir Pútín að hann þyrfti að kalla aftur hersveitirnar sem sendar hafi verið að landamærunum á undanförnum vikum í von um að spennan myndi minnka milli ríkjanna. Dmitri Peskov, upplýsingafulltrúi Pútíns, sagði í tilkynningu í dag að Rússland mætti senda hersveitir sínar hvert sem er hvenær sem er innan síns landssvæðis. Þá sakaði hann úkraínska herinn um að hafa „ítrekað ögrað“ rússneskum hersveitum við landamærin. „Kreml óttast að borgarastríð gæti brotist út að nýju í Úkraínu. Og ef borgarastríð hefst að nýju við landamæri okkar mun það ógna öryggi Rússlands,“ sagði Peskov. Úkraína Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54 Á þriðja tug fórst með herflugvél í Úkraínu Liðsforingjaefni úr úkraínska flughernum voru meirihluti þeirra að minnsta kosti 25 sem fórust þegar herflugvél brotlenti nærri borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. 26. september 2020 11:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Spenna milli Rússlands og Úkraínu hefur farið vaxandi undanfarnar vikur og virðast Rússar harðákveðnir í því að Úkraína skuli ekki ná valdi á austurhluta Úkraínu, sem nú er stjórnað af aðskilnaðarsinnum sem vilja sameinast Rússlandi. Rússar hafa undanfarna rúma viku aukið við her sinn við landamærin að austurhluta Úkraínu. Yfirmaður hersins í Úkraínu sagði í dag að Rússar hefðu ekkert fyrir sér í því að Úkraína hygðist ráðast á hersveitir aðskilnaðarsinna í austri. Fréttastofa AP greinir frá. Úkraínski herinn og aðskilnaðarsinnar, sem njóta stuðnings Rússa, hafa tekist á í austurhluta landsins frá árinu 2014, stuttu eftir að Rússar hertóku Krímskagann. Meira en 14 þúsund hafa fallið í valinn og tilraunir til pólitískra sátta hafa mistekist. Um fimmtíu hafa fallið í átökum á þessu ári Úkraína, og stuðningsmenn ríkisins í vestri, hafa sakað Rússland um að hafa sent hermenn og vopn til hjálpar aðskilnaðarsinnum, en yfirvöld í Moskvu hafa harðneitað þeim ásökunum. Yfirvöld í Bandaríkjunum segja að rússneskar hersveitir við landamærin að Úkraínu hafi aldrei verið fleiri, frá árinu 2014, fyrr en nú. Hvað hertöku Krímskagans varðar hafa Rússar haldið því fram að þeir hafi sent hersveitir inn á skagann, og síðar hertekið hann, til þess að vernda rússneska íbúa skagans. Volodomyr Zelenskiy, forseti Úkraínu, sagði í dag, eftir að hafa heimsótt herstöð í austurhluta landsins, að 26 úkraínskir hermenn hafi fallið í átökum við aðskilnaðarsinna á þessu ári. Hann sagði að ítrekuð brot á samkomulagi um vopnahlé, sem gert var síðasta júlí, þýði að tími sé kominn til að hefja viðræður um vopnahlé að nýju. Leiðtogar aðskilnaðarsinna í Donetsk hafa gefið út að 20 hermenn þeirra og tveir almennir borgarar hafi dáið í átökum það sem af er ári. „Kreml óttast að borgarastríð gæti brotist út“ Úkraína og önnur vestræn ríki hafa ítrekað lýst yfir áhyggjum vegna átaka á svæðinu undanfarin misseri. Þá hefur áhyggjum einnig verið lýst yfir vegna aukinnar hernaðarviðveru Rússa við landamærin. Vestrænir stuðningsmenn Úkraínu virðast mjög áhyggjufullir vegna málsins og fundaði Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með utanríkisráðherrum Frakklands og Þýskalands um málið í dag. Þá áttu Angela Merkel Þýskalandskanslari símtal við Vladimír Pútín Rússlandsforseta í gær þar sem Merkel ítrekaði það fyrir Pútín að hann þyrfti að kalla aftur hersveitirnar sem sendar hafi verið að landamærunum á undanförnum vikum í von um að spennan myndi minnka milli ríkjanna. Dmitri Peskov, upplýsingafulltrúi Pútíns, sagði í tilkynningu í dag að Rússland mætti senda hersveitir sínar hvert sem er hvenær sem er innan síns landssvæðis. Þá sakaði hann úkraínska herinn um að hafa „ítrekað ögrað“ rússneskum hersveitum við landamærin. „Kreml óttast að borgarastríð gæti brotist út að nýju í Úkraínu. Og ef borgarastríð hefst að nýju við landamæri okkar mun það ógna öryggi Rússlands,“ sagði Peskov.
Úkraína Rússland Bandaríkin Frakkland Þýskaland Tengdar fréttir Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31 Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54 Á þriðja tug fórst með herflugvél í Úkraínu Liðsforingjaefni úr úkraínska flughernum voru meirihluti þeirra að minnsta kosti 25 sem fórust þegar herflugvél brotlenti nærri borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. 26. september 2020 11:31 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Sjá meira
Biden býður Úkraínu „óhagganlegan stuðning“ gegn Rússlandi Joe Biden Bandaríkjaforseti hringdi í dag í fyrsta sinn í Volodymyr Zelenskiy, forseta Úkraínu á embættistíð sinni. Hann nýtti símtalið til að lýsa yfir stuðningi Bandaríkjanna við Úkraínu í deilunum við Rússa. 2. apríl 2021 21:31
Bandarískar hersveitir í Evrópu í viðbragðsstöðu vegna Rússa Rússar hafa varað NATO við því að senda hersveitir til hjálpar Úkraínu en fregnir hafa nú borist af því að hersveitir Rússa safnist nú saman við landamærin að Úkraínu. Talsmaður Kreml sagði í dag að Rússland myndi grípa til frekari ráðstafana sendi NATO hersveitir til þess að mæta Rússum. 2. apríl 2021 17:54
Á þriðja tug fórst með herflugvél í Úkraínu Liðsforingjaefni úr úkraínska flughernum voru meirihluti þeirra að minnsta kosti 25 sem fórust þegar herflugvél brotlenti nærri borginni Kharkiv í austurhluta Úkraínu í gærkvöldi. 26. september 2020 11:31