Losunin sem aldrei varð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir og Signý Sif Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2021 15:00 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Skoðun Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar Skoðun Vissir þú þetta? Rakel Linda Kristjánsdóttir,Sigurlaug Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á lífsgæðum borgarbúa Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Á Kópavogur að vera fallegur bær? Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Aðdragandi 7. oktober 2023 í Palestínu Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Útlendingamálin á réttri leið Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Kvíðir þú jólunum? Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Í dag er ég líka reiður! Davíð Bergmann skrifar Skoðun NPA breytir lífum – það gleymist í umræðunni Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun D, 3 eða rautt? Arnar Steinn Þórarinsson skrifar Skoðun Tími til að tala leikskólana upp Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Ég veit alltaf hvar þú ert druslan þín!“ Linda Dröfn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar – á milli tveggja heima Hallbjörn V. Fríðhólm skrifar Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Sjá meira
Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni.
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Fundur á Akureyri um hættulega úrelta stjórnarskrá Íslands Hjörtur Hjartarson,,Katrín Oddsdóttir skrifar
Skoðun Íslensk samvinna fyrir loftslag og náttúru. Skógræktarfélag Íslands, Votlendissjóður og Carbfix Brynjólfur Jónsson,Ólafur Elínarson,Þórunn Inga Ingjaldsdóttir skrifar
Skoðun Börn og stuðningur við þau í íþrótta- og tómstundastarfi Eygló Ósk Gústafsdóttir,Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigfríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun Eyjar í draumi eða dáleiðslu, þögnin í bæjarmálum er orðin hættuleg Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun „Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
„Ég verð að vera fræg til að geta eignast vini“ – ranghugmynd sem stjórnaði lífi mínu í næstum því 30 ár Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Hættum eltingarleiknum við „gervigreindarsvindl“ – endurhönnum prófin í staðinn Sigvaldi Einarsson Skoðun
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun