Losunin sem aldrei varð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir og Signý Sif Sigurðardóttir skrifa 9. apríl 2021 15:00 Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Loftslagsmál Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Raforkuvinnsla Landsvirkjunar árið 2020 kom í veg fyrir losun gróðurhúsalofttegunda sem nemur um 2,7 milljónum tonna CO2 ígilda á árinu, sem er sambærilegt við þrefalda losun frá öllum vegasamgöngum á landinu árlega, og reyndar sambærilegt þeirri losun sem telst til beinnar ábyrgðar íslenskra stjórnvalda. Það sýnir skýrt hversu loftslagsvæn raforkuvinnsla okkar er. Orkumál eru loftslagsmál og stærsta tækifæri heimsins til að ná tökum á loftslagsbreytingum felst í vinnslu endurnýjanlegra orkugjafa, á sjálfbæran hátt. Við matið á því hvað fyrirtækið kom í veg fyrir mikla losun notum við viðmið um losun frá raforkuvinnslu sem óháður aðili reiknaði út fyrir okkur. Viðmiðið byggir á samsetningu mismunandi raforkunotenda á Íslandi, iðnaðar innan ETS kerfisins annars vegar og almennra notenda hins vegar.Við notum viðmiðið til að skoða hver losunin hefði verið ef ekki hefði verið fyrir græna raforkuvinnslu okkar, að sjálfsögðu að frádreginni þeirri losun sem þó verður í starfseminni. Þau 2,7 milljón tonn CO2 ígilda á árinu sem aldrei leystust úr læðingi fara nærri því að jafngilda akstri 600 þúsund bíla á ári, eða eins og áður kom fram: Losun frá öllum vegasamgöngum hér á landi nemur aðeins þriðjungi þessarar tölu. Fjármál eru líka loftslagsmál Öll starfsemi okkar hjá Landsvirkjun lýtur sömu áherslum í loftslagsmálum. Frá 2018 hefur til dæmis öll ný fjármögnun fyrirtækisins verið græn eða sjálfbærnitengd. Landsvirkjun varð fyrst íslenskra útgefenda til að gefa út græn skuldabréf það ár og gaf aftur út slík skuldabréf árið 2020. Nú nemur græna skuldabréfaútgáfan okkar 350 milljónum Bandaríkjadala, eða um 45 milljörðum króna. Tilgangur grænna skuldabréfa er að fjármagna eignir og verkefni sem hafa jákvæð umhverfisáhrif, svo sem endurnýjanlega og sjálfbæra orkuvinnslu eins og í tilfelli Landsvirkjunar. Allar aflstöðvar Landsvirkjunar uppfylla ströng skilyrði sem gerð eru um losun. Þannig getur Landsvirkjun fjármagnað allar eignir á efnahagsreikningi fyrirtækisins, sem styðja við vinnslu Landsvirkjunar á orku úr endurnýjanlegum orkugjöfum, með grænum skuldabréfum.Græn skuldabréfaútgáfa af þessu tagi hentar sérstaklega vel fyrirtækjum eins og Landsvirkjun, sem hafa umhverfisvæna aðalstarfsemi. Með því að fjárfesta í grænum skuldabréfum gefst fjárfestum, sem í okkar tilviki eru stór erlend tryggingafélög og eignastýringarfyrirtæki, tækifæri til ráðstafa fjármunum sínum til eigna og verkefna sem hafa jákvæð áhrif á loftslagsmál.Við reiknum árlega út loftslagsáhrif eigna Landsvirkjunar sem eru fjármagnaðar með grænum skuldabréfum og þar með framlag fjárfesta til þess að koma í veg fyrir losun. Nú má sjá þróun í þá átt, að græn skuldabréf beri lægri vexti fyrir útgefendur heldur en hefðbundin skuldabréf. Það gefur til kynna að fjárfestar séu reiðubúnir að fá lægri vexti, ef fé þeirra rennur til umhverfisvænna verkefna og eigna. Þessi þróun er mjög jákvæð og hvetjandi fyrir útgefendur grænna skuldabréfa. Hún getur líka bent til þess að fjárfestar meti grænar fjárfestingar sem áhættuminni en aðrar fjárfestingar til framtíðar. Loftslagsmál eru hagsmunamál okkar allra. Orkufyrirtæki þjóðarinnar ætlar sér að vera þar áfram í fararbroddi. Við horfum heildstætt á málaflokkinn og tökum ábyrgð á okkar eigin losun. Þannig vinnum við að því að gera heiminn grænan saman. Höfundar eru starfsmenn Landsvirkjunar. Jóhanna Hlín er forstöðumaður á sviði Samfélags og umhverfis og Signý Sif er forstöðumaður á sviði Fjármála og upplýsingatækni.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun