Arteta ekki sáttur við sína menn í aðdraganda jöfnunarmarksins Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 8. apríl 2021 22:16 Mikel Arteta á hliðarlínunni í kvöld. EPA-EFE/NEIL HALL Mikel Arteta var frekar súr er hann ræddi við BT Sport eftir 1-1 jafntefli Arsenal og Slavia Prag í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. „Við vorum með stjórn á leiknum. Við náðum inn markinu sem við þurftum en fórum illa með góð færi. Við spiluðum illa í aðdragandanum að hornspyrnunni. Þeir hrúguðu mönnum inn á teig og svona getur gerst. Þetta breytir tilfinningunni í leikslok,“ sagði Arteta að leik loknum. „Við vissum að við ættum möguleika á að breyta hlutunum með fimm skiptingum. Við töldum að þetta væri rétti tíminn miðað við uppleggið okkar. Þetta var rétt augnablik og skiptingarnar spiluðu stóran þátt. Við vitum að varamenn hafa mikið að segja í þessari keppni. Því miður náðum við ekki að nýta það.“ „Þetta er erfitt því þeir eru gott lið. Þeir hafa sigrað nokkur stór lið og það er erfitt að spila gegn þeim. Þeir verjast mikið maður á mann en þegar við leystum það þá sköpuðum við góð færi, en þegar þú getur ekki leyst maður á mann stöðurnar þá er þetta erfitt.“ „Við vorum öflugir í hápressunni, þeir eru góðir að sækja eftir að þeir vinna boltann en við stjórnuðum þeim hluta leiksins vel. Það er aðallega niðurstaða leiksins sem skilur eftir óbragð í munni.“ „Við verðum að vinna leikinn. Hugarfarið er að vinna leikinn, við veðrum að skora. Við höfum gert það áður og þurfum að gera það núna á nýjan leik,“ sagði Arteta að lokum um næsta leik liðanna sem fram fer eftir viku í Tékklandi. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira
„Við vorum með stjórn á leiknum. Við náðum inn markinu sem við þurftum en fórum illa með góð færi. Við spiluðum illa í aðdragandanum að hornspyrnunni. Þeir hrúguðu mönnum inn á teig og svona getur gerst. Þetta breytir tilfinningunni í leikslok,“ sagði Arteta að leik loknum. „Við vissum að við ættum möguleika á að breyta hlutunum með fimm skiptingum. Við töldum að þetta væri rétti tíminn miðað við uppleggið okkar. Þetta var rétt augnablik og skiptingarnar spiluðu stóran þátt. Við vitum að varamenn hafa mikið að segja í þessari keppni. Því miður náðum við ekki að nýta það.“ „Þetta er erfitt því þeir eru gott lið. Þeir hafa sigrað nokkur stór lið og það er erfitt að spila gegn þeim. Þeir verjast mikið maður á mann en þegar við leystum það þá sköpuðum við góð færi, en þegar þú getur ekki leyst maður á mann stöðurnar þá er þetta erfitt.“ „Við vorum öflugir í hápressunni, þeir eru góðir að sækja eftir að þeir vinna boltann en við stjórnuðum þeim hluta leiksins vel. Það er aðallega niðurstaða leiksins sem skilur eftir óbragð í munni.“ „Við verðum að vinna leikinn. Hugarfarið er að vinna leikinn, við veðrum að skora. Við höfum gert það áður og þurfum að gera það núna á nýjan leik,“ sagði Arteta að lokum um næsta leik liðanna sem fram fer eftir viku í Tékklandi. Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Evrópudeild UEFA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Evrópudeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Fótbolti Evrópudeild UEFA Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Handbolti Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ Fótbolti Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Fótbolti Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Handbolti City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Fótbolti Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Íslenski boltinn Ólympíuhetja dó í snjóflóði Sport Tryggvi lét til sín taka er Bilbao tyllti sér í toppsætið Körfubolti Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Fleiri fréttir Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benóný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Simeone baðst afsökunar á rifrildinu við Vinícius Junior Hvað sagði verðandi þjálfari United í einkaviðtali við Sýn Sport? Tveir ungir varnarmenn til FH Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Segja að Real Madrid vilji fá Jürgen Klopp Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Szoboszlai skoraði stórglæsilegt mark en var sakaður um vanvirðingu Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Mikael Egill spilaði nær allan leikinn í sterkum sigri Liðsfélagi Ronaldo missti stjórn á skapi sínu og sló andstæðing Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Davíð Kristján keyptur til Grikklands Myndi ekki neita ef Carrick byði honum í sitt teymi Segir að Brasilía þurfi á Neymar að halda Alonso látinn fara frá Real Madrid Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Sjá meira